Bridge á Seyðisfirði

Jæja, góðir hálsar. Það verður bridge á Seyðisfirði í vetur. Spilað á miðvikudögum í Herðubreið.

Við byrjuðum í kvöld. Það mættu 12 manns og var spilaður tvímenningur.

Það var bara gaman og héraðsmennirnir Hallgrímur og Guðmundur Snorra urðu efstir.

Ég og makker (Daði Kristjáns) náðum öðru sæti og svo komu Jón Borgfirðingur og Siggi Gullu í þriðja sæti.

Það vantaði marga vana spilara, svo sem Palla Vil,  Villa Adda, Unnar Jóseps, Cecil og Jóa Hansa í kvöld,  þannig að þetta getur bara orðið gaman.  Annars verðum við að fara að fá nýtt spila fólk inn.  Það er þannig að meðalaldur spilara hjá okkur hefur hækkað um 1 ár á ári síðustu 10 árin.  Það er bara þannig.

bridge

 


Hvað skiptir okkur mestu máli?

 

peningAllmörg mikilsverð mál ber hátt í umræðunni í dag.  Meðal þess er ójöfnuður og misskipting.  Annað mál er kjör örykja og aldraðra.  Eitt mál enn vil ég nefna og það er umræðan um sölustaði áfengis.  Ýmsir vilja halda því fram að bætt aðgengi auki enn áfengisbölið, sem er þó nógu mikið fyrir finnst okkur öllum.

Ég held að með þvi að bæta lífskjör almennings og gera til dæmis skólunum betur kleift að sinna öllum börnum á uppbyggilegan hátt, þá sé unnt að veita vímuefnavandanum viðnám.

Gott atlæti og sjálfsvirðing og verkefni við hæfi fyrir unga fólkið, leiðir af sér hamingjusamari og heilbrigðari einstaklinga.

Ég fagna mjög að Morgunblaðið skuli taka upp í forystugrein sinni þessi mál til umræðu.  Þegar Mogganum ofbýður, hlýtur eitthvað mikið að vera að.


Norröna heldur sínu striki...

Bílferjan Norröna er í höfn á Seyðisfirði núna. Hún kom í nótt og fer aftur á morgun.  Síðan fer hún í makeover (slipp) í rúma viku. Núna yfir háveturinn er hún ekki að taka farþega, en einbeitir sér að vöruflutningum.  
Þessi ferja er mikil búbót fyrir athafnalíf á Austurlandi og í mörgum tilvikum mun hagkvæmari kostur við innflutning til landsins en aðrar flutningaleiðir.
Ég set hér mynd sem ég tók 7. mars 2006 af ferjunni. 
IMG_0072

Ertu skarpari en Skólakrakki?

Þátturinn Ertu skarpari en Skólakrakki? á Skjá einum hófst í kvöld.

Mér fannst þessi þáttur hin besta skemmtun og náði til allrar fjölskydunnar!  Bravó.

Sama er að segja um spurningaþattinn útsvar.  Hann er mjög líflegur og mjög léttur og skemmtilegur. Svona spurningaþættir, með léttu ívafi eru fyrirtaks sjónvarpsefni.   

Í þættinum á skjá einum í kvöld kom fram keppandi, sem var svo sannarlega afar skemmtilegur.

Reyndar minnti hann svo mjög á Homer Simpson að það var sláandi!

homer

 

 


Er einhver í fjölskyldunni í gleraugnaleit?

glerauguEf þig eða einhvern sem þú þekkir vantar gleraugu, ættir þú að lesa þetta.  Það er með einföldum hætti að kaupa gleraugu á netinu.

Vinur minn, sem notar gleraugu, pantaði sér þrenn gleraugu um daginn.  Hann valdi fínustu titanium gleraugu og þar af ein lituð (tinted) og verðið fyrir pakkann hingað kominn með flutningskostnaði og 24,5& virðisaukaskatti,  hvað haldið þið að þetta hafi kostað?

Innan við 10 þúsund í allt.  Þetta voru þenn gleraugu með umgjörðum og það eina sem hann þurfti að skrá var það sem stóð á reseftinu eða sjónvottorðinu frá augnlækninum. Styrkur á hvoru gleri og bil milli sjónpunkta.

Maður verður bara reiður við þessa gleraugnasala landsins. Þetta er greinilega viðskiptagrein, þar sem engin samkeppni ríkir á landinu.  En góðir hálsar, það er undir okkur komið að binda enda á það.

Stéttarfélagið mitt greiðir í gegnum sjúkrasjóð gleraugnastyrk,  sem getur numið allt að 20.000 á meðlim.  Ég mun á mánudaginn hringja í framkvæmdastjóra félagsins og stoppa þetta bruðl.  Legg til að félagsmönnum sem verða fyrir áföllum vegna sjúkdóma verði hjálpað enn betur í staðinn. Félagið getur líka hjálpað þeim sem þurfa að kaupa gleraugu.  Bara með því að gefa þeim upp slóðina á neðangreinda gleraugnabúð á netinu: 

http://zennioptical.com/cart/home.php

Verði ykkur að góðu.

Meingallað kerfi?

Mikil átök eiga sér nú stað í borgarstjórn Reykjavíkur.  Taugatitringurinn hefur leitt það af sér að hlutlæg afstaða hefur vikið fyrir því hvað kemur sér best fyrir flokkinn minn í dag pólitískt.  Þetta skaðar málefnalega umfjöllun. 

argue Við þessa atburði síðustu daga, vaknar í mínum huga spurningin um það til hvers minnihluti og meirihluti í sveitastjórnum er. Er það ekki til að útiloka minnihlutann algerlega frá áhrifum?

Í Finnlandi er ekki myndaður meirihluti. Þar starfar bæjarapparatið þannig að hvert mál fær efnislega umfjöllun og er svo leitt til lykta með atkvæðagreiðslu.  Fyrir vikið er einróma samstaða um lang flest mál.  Fyrir vikið eru menn ekki að rífast um mál,  sem þeir eru sammála um. 

Okkar kerfi hentar fremur þar sem 2ja flokka kerfi er.  Hér er fjölflokka kerfi í stjórnmálum og þess vegna er í raun óeðlilegt að mynda meirihluta og minnihluta. 


Þú verður að taka afstöðu!

bjon ingiNú tel ég að allir verði að taka afstöðu.
 
Það sem gerðist er einfaldlega þetta.  Björn Ingi Hrafnsson ákvað að  slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
 
Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að fara í óhróðursherferð gegn Birni Inga, til að hefna fyrir það að sjálfstæðismenn hrekjast frá völdum.
 
Það er látið dynja á landslýð að Björn Ingi hafi skarað eld að köku sinni, vina sinna og flokksbræðra í REI málinu og fleira og fleira.
 
Björn var í stjórn Orkuveitunnar,  en þar voru með honum 2 sjálfstæðismenn, þar að stjórnarformaður.  Hvernig á að trúa því að hann hafi einn vitað hvað gerðist á stjórnarfundum,  eða ráðið einn?
 
Ef að Björn var svona óheill siðblindur og allt hið illa sem finnast má í einum manni,  af hverju valdi sjálfstæðisflokkurinn þennan mann í samstarf?  Það var á ýmsu öðru völ. 
 
Júlíus Vífill Ingvarsson er í fyrstu röð þeirra sem hafa ásakað Björn Inga fyrir að ganga erinda auðmanna, sem sumir eru í framsóknarflokknum.  Júlíus mætti í viðtal í Silfri Egils.  Athygli mína vakti að hann bar fyrir sig fáfræði,  þegar hann fékk spurningar sem hann vildi ekki svara.  Hann vissi ekki hver bauð til fundar sexmenninganna með formanni flokksins, sem haldinn var án borgarstjóra.  Hann vissi heldur ekki til þess að sjálfstæðismenn mínus Villi hefðu boðið vinstri grænum upp á samstarf.  Kannski mun Júlíus nú afla sér upplýsinga um málefni síns flokks,  nú þegar hann er búinn að einbeita sér að því að finna mögulegar ávirðingar Björn Inga?

Er Randvers nú saknað???

randver Ætli Spaugstofan sakni ekki Randvers núna?  Væntanlega verður Spaugstofan í kvöld helguð blaðamannafundi REI listans niður við Iðnó, þar sem þeir Arnar og Bogi sjálfir komu til liðs við hina breiðu félagshyggjufylkingu.

Nú, svo skilst mér að Pálmi Gests muni leika Björn Inga,  en sem kunnugt er hefur Pálmi setið einn að því að leika formenn framsóknarflokksins seinni áratugina.  Þetta ku vera bein vísbending um það að Björn Ingi verði einmitt næsti formaður flokksins.

Væntanlega mun Spaugstofan ekki reyna að endurflytja hina hjartnæmu fundi sjálfstæðismanna, þar sem allir eru svo voða góðir vinir og treysta svo vel honum Villa allir saman,  að það er leitun á öðru eins.   Þann leikgjörning er að sjálfsögðu ekki hægt að toppa og stendur stuðningur Gísla Marteins, Hönnu Birnu og Júlíusar Vífils við hann Villa góða og gamla borgharstjóra upp úr sem sjálfstætt, stórbrotið, tragikómiskt listaverk.


Ef þú ætlar að líta niður á ...

Seyðfirðinga þá er þetta leiðin til þess!IMG_1053

Meirihluti myndaður í Reykjavík

Nú er verið að mynda meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur.

Það er athyglisvert í þessu sambandi að fráfarandi meirihluti styðst við minnihluta atkvæða.

305871A[1]


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband