14.8.2007 | 22:12
Sýning sem vert er að sjá...
Ég fór á myndlistarsýningu og tónleika um helgina. Reyndar hvort tveggja tengt lista og menningardögunum Norskar rætur, hér á Seyðisfirði.
Báðir þessir atburðir komu mér gríðarlega á óvart og það þægilaga á óvart.
Ef ég byrja á myndlistinni. Þar fór ég á sýningu í Skaftfelli. Þar voru að sýna Hulda Hákon, Steingrímur Eyfjörð, Erla Þórarinsdóttir og Jón Óskar. Steingrímur er að koma hingað í krummaskuðið beint af Feneyjabíennalnum. Virkilega flottur að gfera okkur þann heiður. En kannski er heiðurinn hans líka? Verk hans eru umfjöllun um ljóð Einars Más Guðmundssonar, þar sem hann tínir til ljósmyndir og eigin athugasemdir á ljóðin og setur þau upp í viðhafnarlegum koparrömmum.
Hulda Hákon leitar í menningararf Kjarvals og setur á spjöld nöfn muna úr vinnustofu hans. Það er afar forvitnilegt að stúdera hvaða muni meistarinn hafði í návist sinni við sína listsköpun.
Jón Óskar er með myndir í hefðbundnari stíl, en þó líkist uppsetning myndanna óreglulegu letri.
Erla er með myndir af grunnflötum opinberra bygginga í Reykjavík.
Síðan fór ég á tónleika KK og félaga, þar sem blúsinn var leikinn á refjalausan hátt í Herðubreið.
Þorlefur Guðjóns á Bassa. Björgvin Gísla á gítar. Þarf að segja meira? Enda gátu sumir gestanna ekki hamið sig og létu vel í sér heyra er á leið.
Svo kom Garðar Harðar og spilaði sem gestur í nokkrum lögum.
Topp tónlist hjá köllunum.
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2007 | 16:54
Antonov 12
Þetta er hin rússneska Antonov 12 flugvél. Það þarf einhverja 8 menn í áhöfn og athygli mína vekur sérstakur klefi í nefi vélarinnar og eins undir stélinu að aftan.
Þessar vélar voru notaðar í fiskiflug til Akureyrar nú fyrr á árinu og þurftu að lenda á Egilsstöðum til að taka eldsneyti. Samt eru þær einhvernveginn svolítið stríðslegar í útliti, finnst mér.
Sennilega var Akueyrarvöllur of "krefjandi" fyrir þær.
Eftir að ein svona vél fórst í Rússlandi um daginn fékkst ekki leyfi lengur fyrir vélarnar hingað.
Þessar vélar eru nú dáldið flottar, en koma sennilega ekki aftur hingað til lands. Því miður.
En úr einu í annað: Ég vona að beint flug frá Egilsstöðum út haldi áfram að eflast. Það er algjör snilld að fljúga þaðan til Köben, í stað þess að þurfa að fara til Keflavíkur fyrst. Sparar massa af tíma og aurum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2007 | 11:47
Verslunarmannahelgin 2007
Ég ákvað að vera á Seyðisfirði um verslunarmannahelgina að þessu sinni. Við erum búin að vera í burtu í sumarfríinu og þess vegna var bara æðislegt að vera heima um helgina. Það er bara mikið að fólki í bænum og ágæt traffík á Hótel Öldu (á myndinni) og Skaftfelli og að sjálfsögðu á höfuð pubb Austurlands Kaffi Láru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.8.2007 | 21:59
Velkomin heim Inga Sotti og Ríkey!
Í gær komu Inga Sotti og Ríkey heim eftir árs dvöl í Danmörku. Þau komu með Norrönu ásamt 1212 öðrum farþegum í metferð hvað farþegafjölda snertir.
Myndin er tekin af þeim við húsið í Kollund, þar sem þau bjuggu í Danmörku.
Velkomin heim elskurnar !
Bloggar | Breytt 4.8.2007 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 21:51
Til hamingju með daginn Knútur!
Eins árs er í dag, Knútur Heiðberg Stefánsson. Hann er búsettur í Sönderborg í Danmörku, þar sem hann hyggst leggja stund á nám í íslensku og dönsku næsta vetur. Sendum okkar hamingjuóskir með afmælið, litli frændi.
Kveðjur frá Seyðisfirði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2007 | 21:44
Alveg fáránlegt!
Þessi úrskurður er undarlegur. Það voru dregnar af félaginu 10 stig á síðasta keppnistímabili, vegna nauðasamninganna. Svo er félaginu aftur refsað núna með 15 stigum.
Þetta er harðari refsingar en Ítölsku liðin fengu í mútumálunum.
Svo er sá dráttur sem hefur orðið á þessu öllu saman til að gera Leeds enn erfiðara fyrir. Nú hefur liðið aðeins viku til að kaupa eða fá lánaða leikmenn fyrir keppnistímabilið. Það er ansi stuttur tími til undirbúnings.
En Leeds er einstakt lið og ekkert fær bugað okkur. Við verðum komnir í hóp hinna bestu, fyrr en ykkur hin getur grunað, þrátt fyrir þetta högg.
Leeds byrjar með 15 stig í mínus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.7.2007 | 18:56
Fjarðarárvirkjun, hvað næst?
Sagan um virkjun Fjarðarár er orðin afar löng.
Hin gamla Fjarðarárvirkjun var stofnsett árið 1913. Þá voru Seyfirðingar í fararbroddi í virkjunarmálum á landinu. Reyndar voru þeir í fremstu röð á mörgum öðrum sviðum, eins og alkunna er. Sjá; http://www.fjardarsel.is/
Á áttunda áratug síðustu aldar undirbjó Rarik nýja virjun í ánni, en af því varð ekki að pólítískum ástæðum. Árið 2001 féll Rarik endanlega frá virkjun árinnar, eftir að hafa látið rannsaka ána og umhverfi hennar gaumgæfilega.
Íslensk Orkuvirkjun er nú að vinna að virkjun árinnar. Hefur allgóð samstaða um málið verið í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, en sama verður ekki sagt um hinn almenna bæjarbúa. Ýmsir bæjarbúar telja að bæjarfélagið sjálft eigi að virkja ána og reka virkjunina til að selja ódýra orku til aukinnar atvinnustarfsemi í bænum.
Þegar málið var til vinnslu, á vettvangi bæjarstjórnar voru engar raddir uppi um að það væri sérstakt kappsmál að þessi virkjun færi í kostnaðarsamt og tímafrekt umhverfismat. Sama er að segja um ferjuhöfnina, þegar hún var í undirbúningi.
Í dag virðist bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafa kúvent afstöðu sinni og hefur bæjarstjóri lýst því yfir að Fjarðarárvirkjun hefði með réttu átt að fara í umhverfismat.
Ég vil í framhaldi af þessari afstöðu bæjarstjórnarinnar leggja til að vegurinn um Fjarðarheiði, einkum með tilliti til aðstæðna í illvirði á veturna fari í umhverfismat.
Það ætti að minnsta kosti að leggja að jöfnu mannlíf og mosabreiðu.
Haldgóðar upplýsingar um Fjarðarárvikjun má finna á:
http://www.iov.is/is/verkefni/fjardara/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 13:44
Norfjarðargöngum flýtt.
Búið er að ákveða að næstu göng á Austurlandi verði til Norðfjarðar.
Vissulega þörf framkvæmd.
Þessi framkvæmd ein og sér þjónar þó ekki landshlutanum sem slíkum nema mjög lítið. Til dæmis verður Hérað og Seyðisfjörður ekki tengdur fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað nema með víðtækari samgöngubótum. Á sama hátt njóta Norðfirðingar ekki flugvallar og Menntastofnan á Héraði, nema með frekari gangagerð.
Ég el enn þá þá von í brjósti að umbætur á samgöngum á Austurlandi njóti almenns skilnings og verði fyrr en síðar stigin skref sem duga til úrbóta.
Ég tel fulla þörf á að skoða vel hvort hugmyndir um heilborun Austarfjarðaganga séu raunhæfar, og til þess að svara þeirri spurningu þarf strax að hefjast handa við að láta skoða það mál ofan í kjölinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 08:42
Sönderborg á Als eyju
Undanfarna daga höfum við dvalið í Sönderborg hjá frændfólki okkar.
Hún Begga systir Möggu er nýbúin að kaupa hús og er að endurbyggja það. það er því alltaf hægt að finna verkefni á því heimili. Samt höfum vid náð að dobla þau í keilu. Síðan fórum við Sóley í froskaferð í Skóginn með Stebba og Anítu og Júlla og Knúti eldri.
Við höfum líka verið með Reyni og Charlotte. Svo var alveg frábært að hitta Breka, Darra og Mads. Mads er fjögurra ára orkubolti og við höfum ekki hitt hann áður. Við Reynir fórum á ströndina með krökkunum og Breki, Sóley og Aníta syntu í sjónum. Það var "sjovt".
Við höfum líka farið til Þýskalands, eða "Nískalands", eins og það er oft kallað af íslendingum hér. Þar er verðlag á mörgum hlutum svínslega lágt, einkum í "grensubúðunum".
Við fórum út að borða á Jensens Buff hus. Það var mjög fínt. Ég heyrði að einu sinni hefði nýfluttur íslendingur komið þangað. Hann sá skilti á veggnum og þá fauk í hann. Þeir eru bara með hótanir hér, sagði hann. Á skiltinu stóð; "Hvis I er tilfreds, saa er vi tilfreds."
Við viljum þakka Beggu og fjólskyldu fyrir móttökurnar hér og Reyni og Charlotte fyrir góðar stundir.
Nú liggur leiðin heim og fríinu að ljúka.
Kv Jón H
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2007 | 20:59
Ferðast um Alpalönd og heimferðin.
19. júlí fórum við til Sviss með viðkomu í Liechtenstein. Liechtenstein er agnarlítið smáríki með 35 þúsund íbúum. Furstafjölskyldan býr í höllinni sem stendur við höfuðstaðinn Vaduz. Við gerðum þar stuttan stans áður en við héldum inn í Sviss.
Við ókum að Boden vatninu í Sviss. Stoppuðum við þar í bæ sem nefnist Romanshorn. Þar leigðum við okkur bát og sigldum vítt og breitt um Boden vatnið. Þetta var afar ánægjuleg og vel heppnuð sigling.
Þegar við hugðumst svo halda áfram för okkar var Renaultinn hans Sotta eitthvað skrítinn í gangi. Ákvað hann að láta skoða það áður en lengra væri haldið. Var þetta síðla dags og var strax ljóst að ekki væri unnt að gera við hann daginn. Þess vegna var ekkert um annað að ræða en að gista í Sviss. Okkur leist ekki of vel á það í fyrstu, þar sem okkur sýndist verðlag væri þar óhagstætt.
Við fundum gistingu í bænum Amriswil og fórum þar á pissustað um kvöldið. Þar var kokkur sem söng og grínaði fyrir okkur og töframaður sem sýndi sjónhverfingar. Alger snilld.
Daginn eftir drápum við tímann við að kíkja annað slagið á verkstæðið og fleira. Okkur var sagt að hugsanlega væri ekki unnt að gera við bílinn fyrr en eftir helgi, ef það þurfti að panta varahluti frá Frakklandi. Til þess kom þó ekki og komumst við af stað um 6 leytið. Ég var sá auli að týna veskinu mínu þarna og var þó svo heppinn að ekki var mikið af aurum í því akkúrat þá stundina. Lét ég loka kortunum í gegnum síma og gaf upp upplýsingar um mig á lögreglustöðinni í Romanshorn.
Í þessu veseni öllu reyndust Svisslendingar okkur afar vel. Í fyrsta lagi þá var fólkið á gistiheimilinu hjálplegt og leyfði okkur að hringja og slíkt. Í annan stað jóðlaði kokkurinn á pissustaðnum fyrir Sotta. Í þriðja lagi þá voru verkstæðismennirnir afar hjálplegir og ekki dýrir í sinni þjónustu.
Ég hringdi í minn mann í sendiráðinu í Sviss og spjallaði við hann í síma. Hann fræddi mig um stjórnskipun Sviss. Það er byggt upp af kantónum sem hafa mikið vald í sinum málum. Þær eru afar íhaldssamar og sem dæmi nefndi hann að í kantónu einni sunnan St Gallen fengu konur ekki fullan kosningarétt fyrr en á 9. áratugnum.!!
Við notum restina af föstudeginum til að keyra inn í Þýskaland til að létta á laugardeginum í keyrslu. Það voru 1020 km heim og það hefði sko verið erfitt á einum degi!.
Okkur hafði dottið í hug að það væri gaman að koma við í Svartaskógi (Schwartzwald) á leiðinni heim, en það var enginn tíma til þess.
Við gistum í bæ rétt hjá Stuttagarði (Stuttgart), sem heitir Leonberg. Þegar við héldum af stað á laugardaginn sá ég að þessi bær Leonberg er á norðurmörkum Svartaskógs.
Ókum við heim á laugardaginn og komum í hús um kl 19 í Sönderborg.
Vel heppnari ferð var lokið.
Kv Jón H
mk
i
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar