23.9.2007 | 23:57
Vikan framundan. 50 - 20 -25.
Í næstu viku verð ég 50 ára, eða L ára, ef maður notar rómverska stafi.
Afmælisdagurinn er 25. september, en þar sem ég er framur seinþroska, mun á halda upp á áfangann 29. sept, sem er laugardagurinn kemur. Opna í því tilefni hús í Herðubreið og vona að sem flestir geri það nú fyrir mig að líta inn.
Raunar er þetta ekki eina stórafmælið í mínu lífi þessa dagana, því að við hjónin eigum 20 ára brúðkaupsafmæli í vikunni. (Ég sagði áðan að ég væri seinþroska).
Og síðast, og kannski þó síst var 25. ágúst s.l. 25 ár frá því að ég flutti til Seyðisfjarðar. Hafði ég þá ekki komið til Austurlands áður, er ég réð mig sem kennara hér að loknu námi í Kennaraháskólanum.
Ég er sem sagt búinn að búa á Seyðisfirði helming æfi minnar og hinn helming æfinnar átti ég svo að sjálfsögðu heima á Hvammstanga.
Kveðjur bestar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 11:56
Svartur Dagur í Enska Boltanum.
Það var svartur dagur í enska boltanum þegar tilkynnt var að Jose Morinho væri hættur sem stjóri hjá Chelsea.
Það er gríðarlegur missir að þessum mikla keppnismanni og karakter.
Hann hefur fært tilfinninguna inn í enska boltann. Þessi maður segir hlutina, kann að gleðjast og sýnir óhikað vonbrigði, þegar á móti blæs.
Hann hefur náð gríðarlega miklum og góðum árangri í knattspyrnunni og jafnframt fengið marga knattspyrnuunnendur til að hrífast með sér.
Fleiri stjórar hafa náð fínum árangri og verið góðir knattspyrnulega, en eru bara engir karakterar og virðast alltaf með fýlusvip og tyggjandi tuggugúmmi, eins og hverjir aðrir strætóbílstjórar, eða miðasalar í bingói fyrir eldri borgara.
Ég vona að ég spæli engan, en svona lít ég á þetta mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2007 | 12:01
SUS þingið
SUS þing var haldið á Seyðisfirði um helgina. Ég hef heyrt að allir þessir jakkafataklæddu ungu menn hafi haft það gott hér í þessum fagra og rólega bæ.
Þeir skelltu sér á Todmobile ball með Eyþóri og co.
Það eru oft skemmtilegar ályktanir á SUS þingum þar sem gömlu skarfarnir fá ofanígjöf.
Núna voru þeir að benda Geir á að myntin okkar krónan er ekki upp á punt, heldur tæki til að eiga viðskipti.
Að sjálfsögðu bauð bæjarstjórn Seyðisfjarðar þessum góðu krökkum upp á áfengi.
Aldrei spurning um nafnskírteini hjá sumum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2007 | 12:40
Akureyrarferð
Ég skrapp til Akureyrar á föstudaginn.
Konan átti tíma í aðgerð á föstudagsmorgunninn klukkan 9.
Vegna leiðinlegs veðurs og útlits fyrir erfiða færð lögðum við af stað klukkan 4.40. Það var búið að vera vonskuveður daginn áður og var það veður ekki gengið niður enn þarna um morguninn. Við bjuggumst við að Fjarðarheiði væri illfær, því að þjónusta á heiðinn hefst ekki fyrr en um klukkan 7, eða eitthvað. Við ákváðum þó að reyna að komast yfir heiðina og lögðum í hann. Við vorum á sumardekkjum og ekki gott að keyra þannig í mikilli hálku. Veðrið var ekki svo slæmt. Vindkviður af og til. Við fórum varlega yfir heiðina, því þar var mikil hálka.
Jæja, úr því við komumst yfir heiðina ættum við að komast þetta sögðum við og tókum olíu á Egilsstöðum og lögðum svo af stað á vit öræfanna og náttmyrkursins.
Það var hált upp mest allan Jökuldalinn og snjór á vegi um öll öræfin og mývatnsöræfin líka. Okkur miðaði svo hægt. Ég fór í alvöru að hugsa um að við gætum ekki farið svona dekkjuð til baka og yrðum hreinlega að kaupa undir bílinn negld vetrardekk á Akureyri.
Það var nánast hálka alla leiðina og við á sumardekkjum. Þess vegna sóttist leiðin afar seint. Þegar við komum í Aðal dalinn brá svo við að þar var auður vegur og alla leið til Akureyrar.
Það stóð á endum, að akkúrat á mínútunni 9 renndum við í hlað á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Sóley og Kristjana voru með okkur og fórum við 3 í sund í sólinni á Akureyri.
Magga var búin í aðgerðinni kl. 2 og kl. 3 fórum við af stað heim. Það var auður vegur alla leiðina heim á Seyðisfjörð og við komum heim um kl. 7.
Það hefði verið hálf asnalegt að keyra heim á auðu malbikinu negldur, eftir að læðast á sumardekkjunum norður um morguninn!
En svona er þetta. Maður veit aldrei hvenær þörf er á nagladekkjum. Það getur líka alveg verið autt fram að jólum. Þá er ekki gott að spæna upp malbikið með nöglum og vera á bílnum útsvínuðum í tjöruklessum.
En mestu máli skipti að ferðin og aðgerðin gengu vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 00:54
Flutningar í nýtt hús.
Eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir hef ég verið afar lélegur að blogga undanfarið. Ástæða þess er sú aðvið erum að fara að flytja í nýtt hús bráðlega.
Það þarf að pakka öllu dótinu okkar hérna. Og líka að henda ýmsu, sem maður hefur ekki notað í mörg ár.
Fjölskyldan hefur átt heima í þessu húsi í 21 ár og raunar höfum við hjónin hvergi búið annars staðar eftir að fyrsta barnið fæddist. Það er hann Gummi sem er 21 árs. Við eigum líka 17 ára stelpu sem heitir Hrefna Sif. Og svo er það hún Sóley Rún sem er 8 ára.
Við ákváðum að mála nýja húsið okkar að innan áður en við flytjum og höfum verið að ví undanfarna daga, með góðri hjálp vina og ættingja.
Víð erum líka að breyta smá í húsinu og erum að opna dyragat milli eldhúss og broðstofu.
Því fylgir flísalögn og smíði á dyrakarmi og frágangur.
Við þurftum líka að rífa skáp úr eldhúsinnréttingunni og smíða lækkaðan sökkul í staðinn, en ég samdi við húnvetnsskan smiðsson um að gera þetta fyrir okkur svart. Heppni.
Hér má sjá gamla húsið
okkar að Múlavegi 7.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.9.2007 | 13:39
Huginn sigraði BÍ/Bolungarvík í lokaleiknum.
Í gær var síðasti leikur Hugins í knattspyrnu þetta sumarið.
Leikurinn fór fram á Seyðisfjarðarvelli. Var þetta síðari viðureign Hugins og BÍ/Bolungarvíkur í úrslitakeppni 3. deildar.
Fyrri leikurinn fór 3-1 fyrir Ísfirðinga og var nokkur spenna hvernig málalyktir yrðu.
Í stuttu máli sagt var þessi spenna allan leikinn og leikurinn prýðileg skemmtun fyrir áhorfendur.
Snemma í leiknum opnaðist vörn Hugins illa tvisvar og í bæði skiptin náði Goran, sem átti stórleik, að bjarga maður á móti manni.
Frábær tilþrif Baldurs Smára í fyrri hálfleik færðu Huginn 2 mörk. Annað markið skoraði hann sjálfur eftir að hafa brotist upp kantinn og inn í teig. Hörkuskot hans small í stönginni fjær og þaðan þeyttist tuðran í netið. 1-0.
Hitt markið kom einnig eftir að hann hafði brotist upp kantinn og sent góðan bolta fyrir markið. Boltinn fór yfir markvörðinn og þar var Jeppe mættur og skallaði í netið. Staðan orðin 2-0.
Ef þetta hefðu veríð úrslit hefði Huginn komist áfram, en sú var nú ekki raunin. Ísfirðingar náðu að minnka muninn með góðu skoti fyrir leikhlé.
Ísfirðingar byrjuðu vel í seinni hálfleik og náðu að jafna leikinn fljótlega í 2-2, eftir ágæta sókn.
Jeppe sem var frábær í leiknum náði að skora og færa Huginn forystu á ný með góðu skoti eftir að hafa haft betur í skallaeinvígi við markvörðinn. 3-2.
En hroðaleg varnarmistök urðu enn hjá okkar mönnum og ísfirðingar jöfnuðu nokkru síðar.
Við svo búið mátti ekki standa og það sem eftir lifði leiks réði Huginn lögum og lofum á vellinum. Friðjón Gunnlaugsson skoraði þá tvívegis og síðustu mínúturnar í stöðunni 5-3 gat þjálfari ísfirðinga ekkert annað en nagað neglurnar, því Huginn sótti og sótti, en tókst ekki að skora.
Ísfirðingar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Í lið Hugins að þessu sinni vantaði Tómas Arnar, Sveinbjörn, Ljubisa, Thomas, Martin og Jón Kolbein, sem allir eru farnir erlendis í nám. Einnig var Glen meiddur og gat ekki spilað.
Raggi Konn og Guðni Eiríks voru hins vegar með og Binni Skúla hristi af sér meiðsladrauginn og stóðu þessir sig allir vel. Sama er að segja um aðra leikmenn Hugins í leiknum.
Huginn fær mínar þakkir fyrir skemmtilegt sumar og geta litið stoltir um öxl. Þeir spiluðu oft góðan fótbolta og sýndu drengilega keppni. Þó manni finnist súrt að liðið kæmist ekki upp, er sá árangur að fara í úrslitakeppni 3. deildar alveg ásættanlegur.
Strákar ég er stoltur af ykkur og ég veit að það er svo um marga fleiri hér í bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 19:00
Stóra gúrkumálið sem hvarf!
Stundum skjóta mál upp kollinum í fjölmiðlum og allt nötrar út af þeim og svo hverfa mál skyndilega algerlega aftur. Fyrr í þessum mánuði skaut upp þvílíku stórmáli í öllum fjölmiðlum. Það var Fjarðaárvirkjunarklúðrið.
Starfsmaður Skipulagsstofnunar, sem ætlaði að tæta minnsblað um málið missti það í faxið og sendi það óvart til Hjörleifs Guttormssonar og einhverra blaðamanna, startaði málinu.
Það snerist um að óljósa verkskiptingu eftirlitsaðila, sem var út af fyrir sig fréttnæmt.
Niðurstaða málsins liggur nú fyrir. Byggingarfulltrúi á að hafa eftirlit með framkvæmdinni og framkvæmda aðilar bera skyldu til að veita honum ákveðin gögn í því sambandi. Mér finnst einnig merkilegt að fram hefur komið að opinberir framkvæmdaaðilar virkjana þurfa aðeins 1 framkvæmdaleyfi til að virkja, meðan einkaaðilar þurfa byggingaleyfi fyrir hvern byggingahluta virkjunar. Þetta misræmi á ekki að geta staðist í nútíma samfélagi, segi ég.
Í umfjöllun málsins í Morgunblaðinu setti Hjörleifur Guttormsson fram fullyrðingar um að virkjunin væri tifandi tímasprengja yfir byggðinni á Seyðisfirði. Þessi fullyrðing er illa skiljanleg og virðist sett fram af manni sem ekki er í andlegu jafnvægi.
Áhrif virkjunarinnar á umhverfið voru mikið til umræðu. Ég hef heyrt í fólki sem finnst umrótið mikið vegna framkvæmdanna. En langflestir eru þeirrar skoðunar að frágangur framkvæmdaaðila, þar sem búið er að ganga frá leiðslusvæðinu, sé til mikillar fyrirmyndar.
Þessi mikli skandall og klúður sem fyllti hvern fréttatíma fyrir 2 vikum síðan, er nú í dag ekki fréttaefni og sennilega bara hið besta mál.
Það var sem sagt bara Gúrkutíð og Hjörleifur og nokkrir fleiri skemmtikraftar voru að stytta okkur stundir.
Góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 18:20
Huginn - Hvöt á morgun
Úrslitakeppni 3. deildar hefst á morgun. Huginn á Seyðisfirði er í úrslitum að þessu sinni og mun eiga við Hvöt frá Blönduósi. Hvatarmenn eru með þvílíkt hörkulið að sjálfur Grettir Ásmundarson hefði ekki gert betur. Vörnin er svo góð að jafnvel sjálfur Steini á Reykjum og Haukur á Haugi hefðu verið fullsæmdir af. Þarna eru framherjar sem fara langt í að jafnast á við Rabba Rikk, þannig að maður býst við stórleik.
Huginn er með nokkra Dani og einnig mun hann Ljubisa spila með liðinu, þannig að þetta getur varla orðið annað en gaman.
Mætum!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2007 | 13:14
Umferð á Fjarðarheiði
Það er mikil umferð á Fjarðarheiði í dag.
Það eru búnir að fara um þenna fagra fjallveg 835 bílar í dag.
Til samanburðar má nefna að Fagridalur, ein helsta umferðaræð fjórðungsins státar af 511 bíla umferð.
Og loks er það Oddskarðið, sem tengir Fjórðungssjúkrahúsið við Austurland, þar telur Vegagerðin 221 bíla.
Það er greinilegt að Fjarðarheiði er vinsæl leið á fögrum sumardegi, þegar vetur konungur gerir engum lífið leitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 17:01
Heppni
Bílvelta á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar