Málningarblogg.

Undanfarna viku höfum við hjónin verið að mála húsið okkar.

Undirbúningur málunar er töluvert tímafrekur ef vel á að takast til.  Þess vegna höfum við verið að skrapa,  bursta og grunna og að sjálfsögðu að mála.  Nú er húsið að taka á sig mynd og erum við bara nokkuð ánægð með árangurinn.

Einnig ákváðum við að endurnýja þakkanta og svalirnar, sem voru orðnar lúnar.  Síðan ákváðum við að setja skraut í kringum glugga og útskorna sperruenda og hæðabryddingar.  Við vorum svo stálheppin að geta fengið aðstoð hjá smiðnum í fjölskyldunni sem er búinn að vera ómetanlegur í öllu þessu.

Hún Begga systir er búin að biðja um myndir af húsinu og hér kemur fyrsta myndin.

grátt hús

 


Rigningarblús.

Ég sit hér á seglinum og söngla minn rigningarblús.

Ég byrjaði í sumarfríi á mánudaginn og ætlaði að nota það til að sóla mig og mála húsið.  Það hefur ekki gengið vel,  því að það hefur rignt í tíma og ótíma.  Þó erum við búin að kaupa málningu og fleira sem til arf til að geta málað.  Þannig að nú bíður maður bara eftir betrea veðri.  Ég var svo heppinn að hafa gest sem er trésmiður,  þannig að hann er byrjaður að lagfæra eitt og annað utanhúss sem laga þurfti.

Þó er ekki allt efni komið enn.

Svo hef ég skotist í önnur verkefni með. Til dæmis til tannæknis og svo hafa verið einhverjir fundir hjá íþróttafélaginu Huginn.

Eftir mikla rigningu í gær er völlurinn mígandi blautur og ekki hægt annað en fresta fyrirhuguðum leik sem vera átti á morgun.  Herramennirnir frá Dalvík Reyni eru væntanlegir og erum við í viðræðum um að fresta leiknum.

Svo urðu ansi mikil tímamót hjá Íþróttafélaginu Huginn á mánudaginn.  Þá hætti Jóhann Hansson í stjórn eftir 38 ára starf og ný aðalstjórn var kjörin.   Annars er starfsemi íþróttafélagsins aðallega á höndum deilda félagsins,  þannig að þetta er nú ekki svo mikil breyting á starfi félagsins. 


Karnivalstemming!

Í kvöld spilaði Huginn sinn fyrsta heimaleik í sumar.  Mótherjarnir voru Spyrnir frá Egilsstöðum.

Því miður var veðrið ekki upp á það besta. Það rigndi allan leikinn og í seinni hálfleik var bara rok og helli rigning.

Það var samt hellingur af fólki ávellinum og flott stemming.  Stuðningsmenn Hugins hvöttu sína menn allan tímann og voru trommur barðar og sungin frumsamin lög og allur pakkinn.  Í skítaveðri. Manni dettur í hug karnival í slagvirði.  Sennilega eru stuðningsmenn Hugins með þeim allra bestu á landinu.  Eru i Landsbankadeildinni í þeirri grein.

Strákarnir í liðinu eru flottir líka. Taktíkin er sókn og spila. Ekki liggja í vörn og ekki kýla fram.

Síðasti leikur Hugins var á Höfn gegn góðu liði Sindra og töpuðu mínir menn þar 3-4.

Í kvöld var hins vegar sigur, 6-1.

Vantar ekki mörkin.

huginsmerki


Byggðastefna stjórnvalda, vs. byggðastefna heimamanna.

Víða um land eiga byggðarlög undir högg að sækja.  Búið er að greina vandann víða um land með margs konar skýrslugerð fræðinga að sunnan, sem ýmsar opinberar stofnanir hafa styrkt.

Skýringarnar liggja fyrir:  Ástæðan er breytt atvinnumynstur, aukin tæknivæðing, hagræðing í sjávarútvegi og úrvinnslu landbúnaðarvara, skortur á námsframboði og þjónustu. 

Úrræðin eru að heimamenn eigi að sækja fram á eigin forsendum,  nýta ný tækifæri, sem byggja á aðstæðum á herjum stað.  Þetta hafa byggaðarlögin legt sig fram um að gera.

Stjórnvöld hafa mikinn vilja til að verja byggðirnar áföllum og viðhaft góð orð um öfluga byggðastefnu.  Opinberar tölur sýna að nánast öll fjölgun opinberra starfa undanfarin 20 ár hefur orðið á Reykjavíkursvæðinu.  Á liðnum árum hefur töluverð viðleitni verið til að færa opinber störf út á landsbyggðina og einkum og sér í lagi hefur Magnús Stefánsson fyrrum félagsmálaráðherra verið "Traustur vinur" landsbyggðarinnar í þessu sambandi og "gert kraftaverk" í flutningi opinberra starfa til staða í sínu kjördæmi.

Undanfarna mánuði hefur svokölluð Norð Austurnefnd unnið að flutningi starfa og eflingu verkefna á ýmsum stöðum austanlands sem ekki hafa notið uppbyggingar stóriðju og stórvirkjana undanfarinna ára.  Hafa sumar hugmyndir þeirra stöðvast á borðum embættismanna og virðist vilji þeirra stundum sterkari en hið pólitíska vald.  Virðist skýrsla þeirra nefndar lítt gagnast þeim stöðum sem efndu til starfsins, en fjármunirnir lenda einhversstaðar annars staðar, ef ég hef heyrt rétt.

Annað áfall, sem ég verð að nefna fyrir landsbyggðarstefnu vora er staðarval fyrir stjórnstöð Vatnajökulsþjóðgarðs.  Vatnajökulsþjóðgarður er í túnfætinum á tveimur þéttbýliskjörnum,  Egilsstöðum og Hornafirði.  Á báðum þessum stöðum er verið að byggja upp fræðastofnanir og skólasetur á æðra námsstigi.  Á báðum stöðunum eru stjórnsýslu miðstöðvar svæðis og mikil þekking og forysta á vettvangi ferðamála.   Báðir staðirnir hefðu verið fullsæmdir sem aðsetur forstöðumanns þjóðgarðsins.

Lifið heil.

 


Þjóðhátíðardagur á Seyðisfirði.

Ég tók þátt í hluta af hátíðarhöldunum hér í bæ að þessu sinni.

Dagskráin hófst í morgun með því að lagður var blómsveigur að leiði Björns Jónssonar íþróttafrömuðar. Klukkan 14.00 var skotið af fallbyssu við ráðhús bæjarins.  Það verk annaðist  Jóhann Sveinbjörnsson fyrrverandi bæjargjaldkeri að vanda.

Síðan gengu hátíðargestir í skrúðgöngu að kirkjunni, þar sem hátíðardagskrá var haldin.  Þar var ávarp fjallkonu.  Var það ávarp óvenjulegt.  Það fjallaði um fjallkonuna sem fannst fyrir ofan Seyðisfjörð.  Hún var prúðbúin ung kona sem kannski var á leið frá  Loðmundarfirði til Seyðisfjarðar.  Hún var kannski frá Suðureyjum og í stuttu máli var í ávarpinu sett fram hugmynd um hers konar mannseskja lét líf sitt þarna fyrir þúsund árum.  Þetta ávarp var vel við hæfi stað og stund.

Síðan söng Björt Sigfinnsdóttir þjóðsaunginn án undirleiks.  Hef ég ekki heyrt hann betur sunginn áður.

Því næst var hátíðarræða Ingólfs Steinssonar flutt.  Fjallaði hann um ættjarðarást.  Um það hvernig íslendingar sem búa erlendis sakna Íslands. Um það hvaða tilfinningar hann ber til Seyðisfjarðar og þær fallegu minningar sem hann á tengdar staðnum.  Að þessu loknu söng hann lag sitt um konungsríki fjallanna með aðstoð Einars Braga.  

Leikskólabörn sungu loks 3 vel valin lög fyrir samkomu gesti.

Alveg frábær samkoma í kirkjunni.

Eftir þetta gat fólk farið á hestbak, róið kajak, fengið sér kaffi og köku eða lært þjóðdansa.

 Síðan var dj Ívar með dansmúsik fyrir yngri kynslóðina.

Góður þjóðhátíðardagur á Seyðisfirði. 

 


Sláturtíð hafin!

Mér sýnist að sláturtíð sé hafin í Skagafirði.  Ansi snemma þetta árið.

Björninn tók á rás í átt til sjávar og þá var ekki um annað að ræða en að aflífa hann.  Af hverju veit ekki hann ég.

Til hamingju með þjóðhátíðardaginn! 


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlinn í tunglinu

Ég var að koma af listahátíðinni "Karlinn í Tunglinu" sem er listahátíð barna á Seyðisfirði.

Þetta er í 11. sinn sem þessi hátíð er haldin og heppnaðist hún vel eins og venjulega.

Mér finnst krakkarnir alltaf vera virkari og sjálfstæðari í þessu starfi og virkilega ánægjulegt framtak að halda svona.

Það er komið með tré pappír, spýtur, lím, handverkfæri, málningu skrúfur og nagla, kaffi, djús og svo er bara málað, smíðað og litað út í eitt.  Stundum hefur verið lagt upp með þema, en nú var þetta bara frjálst.

Pétur Kristjáns í Tækniminjasafninu er upphafsmaður hátíðarinnar og aðal umsjónarmaður. 

Takk fyrir mig. 


Sumartími hagsmunamál alls landsins.

Komið hefur fram í umræðunni undanfarna daga að sumartími er orkusparandi fyrir landsmenn.

Margir hafa spurt af hverju þessi umræða er svona brennandi mál fyrir Seyðfirðinga.  Ástæða þess er reyndar ekki ein, en þó helst sú að vegna hárra fjalla sest sólin hér klukkan 18.30 og kemur aftur upp klukkan 4.00.

sólarium

Ef sumartíminn hér yrði 2 tímum á undan myndi sólinkoma upp kl. 6 og setjast aftur kl. 20.30.  Ég hef búið hér á þessum stað í 27 ár eða rúman helming ævinnar.  Líka mér afar vel að búa hér, en ég verð þó að viðurkenna að kvöldsólin er eitt af því sem ég sakna mest.

sumar

Ef tekinn yrði upp sumartími og klukkunni flýtt  um 2 tíma á landsvísu yrði lífið bjartara á Seyðisfirði.  En það yrði það líka fyrir alla aðra. Sólin kemur alveg jafn snemma upp annars staðar og allir landsmenn fengju sólríkara síðdegi.

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband