Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2009 | 10:51
Hjarta Framsóknarflokksins.
Hvar er hjarta Framsóknarflokksins? Hvar eru ræturnar?
Þær liggja ekki í kauphöllum og verðbréfum. Þær liggja í fólkinu, landinu, vinnunni og framleiðslunni.
Framsóknarflokkurinn, eins og hann hefur unnið í mörg er er eitthvað allt annað en það.
Nú er flokkurinn að snúa aftur til gamalla gilda og leiða gott fólk til öndvegis.
Því miður virðast formannskandídatarnir ekki vilja megna að sýna að þeir vilji gera upp við þann tíma sem flokkinn bar svona illilega af braut víðsýni og samvinnu, en hins vegar er margt gott fólk á fundinum sjálfum.Eins og sjá má hér að neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2009 | 17:34
Drekasvæðið
Mikið er rætt um þjónustu vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.
Líklegt má telja að þau fyrirtæki sem þurfa þjónustu í landi velji sér hvar þau laita aðstöðu.
Einnig hefur verið bent á að fáir staðir bjóði upp á aðstæður svo sem dýpi til að unnt sé að vinna við borpalla.
En spennandi verður að fylgjast með framvindu þessara mála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 15:30
Heiðursborgari kvaddur.
Í dag er til moldar borinn Ólafur Marel Ólafsson útgerðarmaður, heiðursborgari Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Óli ólst upp á Hánefsstaðaeyrum og stundaði íþróttir í æsku með góðum árangri. Hann var íþróttakennari og forstöðumaður Sundhallarinnar, áður en hann sneri sér að útgerð. Sú útgerð er og hefur lengi verið burðarás í atvinnulífi hér í bæ.
Blessuð sé minning Ólafs Ólafssonar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 17:04
Aflúsun!
Svonefnt öldungaráð Seyðisfjarðar hefur sent viðskiptaráðherra áskorun um að ,,aflúsa" fjármálakerfi landsins. Segir í áskorun öldungaráðsins að ,,Nú á tímum kreppu og mikilla fjárhagsörðugleika þjóðarinnar, skýtur það skökku við að svokölluð ,,innheimtufyrirtæki" tali fyrir rétti sínum til tekna. Þessar lýs á tafarlaust að uppræta!" Bréfið er dagsett 9. janúar 2009.
Afritað úr Austurglugganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 13:08
Hann ætti að fá að hafa kött.
![]() |
Einbúinn við Suðurlandsbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2009 | 21:04
Merkileg umræðuefni!
Á fundinum er fjallað um merkileg umræðuefni og greinilegt að sífellt er verið að leggja meiri faglegan metnað í þessa fundi.
Á sama hátt sýnist mér að stjórnmálamenn sitji eftir í umræðunni. Því miður.
Nokkuð hefur verið rætt um atvinnusköpun og sprotafyrirtæki. Nú hefur komið í ljós að tollgæslan stuðlar að vexti og viðgangi sprotafyrirtækja hérlendis en að sama skapi stendur hún í vegi fyrir því að þessi grein flytji afurðir sínar út. Samt er þetta mikill munur frá því sem áður var, er við íslendingar þurfum að vera alfarið upp á aðra komnir með þessa vöru. Nú er innflutningur hverfandi, en innlend framleiðsla blómleg.
Kannabisræktun með ódýrri orku íslenskra fallvatna blómstrar og gjaldeyrir sparast.
![]() |
Fullur salur í Háskólabíó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2009 | 18:29
Áramótaræða bæjarstjóra.
Hér á Seyðisfirði hefur verið til siðs um margra ára bil að bæjarstjóri hefur ávarpað bæjarbúa og gesti við brennuna á gamlárskvöld.
Þessar ræður hafa verið hressilegt spjall um það sem við búumst við að bæjarstjór segi hverju sinni, svo sem að við þurfum að leita atvinnutækifaær og að við berjumst fyrir betri samgöngum um Fjarðarheiði og svo framvegis. Þessar ræður hafa ekki sagt neitt nema það sem allir vita fyrir og eru sammála um.
En nú á gamlárskvöld breytti Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri þessari hefð okkar, að mínu áliti. Ræða hans var frábær og kom inn á hluti sem skipta okkur öll miklu máli.
Hann talaði um þá fjármálakreppu sem ríður yfir landið frá pínulítið breyttu sjónarhorni.
Hann benti á að fólk sem kæmist í vanskil ætti ekki að berja höfðinu við steininn of lengi við það að reyna að borga það væri vita vonlaust að ráða við.
Þessi orð bæjarstjóra leiða hugann að verðtryggingu lána og veikum gjaldmiðli sem er jú rótin að þessu vandamáli.
Það mál er einn af þeim hlutum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur veigrað sér ið að taka á, sem kunnugt er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2009 | 15:28
Ákvörðun byggð á ....
... lögfræðilegri ráðgjöf, sýnist mér.
En skuldugir íslendingar hafa fengið mismunandi ráð í sambandi við fjármál sín.
Hægt er að taka þátt í skoðanakönnun um það efni á síðu minni.
![]() |
Væntu of mikils af dómsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2009 | 10:15
Ísland á víða Hauk.....
![]() |
Öryggiskennd með aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2009 | 22:04
Greiðsluerfiðleikar.
Við Seyðfirðingar vorum að vona að kreppan kæmi ekki hingað.
En nú er ljóst að svo er ekki.
Atvinnuleysi eykst hér, eins og fyrir sunnan. Æ fleiri einstaklingar lenda í erfiðleikum með að standa í skilum með lán sín af húsnæði og eða bifreiðum og hjólhýsum.
Við sem létum glepjast af gylliboðum um hagstæð lán, höfum hingað til bölvað í hljóði og vonað að gengi krónunnar jafnaði sig sem fyrst. En nú virðist ýmsir hafa misst trúna á að ríkisstjórnin og Seðlabankinn nái tökum á þeim miklum vandamálum sem tengjast því að við erum að burðast með gjaldmiðil sem enginn hefur trú á. Jafnvel hughraustustu menn, eru farnir að tjá sig opinberlega um að þeir hafi ekki trú á efnahagsstjórn Seðlabankans.
Sumir benda á að það að skila lyklunum að húsinu eða bílnum og gefast upp sé ekki lausn. Þá blasi við nauðungaruppboð og gjaldþrot í framhaldinu. Betra sé að leita samninga við kröfuhafa og sækja um skilmálabreytingu. Reyna að fá afborganir lækkaðar meðan verðbólgualdan ríður yfir og gengið jafnar sig á ný.
Ef til dæmis húseigendur á Seyðisfirði skila í "lange baner" lyklunum að húsum sínum og neita að borga afborganir af lánum myndi mikill vandi blasa við bæjarfélaginu. Greiðsluflæði á fasteignagjöldum myndi raskast. Fasteignaverð í bænum myndi lækka enn frekar í bænum og annað hvort myndi fólk flytja burt eða reyna að fá leigt. Því miður er leiguhúsnæði í bæjarfélaginu ekki mikið og umsetið fyrir.
Vandséð er að bærinn, sem er einn allra skuldugasti bær á landinu, rísi undir því að leysa til sín íbúðarhúsnæði, eða byggja leiguíbúður í þessu árferði.
Það er því trúa mín að bæjaryfirvöld hljóti að telja kjark í bæjarbúa í þessu erfiða ástandi og aðstoði bæjarbúa í greiðsluerfiðleikum við að semja við kröfuhafa um frestun innheimtuaðgerða.
Annað væri ábyrgðarleysi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
-
joningic
-
fridabjarna
-
gisgis
-
arnith2
-
egillrunar
-
gbo
-
gummigisla
-
korntop
-
fjardarheidi
-
asgrimurhartmannsson
-
fiskholl
-
larahanna
-
gudrunkatrin
-
fleipur
-
hallibjarna
-
logieinars
-
saxi
-
mjollin
-
hugs
-
holmdish
-
joelsson
-
mosi
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
photo
-
rifssaumur
-
neistinn
-
runirokk
-
skagstrendingur
-
arnthorhelgason
-
emilkr
-
nimbus
-
gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 134719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar