Útskriftardagur Hrefnu!

Á föstudag var merkur dagur hjá henni Hrefnu tengdamóður minni.

Eftir margra stunda nám hennar hefur hún lokið námi sem sjúkraliði.

Hún hefur unnið í mörg ár við umönnun sjúkra, lengst af á Kleppspítalanum.  Þar kom í ljós að hún hefur afar gott lag á umgengni við fólk sem er öðruvísi og hefur jafnvel ranghugmyndir um umheiminn. 

Á þeim árum, sem hún stundaði grunnskólanám, átti skólakerfið fá ráð til að styðja nemendur með námsörðugleika.  Orð eins og lesblinda þekktist ekki.  Nemendur sem áttu við slíka örðugleika að stríða þeir lærðu þó ýmislegt í skóla,  til dæmis það að trúlega væri vonlaust fyrir þá að leggja í bóknám.  Það væri þeim ofviða.  Í dag myndum við segja að skólakerfið hefði haft ranghugmyndir um umheiminn,  eða allavega um getu nemenda sinna.  Það var úrræðalaust í þessum efnum, þrátt fyrir að þar væru margir góðir kennarar að störfum.

Þess vegna er það glæsilegt afrek hjá henni Hrefnu tengdamóður minni að ljúka námi sem sjúkraliði.

Það eru ekki margir með hugrekki til að brjóta slíkan ís,  sem það var fyrir hana að fara í þetta nám.

Til hamingju með þennan áfanga,  Hrefna mín.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Jón Halldór, þetta var sko frábær og stór áfangi sem hún náði þarna frúin.

Til hamingju með hana!!! ;-)

Kv. Begga 

Begga mágkona (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 20:45

2 identicon

Já hún amma er sko klár kona og bráðum geturðu bloggað um útskriftardag Hrefnu, DÓTTUR þinnar :) Ertu ekki spenntur fyrir því? :D

Hrefna Sif (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 134026

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband