Fjallkonan - eða sagan af manninum sem vildi verða Íslandsjarl.

fjallkonanÍ lok júlímánaðar árið 2004 fundust skartgripir fyrir ofan Vestdalsvatn milli Loðmundarfjaðar og Seyðisfjarðar.

Við frekari rannsóknir komu þar í ljós mikið af skartgripum og meðal annars meira að perlum en áður höfðu fundist við fornleifafundi í Íslandssögunni.

Margt forvitnilegt hefur komið í ljós við rannsókn þessa máls og enn fleira hefur komið í ljós þegar niðurstöður fornleifarannsókna,  ýmis örnefni,  heimildir í Landnámu og fleiri gömlum ritum og aðrar heimildir hafa verið bornar saman.

Í stuttu máli,  virðist svo vera,  sem út frá þessu hafi komið fram nýjasta Íslendingasagan.


Athyglisvert nýsköpunarfyrirtæki; Þvottatækni

Eitt allra athyglisverðasta nýsköpunarfyrirtæki á landinu er starfrækt á Seyðisfirði og nefnist Þvottatækni.

Á vefsíðu fyrirtækisins segir meðal annars:

"Einn af stofnendum Þvottatæknis árið 1991 var Hallgrímur Jónsson uppfinningamaður og hönnuður.  Grundvöllur fyrir stofnun þess var aukin þörf á hreinsun á stórsekkjum sem notaðir eru til mjölframleiðslu.  Hallgrímur,  sem vann þá í mjölverksmiðjum,  greindi þenna vanda sem hreinsun á pokum og tönkum er.  Hann hannaði þurrkara og þvottavél til að þvo stórsekkina.  Fyrirtækið þvær nú stórsekki fyrir alla helstu mjölframleiðendur á Austurlandi.  Leiða má af því líkur,  að með þvotti á sekkjunum hafi urðun á plasti minnkað stórlega sl. 15 ár.  Fljótlega eftir stofnun Þvottatækni fór hann að hanna vél til hreinsunar á tönkum og öðrum lokuðum rýmum.  Vélin þurfti að geta unnið hreinsivinnu á öruggan og fljótlegan hátt.  Útkoman var ný tækni sem Tornado hreinsivélin byggist á.  Unnið er að frekari hreinsilausnum þar sem tækni Tornado hreinsivélarinnar er notuð. Þvottatækni hefur nú einkaleyfi á vélinni í Evrópu,  Asíu og Bandaríkjunum ásamt hér á Íslandi."

Á myndunum má sjá dæmi um árangur tankahreinsunar:

fyrir

Myndin til vinstri er tekin fyrir hreinsun og myndin til hægri er tekin eftir hreinsun.

 eftir

 


1. des á Seyðisfirði

veturÞað var vetrarstemming á Seyðisfirði í gær.  Frost,  snjór enda kominn 1. desember.

En bæjarbúar eru líka farnir að setja upp jólaskreytingar og þeir gera raunar meira en það á þessum árstíma.  Óvenjumikið var um að vera í bænum í gær. 

Mig langar til að tæpa á því helsta:

Það var greniskreytingadagur í leikskólanum.  Þá geta bæjarbúar komið þangað og útbúið sér jólaskreytingu og keypt sér kakó og fleira ljúffengt.  Gjarnan í félagsskap barna í fjölskyldunni.

Síðan var rithöfundakvöld í Skaftfelli og lesið upp úr nokkrum nýútkomnum bókum.  Þar var líka verið að opna myndlistarsýningu og á veitingastaðnum þar var boðið upp á fjórréttaðan El Grillo matseðil hjá Jóhannssi Salting og Díönu Páls.

Á kaffi Láru var kynning á bókinni um hann Eyþór Þórisson og boðið upp á veitingar,  svo sem hinn rómaði El Grillo Bjór.  Höfundurinn Tryggvi Harðarson las upp úr bókinni við góðar undirtektir.

Um kvöldið var svo ball með Köngulóarbandinu,  sem auglýst var sem kveðjudansleikur Eyþórs vinar vina sinna.  

Það er sem sagt engin miskunn.

Ég er búinn að kaupa mér bókina um Eyþór og glugga í hana.

Þetta er greinilega afar eiguleg bók og sennilega ein skemmtilegasta ævisagan sem ég hef séð.

Það er klárt. 

Verslanirnar Ósk og Draumhús voru opnar og laða á vallt að sér flestar konur fjórðungsins, með sín glæsilega vöruvali.

Hótel Alda er einnig opin þessa dagana og býður sértilboð í mat og gistingu.

Þannig að það er líflegt á honum Seyðisfirði þessa dagana. 

 

 


Fjölskylduferð til Köben

fredriksbergÉg fór með fjölskylduna til Kaupmannahafnar um síðustu helgi.  Við skruppum í Tívolí og nutum þess að vera bara saman í rólegheitunum.

Þarna hittum við hjónin systkyni okkar sem búa bæði í Sönderborg.  Reynir yngsti bróðir minn býr þar og einnig Berglind yngsta systir Möggu.  Begga mætti með Stebba kallinn sinn og börnin sín þrjú, en Reynir var einn á ferð að þessu sinni.   

Við hittum þar líka Gmma son minn sem er í Lýðháskóla á Jótlandi og Gullu systurdóttur Möggu, sem býr í Kaupmannahöfn.

Þessa mynd tók ég af hluta hópsins á göngu á götu sem nefnist Fredriksberg Alléé, eða eitthvað svoleiðis.

Á myndinni eru Perla Dögg, Knútur í kerrunni, Stefán, Aníta Björk, Bergling, Magga Vera og Reynir. 


Ráðherra-málið

Mál málanna í dag er hugmynd Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur um að starfsheitið ráðherra verði lagt niður, þegar konur gegni því starfi.

Nokkrar hugmyndir hafa komið fram og sumar þeirra afar góðar.  Ein álitleg hugmynd er að ráðherrar verði ráðendur.  Landbúnaðarráðandi og menntamálaráðandi. Ekki galið.

Annað orð sem Steinunn nefndi í sjónvarpi í dag er ráðseti og ráðseta.  Þetta orð er myndað af sömu endingu og forseti, þannig að þetta á sér trausta málstoð. Dómsmálaráðseti og Utanríkisráðseta. Ekki galið eða hvað.

Eini gallinn við þessa hugmynd er sá að þarna er verið að taka upp zetuna aftur. Menntamálaráðz (les menntamálaráðzeta).

 

 


Samsýning 18 listamanna í Skaftfelli

skaftfellHinn 17. nóvember var opnuð myndlistarsýning í Skaftfelli. Þar sýna 18 listamenn verk sín.  Þessir listamenn eru allir búsettir á Seyðisfirði, eða dvelja mikið á staðnum.  Sem sagt 18 heimamenn á sýningu úr 700 manna bæ.

Þetta kalla ég gott og skora á fólk að kíkja á sýninguna, en hún er opin til áramóta.


Sameining sveitarfélaga?

Ég tel að Seyðisfjarðarkaupstaður eigi að fara í fullri alvöru að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin.

Af hverju?

Sveitarfélagið er óhagkvæm rekstrareining og sameiginleg rödd stærra sveitarfélags mun eiga mun sterkari hljómgrunn hjá landsstjórninni.  Vissulega er nauðsynlegt að bæta samgöngur við Seyðisfjörð sem fyrst og við sameiningu við Héraðið, Fljótsdal og Borgarfjörð verður þetta bara brýnna.

 

 heiðin

Við vitum að hugtakið sveitarfélag annars taðar á landinu er að breytast mikið og annars staðar i Evrópu eru sveitarfélög stærri og öflugri einingar en hérlendis er.  Þróunin er öflugri einingar og viðameiri verkefni til sveitarfélaganna.

Annað mál, sem tengist þessu, er það að þetta svæði á sér sterkan samhljóm. Hann er þjónusta, ferðamennska og menning.  Þá yrði í þessu sveitarfélagi samgönguleiðir við önnur lönd í lofti og láði.

Þetta svæði er í dag þegar orðið eitt atvinnu og þjónustu svæði og því er þessi breyting aðeins viðbrögð við því sem þegar er orðið.

 


Vetur kemur

Síðustu daga hefur verið nokkuð kalt hér austanlands og um daginn kom meira að segja snjór.

Krakkarnir kunna sko vel að meta hann.

Sæla í snjó

Svo er bæjarfélagið í samstarfi við Fljótsdalshérað að bæta skíðasvæðið, byggja nýjan skíða skála og búið að kaup flunkuflottan troðara.

En það er þetta með troðarann.  Ef það kemur nú enginn snjór,  þarf akki að nota hann.  En ef það kemur nægur snjór, verður að hafa nothæfan troðara til að hægt sé að nota skíðasvæðið.  En svo,  ef það kemur enn meiri snjór,  þarf kannski vegagerðin að fá hann lánaðan til að laga ruðninga á heiðinni,  eins og oft hefur gerst.

Í raun og veru ætti vegagerðin og samgönguráðuneytið að eiga þennan troðara og semja við bæinn um að hugsa um þetta öryggistæki.  Hvað finnst ykkur?


Norröna í "blackout"

norrönaNorröna, sem var væntanleg til Seyðisfjarðar í fyrramálið (þriðjudagsmorgunn) kemur ekki,  þar sem hún fékk á sig brotsjó á leiðinni frá Bergen og Lerwick í Shetlandseyjum til Þórshafnar í dag.

Hugað verður að ástandi skipsins er það kemur til Þórshafnar í dag.

En til að skýra málið betur er hér upplýsing af föroska netmiðlaranum Olivant.fo.

Í gjár kom Norrøna í illveður ímillum Norra og Hetland. Úrslitið var, at Norrøna fekk blackout og maskinan steðgaði

Av Smyril Line verður sagt, at backupskipanin fór í gongd, og ljós og maskina kom í gongd aftur.   Ímeðan blackout var, rullaði skipið illa og umframt at stabilisatorurin fekk skaða, fingu eisini treylarar og bilar skaða.

Veðrið á leiðini er batnandi, og í skrivandi løtu er Norrøna ávegis til Hetlands og síðan væntandi til Føroyar.  Tamarhald er á støðuni, og ferðafólk og manning hava tað gott. 244 ferðafólk og 81 manning eru við Norrønu hendan túrin úr Bergen.

Meira verður at frætta so skjótt sum nýtt fyriliggur.

 


Seyðisfjörður í úlfakreppu?

Þessi mynd leiðir hugann að því að Seyðisfjörður er í nokkurri úlfakreppu.  Vegna erfiðra samganga hefur þessi staður setið eftir í framþróun austanlands, þratt fyrir að vera afar vel staðsettur og skilyrði til margra hluta afar hagstæð.

En ótryggar og erfiðar samgöngur um Fjarðarheiði setja byggðina óneitanlega í afar mikla úlfakreppu. 

Þessar tvær aukasólir nefnast sem sagt Gúll og Úlfur

Þær eru auðvitað ekki raunverulegar,  því að ekki er allt sem sýnist. 

Umræður um fyrirhugaða virkjun Fjarðarár hafa verið miklar undanfarið og segja sumir að ekki sé þar allt sem sýnist.  Reynt jafnvel að vekja úlfúð um málið.

En allavega heitir önnur virkjunin, sú efri Gúlsvirkjun.

Þannig að allt ber að sama brunni,  eða hvað? 

En að lokum skal vakin athygli á að  ekki er gúll fyrir góðu,  nema úlfur á eftir renni.  Þannig að þessi sýn Jóhönnu er það sennilega fyrir góðu um framtíð Seyðisfjarðar.

Vonandi er að virkjunun verði farsælt fyritæki og gangi vel og að samgöngur við bæinn verði nú innan skamms lagfærðar.


mbl.is Sólin í úlfakreppu á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband