11.11.2007 | 00:31
Hrefna Sif 18 ára
Já, það var merkur áfangi í síðustu viku. Hún Hrefna Sif dóttir mín varð sem sagt 18 ára.
Ég var auðvitað fyrstur manna til að hringja í hana og óska henni til hamingju með afmælið. Enda kom það rækilega fram hjá henni á afmælinu mínu, sem reyndar var haldið nokkrum dögum eftir sjálfan afmælisdaginn, að ég er einmitt maðurinn sem alltaf man allt og geri allt á réttum tíma.
Ég get verið afar stoltur af henni Hrefnu Sif, eins og reyndar börnunum mínum öllum.
Já, ég veit ekki hvort hún er ánægð með þessa mynd svo ég verð að setja aðra.
Og ástæða þess að ég varð að seja inn aðra mynd af henni er einmitt ákveðin heilabrot sem vöknuðu hjá mér í tilefni afmælis hennar. Hún er sem sagt orðin 18 ára og telst því fullorðin. Ég á núna tvö fullorðin börn og eitt sem er ekki orðið fullorðið. En það er mjög flott að eiga fullorðin börn. Þó að þau seu auðvitað meira háð manni þegar þau eru lítil, þá þurfa þau örugglega á manni að halda áfram og maður þeim.
En þessi dagur, 7. nóvember er auðvitað einn allra merkasti dagur í mannkynssögunni. (Ásamt bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka svo eitthvað sé nefnt.) Þetta er nefnilega afmælisdagur Rússnesku Byltingarinnar. Þennan dag voru þá 90 ár liðin frá október byltingunni í Rússlandi. (Talandi um að gera hlutina á réttum tíma? Októberbyltingin).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2007 | 20:35
Skattframtal 2008, tilkynning til skattstofunnar.
Ég hef ákveðið að gera upp árið 2007 í evrum. Til þægindaauka fyrir alla aðila hef ég þess vegna ákveðið að telja fram til skatts í evrum.
Forsendur fyrir þessari ákvörðun eru einkum þær að ýmsar skuldbindingar og almenn neysla er mjög háð gengisbreytingum. Til að draga úr misgengi vegna gengibreytinga er því einfaldast að gera upp árið með skattframtali í evrum (EUR).
Ég bendi á að á forsíðu vefsíðu Ríkisskattstjóra eru gefið upp ákveðið gengi vegna umreiknings gjaldmiðla við gerð skattframtals, þannig að þessi ákvörðun mín á ekki að valda skattyfirvöldum neinum óþægingum.
Með von um skilvíst skattframtalsár.
Jón H Guðmundsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 17:13
Bjargdúfurnar og Heilbrigðiseftirlitið
Í dag birtist í bæjarblaðinu á Seyðisfirði auglýsing frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem greint er frá því að kvartað hafi verið yfir sóðaskap og ónæði af bjargdúfum, sem halda til í bænum. Greinilegt er að einhverjir bæjarbúar hafa yndi af nærveru þessara skepna og fóðra þær. Þeir eru beðnir um að gera það ekki.
Í auglýsingunni er talað um að þessi dýr hafi jafnvel valdið ónæði við verslanir og veitingastaði. Hefur Heilbrigðiseftirlitið átt tal við Náttúrustofu Austurlands og kom fram í því samtali að dúfurnar eru af stofni bjargdúfna, sem er villtur og friðaður stofn. Þeim sé hollast að afla sér fæðu sjálfir, (alveg eins og mávarnir á ruslahaugunum í gamla daga áttu að vita) og ekki sé æskilegt að þeir séu fóðraðir nema í harðæri.
Með þessu sé stuðlað að heilbrigðari bjargdúfum og tekið sé tillit til þeirra sem hafa ama af þeim.
Mér finnst alveg undarlegt háttalag af opinberri stofnun, sem gegnir vel skilgreindu hlutverki, að láta hafa sig í að birta svona auglýsingu.
Það kemur hvergi fram að nein óhollusta eða farsóttarvá stafi af þessum fuglum. Það eina sem virðist ljóst er að gestir veitingastaða hafi ama af dúfunum. Þessu trúi ég varla, hér eru engir útiveitingastaðir.
Síðan las ég í blöðunum í dag að Seyðfirðingar eru almennt mjög stoltir af dúfnastofninum og ku hann vera eini dúfnastofninn sem verpir í klettum hér á landi.
Ég kann vel við þessi friðsömu dýr og vona að þær megi búa hjá okkur í bænum í friði áfram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.11.2007 | 19:33
Flýtum klukkunni!
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að flýta klukkunni og vera með sama tíma og England og Danmörk og fleiri lönd. Við erum reyndar aðeins vestar en Danir, en liggjum mjög nálægt sömu breiddargráðu og Tjallarnir.
Fyrir þessu eru aðallega tvær ástæður:
1. Við njótum sólarljóss lengur. Bæði hentar þetta fyrir fólk við vinnu, einnig fær fólk sem búið er að vinna um 5 smátíma til útiveru í skímu á veturna, börnin okkar leika sér meira í björtu eftir skóla. Ef við færum almennt á fætur klukkan 4 og í háttinn klukkan 8, væri þetta í lagi, en svo er ekki með þorra fólks.
Ég held að þessi breyting myndi til dæmis draga úr svokölluðu skammdegisþunglyndi, ásamt fleiru.
2. Við yrðum meða sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar og það yrði mikið hagræði.
Þeir sem búa á Seyðisfirði finna þetta vel. Fjörðurinn er umkringdur háum fjöllum og ekki sér til sólar úr sjálfum bænum frá nóvember byrjun og til 18 febrúar.
Um þetta leyti árs er því orðið rokkið þegar mínum vinnudegi lýkur um kl. 17.00.
Ég segi því, flýtum okkur að flýta klukkunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.11.2007 | 01:40
Tíu litlir negrastrákar?
Umræðan um útgáfu bókarinnar "Tíu litlir negrastrákar" undanfarna daga er fyrir margra hluta sakir afar merkileg.
Þessi saga var skrifuð á þeim tíma sem negrar þóttu óæðri verur. Sumir ganga svo langt að segja að þessar bækur hafi verið gerð til að innræta börnum fordóma gegn hörundslituðu fólki.
Ég hef oft hitt menn sem telja að niggarar og arabar séu heimskir og sóðalegir miðað við okkur. Þannig að kynþáttafordómar eru til á meðal okkar.
Hinn víðsýni og fjölfróði ritstjóri bæjarblaðs Seyðfirðinga eyðir leiðara blaðs síns til að benda á að bókin umtalaða sé holl lesning börnum og að hann hafi lært að lesa með því að staglast gegnum bókin og skoða hinar uppfræðandi myndir með. Sorgleg sóun bleks.
Á dögunum kom fram ný útgáfa af heilagri ritningu, þar sem orðalagi var breytt í einhverjum smáatriðum. En smáatriðin eru ekki smá, ef þau snúast um það að ekki megi lesa út úr heilögu orði mismunun kynja.
Þá samþykkti kirkjuþing á Íslandi aukin réttindi samkynhneigðra um að mega staðfesta samvist innan kristins safnaðar.
Virðing fyrir mannréttindum, er sem betur fer alltaf að aukast í heiminum, ekki síst á Íslandi.
Seyðisfjörður hefur lengi verið alþjóðlegur bær að mörgu leyti. Komur og brottfarir skipa voru lengi vel algengar um höfnina hér og hér hafa útlendingar lengi sett sterkan svið á mannlífið og auðgað það.
Það ætti því að vera okkur sérstakt keppikefli að forðast að vegsama rit sem fjalla af óvirðingu um fólk af tilteknum kynþætti.
Ég gat ekki stillt mig um að hafa mynd af henni Claire Huxtable með greininni. Þættirnir um þessa fjölskyldu voru svo skemmtilegir. Einhver hlýr og mannvænn húmor, sem erfitt er að lýsa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007 | 01:17
Rjúpan er sóknarfæri!
Nú hafa landsmenn allir séð, allavega þeir sem vilja sjá, að það má ekki ganga lengur götuna til glötunar í rjúpnamálum. Ef við bara berum saman rjúpuna og hreindýrið er hreindýrið alls staðar með vinninginn: Stofn rjúpunnar er að þurrkast út, hreindýrsstofninn er í jafnvægi. Æ minna veiðist af rjúpu, hreindýraveiðar eru í jafnvægi. Menn veita sér hreindýraveiðar og fara og veiða eitt dýr. Það er gullgrafarastemming í rjúpnaveiðum og sumir veiða hundruð fugla. Hreindýraveiðar eru háðar vel skipulögðu eftirliti, sem er ágæt aukavinna fyrir vissan hóp, meðan svartamarkaðsbrask og óstjórn einkennir rjúpnaveiði.
Það sem þarf að gera er að koma á samskonar kerfi á í sambandi við gæsaveiðar og rjúpnaveiðar og er í hreindýraveiðum. Þá mun ferðamennska blómstra enn frekar á landsbyggðinni og ég sé útlendinga koma í velheppnaðar veiðiferðir utan hásumarstíma, til að styrkja ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Mörg störf leiðsögumanna verða til. Vönustu rjúpna- og gæsaskytturnar munu að sjálfsögðu fá vel launaða vinnu sem leiðsögumenn og veiðieftirlitsmenn. Bændur og landeigendur gætu fengið af þessu nokkrar tekjur og síðast en ekki síst:
Yfirvofandi útrýmingu rjúpnastofnsins yrði bjargað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 18:27
Má bjóða þér lán með uppgreiðslugjaldi, eða?
Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lýst vilja sínum til að bæta hag almennings í viðskiptum sínum við lánafyrirgreiðslu.
Á Íslandi eru nokkrir baggalútar tengdir bankaviðskiptum, baggalútar sem vel að merkja, þekkjast varla í öðrum löndum. Dæmi um slíkt eru stimpilgjöld, seðilgjöld og uppgreiðslugjöld.
Á málefnaskrá ríkisstjórnarinnar eru fyrirætlanir um að fella niður stimpilgjald.
Oftsinnis hefur verið bent á að álagning seðilgjalda sé afar hæpin og þá hefur svokallaður fit kostnaður verið litinn hornauga af talsmönnum neytenda. Ýmsir hafa dregið í efa að fit kostnaðurinn standist lög, ef í hart væri farið.
Þá eru það uppgreiðslugjöldin. Þau eru samkeppnishindrandi að áliti ráðherra. En umræðan í dag er á þá leið, að það sé samningsfrelsi á landinu og því ekkert hægt að segja við þessari gjaldtöku.
Mér sýnist allt bera að sama brunni.
Það er skortur á samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Innheimta fitkostnaðar, sem virðist samræmd milli allra bankanna, lyktar sterkt af samráði bankanna. Þarna virðast þeir vera að búa sér til tekjustofn, sem er langt umfram útlagðan kostnað bankanna. Samrekstur bankanna á Reiknistofu Bankanna er kjörinn vettvangur fyrir samráð. Bankarnir eiga tvö greiðslukortafyrirtæki. Þau virðast vera óvirk í samkeppnistilburðum.
Þorvaldur Gylfason hefur nýverið bent á það að vaxtamunur í bankastarfsemi hefur hvarvetna snarminnkað við einkavæðingu ríkisbankanna. Á þessu er þó ein undantekning. Á Íslandi hefur vaxta munur aukist við einkavæðingu. Hagnaðartölur íslensku bankanna tala sínu máli. Vituð ér enn eða hvat?
Bloggar | Breytt 30.10.2007 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 16:03
Aldarminning Gísla á Uppsölum
Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Gísla heitins bónda á Uppsölum.
Ég kynntist Gísla aldrei persónulega, en hann hafði mikil áhrif á mig, á margan hátt. Hann sýndi þjóðinni að margur er sæll sem býr að sínu og hafði sérstaklega mikil áhrif á mig persónulega í sambandi við mataræði.
Ég hef mikinn grun um að hann hafi verið einlægur Evrópusambandssinni, eða væri það ef hann væri ungur maður í dag. Enda hefur komið fram að sú stétt sem myndi græða mest á Evrópusambandsaðild er bændastéttin.
100 ára minning Gísla lifir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2007 | 08:16
Áhugaverðir tenglar. Mjög góðir.
Vek sérstaka athygli á því að tenglar á þessari síðu eru afar áhugavert safn af bestu seyðfirsku tenglunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 01:13
Birgir Andrésson
Birgir Andrésson myndlistarmaður er látinn.
Ég hef búið á Seyðisfirði í nokkur ár og hef því ekki komist hjá að kynnast verkum Birgis.
Ein albesta sýning sem ég hef séð í Skaftfelli var sýning hans og Magnúsar Reynis "Fossar í Firði".
Þar tefldu þeir félagar fram ljósmyndum og blýantsteikningum af fossunum í Fjarðará.
Þeir mega eiga þakkir fyrir að vekja athygli á gildi fossanna í Fjarðará.
Þegar ný Norröna var tekin í notkun var Birgir valinn til að myndskreyta Íslandsbarinn í skipinu. Þar leitaði hann í gömul íslensk frímerki sem mótív.
Þetta átti ekki að vera minningargrein, en samt. Seyðisfjörður var að missa sendiherra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar