13.6.2008 | 11:46
Hvað er klukkan?
Þessari spurningu spyr ég oft nú, af því að klukkan mín er vitlaus þessa dagana. Ég er að hugsa um að stilla hana, en hef ekki enn tekið ákvörðun um hvernig ég ætla að stilla hana.
Á mánudagskvöldið var borgarafundur um sumartímamálið í Herðubreið á Seyðisfirði. Fundurinn vara afar málefnalegur og voru margir frummmælendur og aðrir sem komu með sterk innlegg í málið.
Niðurstöður fundarins voru þessar: (heimild sfk.is)
"Niðurstaða fundarins var sú að ekki yrði tekin upp sumartími á Seyðisfirði 17. júní n.k. heldur yrði unnið að málinu áfram en stefnt að því að taka upp seyðfirskan sumartíma eða hvetja til þess að Seyðfirðingar taki daginn snemma næsta vor ef ekki tekst að fá alla þjóðina á sama band. Fundurinn sendi frá sér áskorun til ríkisstjórnarinnar sem er eftirfarandi:
Borgarafundur haldinn á Seyðisfirði 9.Júní 2008 skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að á Íslandi verði tekinn upp sumartími. Þ.e. klukkan verði færð fram um eina klukkustund frá miðtíma Greenwich yfir sumarmánuðina.
Við fundarmenn erum sannfærðir um að þessi tilhögun muni auka á lífsgæði allra landsmanna, þó mest þeirra sem búa eins og Seyðfirðingar, við sólarleysi nær þriðjung ársins og sólsetur allt of snemma dags yfir sumarmánuðina.
Mætum orkukreppunni, aukum aðgang að sólinni.
Allir fundargestir borgarafundar á Seyðisfirði."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 17:36
Alltaf í boltanum.
Eins og kannski sumir vita er ég í stjórn knattspyrnudeildar Hugins og verð ég að segja að það er ansi skemmtilegt, þó mannist finnist maður ekki hafa nægan tíma til að sinna þessu vel.
En ég er svo heppinn að hafa í stjórn með mér mjög virka samstarfsmenn sem taka að sér tiltekna þætti. Af nógu er að taka. Leikmannamál, fjármál, allt sem snýr aðstöðu, húsnæði fyrir leikmenn, búningar og það sem lýtur að undirbúningi fyrir leiki.
Svo erum við með þjálfara og liðsstjóra sem sjá vel um það sem að þeim snýr, og það er mikill kostur.
Aðstaðan til æfinga er ekki góð hér á Seyðisfirði, við erum reyndar með líkamsrækt og íþróttahús til að æfa í inni. Við erum einnig með lítinn sparkvöll og malarvöll, en þurfum að fara upp á Fellavöll til að æfa á stórum velli.
Bæjaryfirvöld gera það sem þau geta til að við getum nýtt það sem hér er sem best. En vandamálið er grasvöllurinn okkar. "The Stadium". Í vor þegar hann kom loks undan snjó, var hann kalinn eða rótarslitinn, sem þýðir að allt grasið sem var lifandi á honum í haust var dautt. Það er búið að sá í hann og bera á hann og vökva og gata til að koma honum til og hann er að grænka meira og meira á hverjum degi.
Þó að bjargdúfurnar týni fylli sína af fræjum grænkar hann meir og meir og ætti að vera tilbúinn í næsta heimaleik, 27. júní.
Fyrsti heimaleikur okkar var á Fellavelli á laugardaginn. Andstæðingarnir voru Leiknir og átti Huginn frábæran leik.
Leikurinn fór 6-0 og skoraði liðið 4 mörk á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Gaman að þessu.
En meira af fótboltaspjalli síðar.
Bloggar | Breytt 11.6.2008 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 16:52
Ísbjarnarblús.
Niðurlag Ísbjarnarblús:
"Ég ætla aldrei aldrei aftur að vinna á ísbirninum.
Nei, ég ætla aldrei aldrei aftur að vinna á ísbirninum.
Ég ætla með kíló af hassi út í náttúruna að fíla grasið þar sem það grær."
Ég heyrði í manni í morgun sem átti leið um Varmahlíð. Þar inni sat svitastorkinn maður á lopapeysu, örvinglaður.
Hann var í lopapeysu og gúmmístígvélum. Storknað blóð á vinstri hendi og fingrum vinstri handar.
Útlit hans bar með sér að hann væri fullur eftirsjár vegna gerða sinna.
Skyndilega stóð hann upp og lyfti annarri hendi: "Blóðugir fingur, illa lyktandi tær. Ég ætla aldrei aftur að vinna á ísbirni. Þetta er algjör blús, get ég sagt ykkur."
Var Bubbi forspár?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2008 | 01:42
Á að flýta klukkunni?
Búið er að boða til fundar um það að flýta klukkunni á Seyðisfirði. Hugmyndin er að flýta henni um 2 tíma á sumrin.
Ástæður þess að þetta er æskilegt eru margvíslegar og reyndar tengjast sumar þeirra aðstæðum á Seyðisfirði sérstaklega.
Rökum með þessu máli má skipta í tvo flokka:
Viðskiptalega og Staðbundna.
Þessir viðskiptalegu lúta að því að öll samskipti við fólk og fyrirtæki í öðrum löndum verða auðveldari. Önnur ríki Evrópu eru með vetrartíma og sumartíma og við það að við höfum þetta geta hinir erlendu viðskiptavinir okkar treyst því hvað klukkan slær á Íslandi.
Þessir staðbundnu snúast um hið daglega líf okkar hér á 'islandi og ekki síst á Seyðisfirði. Þannig háttar til að sólin kemur upp hér í bæ um hásumarið nokkru áður en almennur vinnudagur hefst. Hins vegar er maður varla kominn heim til sín um 5, þegar sólin er komin í felur bakvið Bjólfinn. Hinn almenni maður á Seyðisfirði getur því lítt notið sólar á virkum dögum.
Hér austanlands kemur sólin upp einhverjum 20 mínútum fyrr (minnir mig) en á Reykjavíkursvæðinu. Þessi Greenwich mean time hentar því austurlandi mun verr en Reykjavíkinni og teljum við hér austanlands enga ástæðu til að negla okkur niður á tíma sem er jafn óhentugur fyrir okkur á allan hátt og raun ber vitni.
Hvort tímanum verður breytt á landsvísu eða aðeins hér á Seyðisfirði, er mér nokk sama um. Það væri að mörgu leyti skemmtilegra að það yrði annar staðartími hér en annarsstaðar á landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 12:23
Sorglegt!
Ísbirnir eru afar sjaldséðir á Íslandi. Mér hefði fundist mikið á sig leggjandi fyrir að ná dýrinu lifandi.
Ég legg til að hlutaðeigandi aðilar geri ráðstafanir til að í framtíðinni séu tiltæk svæfingalyf og þokkalegar skyttur fengnar til að hafa það í fórum sínum á Norðurlandi og Vestfjörðum.
Það rifjast upp fyrir mér atvik er ísbirni var banað úti á rúmsjó fyrir þó nokkrum árum.
Hvað haldið þið? Er nauðsynlegt að skjóta þá?
Ísbjörn: Ráku upp stór augu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2008 | 00:15
Ferðasaga.
Ég fór um helgina í ferðalag. Fyrsti stoppistaður var Hauganes, þar sem mjög spennandi leikur milli Hugins og Dalvíkur Reynis fór fram. Leikurinn fór 3 -3 eftir mikla spennu.
Síðan vorum við á Hvammstanga hjá foreldrum mínum um helgina. Mamma og pabbi hafa verið veik undanfarið, en eru nú að ná sér upp eftir það, vona ég. Alltaf er nú gott að koma á Hvammstangann til þeirra.
Björgunarsveitin stóð fyrir hátíðarhöldum þar eins og venjulega á sjómannadaginn og meðal annars var Selasetrið opnað, ökutækjasýning og opnuð sýning á verkum Gunnþórs Guðmundssonar. Einnig var skemmtisigling og tombóla og sjómannadagskaffi. Síðan ekki síst var ágætt atriði við Félagsheimilið. Það sá ungmennadeild slysavarnarfélagsins um. Unglingarnir sýndu sig við Félagsheimilið. Reyndar tók ég eftir því kvöldið áður að þeir voru að æfa sig.
Mér fannst sýning á verkum Gunnþórs afar athyglisverð.
Lífskoðun hans kemur þar skýrt fram. Hún er mjög heil og þroskuð, að mínu mati.
Á sýningunni eru myndir eftir hann og nokkur spakmæli hans. Hér eru dæmi:
"Ég lýt þeim Guði sem leyfir mér að hugsa sjálfstætt og þroskast af reynslunni."
"Í stað þess að leita ljóssins flúðum við á vald myrkursins því leikföng okkar voru hættuleg upplýstum borgum."
"Mundi nú ekki vera kominn tími til að biðja máttarvöldin að bjarga okkur frá eigin afglöpum."
"Enginn getur gert af því hverju skýtur upp í huga hans en hann getur verið misjafnlega gestrisinn við hugsanir sínar."
"Það er ekki gott að kaupa vont gott. Þó getur vont gott verið betra en gott gott."
"Allir þurfa að eiga sér vonarland og því nær sem það er því betra."
"Sá sem er niðri í lægðinni þar ekki að óttast fallið."
"Guð er lengi að skapa. En hann gerir það vel. Honum liggur ekkert á."
Í orðlausri Innlifun átt þú þínar stærstu stundir í lífinu."
"Eitt af einkennum fáfræðinnar er að menn halda að þeir viti heilmikið."
"Hví skyldi sólarlagið vera svona fagurt, nema til að boða nýjan dag."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 21:48
Gott að viðgerð er lokið á ljósleiðara.
Viðgerð er lokið á ljósleiðara sem slitnaði í jarðskjálftanum í dag.
Þetta leiðir hugann að staðarvali netþjónabúa. Það virðist vera varhugavert að stasetja þau öll á jarðskjálftasvæðum, með tilliti til öryggis.
Viðgerð lokið á ljósleiðara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 22:16
Steingrímur er umboðslaus!
Steingrímur Sigfússon er þegar öllu er á botninn hvolft umboðslaus í afstöðu sinni til Evrópusambandsmála.
Vinstrisinnar alls staðar í Evrópu eru Evrópusinnar.
Félagshyggjufólk alls staðar um lönd leggst harkalega gegn gríðarlegu arðráni sem getur verið í formi síendutekninna gengisfellinga og okurvaxta á Íslandi.
Þegar hann segir að Ingibjörg hafi ekki umboð í málefnum Evrópusamstarfs hittir hann sjálfan sig fyrir.
Málið er að hann einn og lítil klíka hefur bitið í sig að vera á móti Evrópusamstarfi.
Samfylkingin hefur efnt til umræðu um málið og almennrar atkvæðagreiðslu um málið.
Samkvæmt skoðanakönnunum er sístækkandi hluti stuðningsmanna vinstri grænna Evrópusinnar.
Þannig að segja má að Steingrímur sjálfur sé umboðslaus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.5.2008 kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2008 | 19:03
Útskriftardagur Hrefnu!
Á föstudag var merkur dagur hjá henni Hrefnu tengdamóður minni.
Eftir margra stunda nám hennar hefur hún lokið námi sem sjúkraliði.
Hún hefur unnið í mörg ár við umönnun sjúkra, lengst af á Kleppspítalanum. Þar kom í ljós að hún hefur afar gott lag á umgengni við fólk sem er öðruvísi og hefur jafnvel ranghugmyndir um umheiminn.
Á þeim árum, sem hún stundaði grunnskólanám, átti skólakerfið fá ráð til að styðja nemendur með námsörðugleika. Orð eins og lesblinda þekktist ekki. Nemendur sem áttu við slíka örðugleika að stríða þeir lærðu þó ýmislegt í skóla, til dæmis það að trúlega væri vonlaust fyrir þá að leggja í bóknám. Það væri þeim ofviða. Í dag myndum við segja að skólakerfið hefði haft ranghugmyndir um umheiminn, eða allavega um getu nemenda sinna. Það var úrræðalaust í þessum efnum, þrátt fyrir að þar væru margir góðir kennarar að störfum.
Þess vegna er það glæsilegt afrek hjá henni Hrefnu tengdamóður minni að ljúka námi sem sjúkraliði.
Það eru ekki margir með hugrekki til að brjóta slíkan ís, sem það var fyrir hana að fara í þetta nám.
Til hamingju með þennan áfanga, Hrefna mín.
Bloggar | Breytt 25.5.2008 kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2008 | 19:03
Ný tískuverslun á Seyðisfirði
Ný verslun hefur verið opnuð á Seyðisfirði og nefnist hún Prýði.
Bilun hjá Riknistofunni tafði lítillega afgreiðslu þar, en fjölmargir viðskiptavinir litu inn í verlunina á þessum fyrsta degi.
Verslunin selur tískufatnað á dömur herra, börn og krakka og einnig má þar versla minjagripi og skó.
Verslunin er til húsa í Norðurgötu á Seyðisfirði.
Ekki hægt að greiða með kortum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar