Seyðisfjörður í úlfakreppu?

Þessi mynd leiðir hugann að því að Seyðisfjörður er í nokkurri úlfakreppu.  Vegna erfiðra samganga hefur þessi staður setið eftir í framþróun austanlands, þratt fyrir að vera afar vel staðsettur og skilyrði til margra hluta afar hagstæð.

En ótryggar og erfiðar samgöngur um Fjarðarheiði setja byggðina óneitanlega í afar mikla úlfakreppu. 

Þessar tvær aukasólir nefnast sem sagt Gúll og Úlfur

Þær eru auðvitað ekki raunverulegar,  því að ekki er allt sem sýnist. 

Umræður um fyrirhugaða virkjun Fjarðarár hafa verið miklar undanfarið og segja sumir að ekki sé þar allt sem sýnist.  Reynt jafnvel að vekja úlfúð um málið.

En allavega heitir önnur virkjunin, sú efri Gúlsvirkjun.

Þannig að allt ber að sama brunni,  eða hvað? 

En að lokum skal vakin athygli á að  ekki er gúll fyrir góðu,  nema úlfur á eftir renni.  Þannig að þessi sýn Jóhönnu er það sennilega fyrir góðu um framtíð Seyðisfjarðar.

Vonandi er að virkjunun verði farsælt fyritæki og gangi vel og að samgöngur við bæinn verði nú innan skamms lagfærðar.


mbl.is Sólin í úlfakreppu á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar ekki gúll og úlfur, heldur GÍLL og úlfur.........  En fyrir Seyðisfjörð gildir ekkert annað en jarðgöng og það sem allra fyrst.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 17:54

2 identicon

Ekki veit ég um úlfakreppu á Seyðisfirði  staðurinn virðist þó vera að leggjast í eyði smásaman.Mér skilst td. að nú um áramótin leggist heil iðngrein af á staðnum, netaverkstæðinu verði lokað.En varðandi myndina er það bæði mátæki og veðurfarsleg staðreynd að eiki sé gíll fyrir góðu nema að úlfur á eftir fylgji

Solus (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er flott mynd....ja þetta með netagerðina er ekki gott....en ég heyrði fyrir helgi að það væri nú í einhverri endurskoðun.......Það eru víst Nobbarnir sem vilja loka hér en ekki Hampiðjan

Einar Bragi Bragason., 11.11.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ef það er arðvænlegt að reka netaverkstæði fyrir Gullver, þá kemur bara annað um hæl, það er ekki spurning....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2007 kl. 21:21

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það hafa verið miklu fleiri viðskiptamenn en heimabátar á verkstæðinu á Seyðisfirði í gegnum árin.  Fyrir þá sem ekki  vita þá er eina öflugasta síldarbræðsla landsins á Seyðisfirði og það eru þægindi að geta fengið gert við nætur hérna um leið og landað er.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki spurning Jón, að það er gott að geta fengið viðgerð á nótinni um leið og landað er, en er eitthvað uppúr því að hafa að reka nægilega öflugt verkstæði til að það geti sinnt því ? Hinn kosturinn, fyrir þá sem eru með rifna nót er að fá menn á staðinn, eða landa annarsstaðar.....En þetta er auðvitað ekki áhyggjuefni ef það er nóg að gera þá kemur annað verkstæði um hæl...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.11.2007 kl. 21:42

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

það er víst nóg að gera þarna núna

Einar Bragi Bragason., 12.11.2007 kl. 00:20

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er alltaf hræðilegt að missa störf úr bæjarfélaginu.

Það hins vegar alveg nóg að gera þar núna og eins og Hafsteinn bendir á þá er líklegt að næg verkefni verði í netagerð á Seyðisfirði um leið og síld, loðnu og kolmunna vex fiskur um hrygg.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 08:36

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kannast hlustendur við orðið Gíll, orðið GÍLL?

Nei ég hélt ekki, enda er það aðeins gömul orðmynd af orðinu gúll.

Sbr:

Gingan gúlí gúlí gúlí gúlí vatsa, gingan gúll, gingan gúll.....Gingan gúlí gúlí gúlí gúlí vatsa, gingan gúll, gingan gúll....hei hei hei!!!!!

Jón Halldór Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 134030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband