10.10.2007 | 22:30
Sóley með hamstur á hendinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2007 | 22:39
Frænsystkin, Unni, Gummi, Birta og Ella og loks Knútur og Lilja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2007 | 18:12
Eitt og annað af helginni sem var.
Mig langar hér að drepa niður stílfingri og greina létt frá síðustu helgi.
Ég var búinn að nefna að Gummi og Hrefna Sif komu á föstudaginn. Og Sigga og Sandra komu á fimmtudaginn austur. Hún Sigga á sko miklar þakkir skildar fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Hún reddaði veislunni. Svo má hún líka vera stolt af krökkunum sínum, Smára og Söndru. Þau eru eiginlega eins og fullorðnar mannsekjur orðin. Svo stillt og flott. Svona er Gulla líka, eins og þeir vita sem þekkja til hennar.
Svo komu Baddi og Eygló líka á föstudaginn. Það var frábært að fá þau líka. Þau drifu liðið í golf á laugardaginn og í því tóku þátt þau, Lárus, Pálmi, ég Gummi og Smári.
Um kvöldið var svo fagnaður í Herðubreið og það voru um 70 manns sem komu. Jóhanna Gísla var flottur veislustjóri. Smári, Sandra og Sóley fluttu lítið leikrit. Fínt hjá þeim. Gummi og Hrefna Sif sögðu frá ýnsum spaugilegum hliðum á pabba sínum. Ógleymanlegt. Inga Jóna Óskarsdóttir kom mér á óvart og gaf mér húsmæðrafræðslu, geitapar og koníak. Snilld. Inga Þorvalds og Sotti Ara fluttu lag eftir Sotta um mig. Algjör snilld. Ásgeir Friðgeirsson ávarpaði samkomuna og rifjaði upp gamlar stundir. Hann upplýsti að hin raunverulega ástæða þess að við ákváðum að flytja til Seyðisfjarðar hefði verið að hér var þá eina áfengisútsalan á Austurlandi. Ekki að hér væri bókasafn, eins og hafði dottið út úr okkur í atvinnuviðtali. Gamall vinnufélagi, Hjálmar Níelsson ávarpaði samkunduna og rifjaði upp meðal annars þessa vísu:
Forsaga hennar er að umhverfisráðherra kom ásamt nokkrum embættismönnum til viðræðu við Hafnaryfirvöld á Seyðisfirði vegna olíumengunar frá El Grillo. Þegar fundur hófst skipti það engum togum að embættismennirnir að sunnan röðuðu sér þétt við hlið ráðherrans.
Hafnarnefndin hefur með að gera
Helvítis óþverrann
Auðvitað vildu þar allir vera
umhverfis ráðherrann.
Jónína Rós las upp úr gestabók sinni og Boggu frá því fyrir aldarfjórðungi síðan, en hún fluttist austur á land sem kennari á sama tíma og ég. Sjö nýir kennarar úr mínum árgangi fóru að kenna á Austurlandi. Ásgeir og Jón á Seyðisfirði. Jónína og Bogga á Hallormsstað. Eiríkur á Eiðar. Guðfinna á Fásk. og Freyja á Djúpavog.
Einnig las Jóhanna Gísladóttir upp einhverjar vísur sem fundust í einhverri skræðu í skólanum frá þeim árum sem ég kenndi þar.
Loks má geta þess að Unnar bróðir mætti óvænt í afmælið og kom hann með Eyjólfi syni sínum. Það var flott hjá þeim feðgum.
Á sunnudeginum var fólk í rólegheitunum og fór síðan að týnast burtu er leið á daginn.
Þetta var alveg ógleymanleg helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.10.2007 | 23:53
Einkanúmer og netföng....
Einkanúmer eru mjög vinsæl á Íslandi.
Í þeim birtast bæði tilvísanir í staði eða áhugamál, eins og HRAUN, ÍSLAND og ROLLA, eru dæmi um og svo Ýmsir orðaleikir, eins og U842, IH8MYX og 3.14KA eru dæmi um.
Svo eru svona lúðalegri númer eins og SONY, HAGKAUP, ALCOA og SUBARU eru dæmi um.
Ýmsir reyna að vera töffarar og velja sér flott e-mail líka. En flestir nota einfaldlega nafnið sitt sem e-mail. Það finnst mörgum skýrast.´
Annars heyrði ég sögu um leiðindi sem komu upp í stofnun einni á höfuðborgarsvæðinu nýverið.
Ákveðið var að stytta alla e-maila og hafa þá alla í sama formi innan stofnunarinnar til hagræðis.
Ákveðið var að fyrst kæmu 3 fyrstu stafirnir í skírnarnafninu. Þá kæmu 3 fyrstu stafirnir í föðurnafninu. Síðan kæmu 3 fyrstu stafirnir í starfsheitinu. Síðan kæmi @ og svo stofnunin.
Rúnar Karlsson Sérfræðingur er búinn að segja upp hjá stofnuninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.9.2007 | 01:01
Frábær afmælisgjöf!
Í dag kom Hrefna Sif dóttir mín og Baddi bróðir og Eyglóhans kona hingað austur á Seyðisfjörð. Sigga mágkona og Sandra og Smári börn hennar komu í gær, þannig að það er að fjölga af okkar fólki.
Nema hvað að þegar Hrefna Sif kom vildi hún bara afhenda mér strax afmælisgjöfina frá henni og Gumma bróður hennar. Nú hvar er hún? Hún er hérna í stofunni og ég vil að þú opnir hana núna strax segir hún. Núna strax segi ég og horfi á stóran kassa á stofugólfinu. Ef marka mátti pakkan var þessi gjöf 40 tommu Medion flatsjónvarp. Hvað þá, það er aldeilis sagði ég. Eruð þið að verða vitlaus. Hvað heldurðu að þetta sé, sagði einhver.
Ég held þetta sé eitthvað annað en sjónvarp, segi ég og fer að opna pakkann, með skærum, sem einhver rétti mér.
É þreyfaði inn í stóran kassann um op, eða handfang, til að finna hvort ég finndi brún á sjónvarpstæki. Ég fann ekkert nema tómið. Ég var farinn að halda að það væri smáhlutur í kassanum.
Þegar ég opnaði betur kassann, spratt Gummi upp úr kassanum.
Mikið var ég hissa og glaður að' fá Gumma sem afmælisgjöf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.9.2007 | 20:58
Point Zero!
Knattspyrnustórveldið Leeds United hefur mátt sætta sig við að spila í 3. efstu deild þar í landi í haust. Og ekki nóg með það. Við máttum byrja með - 15 stig.
Nú í dag er Leeds með 21, nei afsakið, 6 stig eftir 7 leiki. Þegar Leeds náði að vinna sig upp í 0 stig fögnuðu stuðningsmenn Leeds ákaft og einhver harður Leedsari setti saman lag og myndband þetta.
http://www.youtube.com/watch?v=6_IYrvihIFY
Og svo er þetta líka gott.
http://www.youtube.com/watch?v=m0qQBt2fERg
Bloggar | Breytt 26.9.2007 kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2007 | 18:02
Greiðar eru göturnar!
Mér hefur verið tíðrætt um Fjarðarheiði á þessu bloggi.
Jafn erfið og hún getur verið yfirferðar, þegar hálka og ófærð tálmar för, er þessi heiði falleg leið. Fossarnir í Fjarðará eru yndislegir á að líta, þegar ekið er upp á Fjarðarheiði frá Seyðisfirði.
Útsýnið af Neðri Staf yfir Seyðisfjörð er afar fallagt og í góðu skyggni er útsýnið yfir Héraðið af Norðurbrún jafnvel enn fegurra.
Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi, skáld, tollari og fleira vann í mörg sumur við tollafgreiðslu ferjunnar Norrönu. Kom hann þá eldsnemma akandi með "Héraðslögreglumönnum" og var einatt í góðu skapi og átti það til að kasta upp vísu.
Hann setti saman eina vísu um Fjarðarheiði. Ég ætla að stelast til að skrá hana hér inn:
Greiðar eru göturnar,
Gott er leiði,
Fagurgrænar freðmýrar
á Fjarðarheiði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2007 | 17:09
Fögur er Fjarðarheiðin.
Það er búin að vera hálfgerð leiðindatíð undanfarna daga. Slydda, rigning, rok, kuldi af og til. Færðin á Fjarðarheiði er búin að vera leiðinleg og oft skafrenningur og hálkufjandi. Ég vil ekki setja nagladekkin undir bílinn því það er hundleiðinlegt að keyra á þessum nöglum.
Undanfarin haust hefur nefnilega komið bara eitt eða tvö hret fyrir jól, en annars verið autt fram í desember.
Þjónusta Vegagerðarinnar á heiðinni hefur verið ágæt í haust og ekki hægt að ætlast til mikils meira af þeim annað en það að það á auðvitað að vera sólarhringsþjónusta á þessum vegi.
Annað er ekki boðlegt.
En veðurspáin núna segir að það verði komið fínt veður á miðvikudaginn og hlýindi fram að helginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar