29.9.2008 | 11:42
Seyðisfjörður þarf betri samgöngur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 13:41
Seyðfirðingar stoltir af leiðtoganum sínum.
Í vikunni vann Ómar Bogason forseti bæjarstórnar Seyðisfjarðar mikið afrek. Hann flaug yfir Fjarðarheiðina á heimagerðum vængjum fyrir afli úr 18 brúsum af kveikjaragasi.
Ómar sem hefur verið óþreytandi að berjast fyrir gerð jarðganga til Seyðisfjarðar sagði að tilraun sín væri til að vekja athygli á samgöngum við Seyðisfijörð.
"Seyðisfjörður er gamall bær, en við þurfum nútíma sagmgöngur", sagði hann kankvíslega og strauk vængjum sínum til að leggja áherslu á orð sín.
Myndina tók Haraldur Snær áhugaljósmyndari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 11:53
Umboðsmaður Austurlands!
Nei, nei, nei, ég er ekki umboðsmaður Íslands. Ég er ekki með samning við stjörnurnar þannig að þær megi ekki vera hjá einhverjum öðrum líka. Ég er meira svona tengiliður. Já, ókei. Þú mátt kalla mig tengilið Lionsklúbbs Seyðisfjarðar," segir Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri og tengiliður Seyðisfjarðar.
Gunnar, hefur nú verið í forsvari fyrir skemmtinefnd Lionsklúbbs Seyðisfjarðar í mörg ár, hefur haft milligöngu um að mynstra stjörnur á skemmtanir reddar skemmtiatriðum, jólasveinum, skemmtikröftum, árshátíðarmyndböndum og stemmningu. Og það eru engar smástjörnur á mála hjá honum. Svo bara sé litið til þeirra sem gefa kost á sér í veislustjórn þá eru þar menn allt frá Sigga Jóns upp í Valda Jó.
Rafvirkjar, framkvæmdastjórar, bílstjórar, eldri borgarar og opinberir starfsmenn eru þarna áberandi: Rúnar R, Ómar Bo, Jón Halldór, Bragi Blú, Gæi paint, Lalli Bja, Gaui Ósk listinn er tilkomumikill óneitanlega.
Allt sem hugurinn girnist hvað skemmtilegt fólk varðar. Og veislustjórateymi. Addi Guðmunds og Óla Lomm, og þeir búkarestfélagar Grétar á Stöðinni og Hjálmar Níels. Og svo Gunni sjálfur og Snorri Jóns, sem vinnur reyndar með honum. Af hverju vill hann ekki vera með konu sinni frekar en þér, spyr blaðamaður Gunnar forviða? Hann vill þetta. Þeim semur svo illa. Nei, nei, ég veit það ekki. Hann gerir það líka. Þetta er bara frekja í mér," segir Gunnar spaugandi.
Auðvitað kostar að fá stjörnurnar í veisluna en þær er hægt að fá frá um hundrað þúsund krónum og upp úr. Fer eftir því hvað menn vilja fá. En innifalið í því er yfirleitt eitt skemmtiatriði og svo kynning á dagskrá og er viðvera þá um þrír tímar. Oft þarf að funda með viðkomandi og leggja línurnar. Gunnar útvegar líka hópa til að sjá um réttu stemninguna ef um þemaveislur er að ræða.
Það getur verið kúnst að raða þessu öllu upp svo vel sé. Ætli Lárus sé ekki dýrastur. Enda tekur hann ávallt mig með sér. Svo eru þeir félagar Siggi Valda og Jón Halldór í þeim klassa einnig en þeir eru nánast hættir og taka bara að sér stórar veislur," segir Gunnar aðspurður en hann harðneitar að svara því hver sé ódýrasti veislustjórinn sem hann bjargar í veisluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2008 | 15:34
Skundað í skúrinn....
Faðir minn, hann Guðmundur Jónsson átti í mörg ár góðan nágranna sem hét Daníel Daníelsson frá Tannstöðum í Hrútafirði. Daníel er látinn fyrir nokkrum árum.
Einu sinni færði Daníel pabba vínpela og fékk að launum þessa vísu:
Skunda ég oft í skúr til þín,
skemmtilega karlinn dái.
Þeir sem breyta vatni í víni,
vini eiga á hverju strái.
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2008 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2008 | 22:17
Eftirminnileg ferð.
Ég fór í gönguferð í dag. Hófst gangan við sæluhús á Fjarðarheiði, eða kofa eins og ahnn er kallaður. Síðan lá leiðin inn á Fjarðarheiði og að Vestdalsvatni. Gengum við austan vatns og að þeim stað þar sem Fjallkonan fannst. Skoðuðum það svæði allt all vel.
Síðan skoðuðum við vel ofanverðan Vestdal og gengum síðan merkta gönguelið niður Vestdal.
Veður var ágætt, nokkuð hvass vindur á köflum, en þokkalega hlýtt.
Bjartviðri og mjög gott skyggni.
Kom heim afar þreyttur og sárfættur, en ánægður með að hafa skoðað þetta svæði.
Lífstíll | Breytt 24.9.2008 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 19:15
Alltaf í boltanum.
- Ég ætla bara að minna menn á að tippa í sitt lið og merkja miðann félagsnúmer 710 þá rennur áheitið á góðan stað, þeas Huginn.
- Í íslenska boltanum gerðust þau tíðindi í vikunni að ÍA féll í 1. deild. Ég er þess fullviss að liðið kemur margeflt upp í Landsbankadeild sumarið 2010 og verður í toppbaráttunni.
- Landsbankadeildin hefur verið mögnuð í sumar og virkilega gaman að sjá mitt uppáhaldslið, Keflavík, blómstra og þeir eiga möguleika á að tryggja sér titil í leik gegn FH á sunnudaginn.
- En hverfum næst til minna manna í Englandi, Leeds United. Þeir eiga erfiðan leik á morgun gegn Carisle á morgun. Þessi lið eru í baráttunni í tiltekinni deild núna, en hafa átt misjöfnu gengi að fagna um dagana. Það er skemmtileg staðreynd að síðast þegar Leeds vann Englandsmeistara titilinn, árið 1992, þá lenti Carlisle í neðsta sæti í 4. deild, sem sagt neðstu deld.
- Að lokum vil ég minnast á einn leikmann sem lék með Leeds united 1989 til 1990, þegar liðið var í næst efstu deild. Hann var mikill keppnismaður og "setti svip á bæinn", eins og sagt er. Hann þoldi til dæmis ekki að missa leikmann fram hjá sér og uppskar þá oft rautt eða í besta falli gult spjald að launum. Myndin sem prýðir þessa grein sýnir einmitt hve mikið keppnisskap Vinnie Jones var og er. Þess má geta að hann hefur seinni árin getið sér gott orð sem kvikmyndaleikari.
Góða helgi.
Íþróttir | Breytt 24.9.2008 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 12:07
Samstaða um jarðgöng!
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkti ályktun um gangagerð á fundi sínum í gær. Var hún samþykkt einróma og fylgdi henni greinargerð til skýringar.
Það er skoðun bæjarstjórnar og ég leyfi mér að segja allra bæjarbúa, að mjög brýnt sé fyrir Seyðisfjörð að fá örugga tengingu við íslenska vegakerfið sem fyrst með jarðgöngum, hvort sem bein tenging við Hérað verður fyrir valinu eða önnur leið.
Ég leyf mér að setja hér inn frétt sfk.is af fundinum.
Jarðgangamál rædd í bæjarstjórn |
fimmtudagur, 18 september 2008 | |
Oddvitar flokkanna í bæjarstjórn lögðu fram svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn Seyðisfjarðar á bæjarstjórnarfundi í gær: Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að leita allra leiða til að gerð verði jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Smellið á nánar til þess að lesa greinargerðina sem lögð var fram með tillögunni. Greinargerð með tillögu: Vegurinn er eina samgönguleið Seyðfirðinga landleiðis og skiptir því gríðarlega miklu máli að hann sé greiðfær allt árið um kring. Í áratugi hefur hann þjónað þeirri miklu umferð sem skapast hefur með bílferjunni Norrænu. Með lengingu á árlegu siglingatímabili ferjunnar kemur enn betur í ljós hversu mikill farartálmi Fjarðarheiðin er. Jafnvel þótt á björtum sumardegi sé, er vegurinn varasamur, hvað þá þegar færð spillist og hálka, snjór og skafbyljir bætist við. Seyðfirðingar hafa lengi þrýst á að gerð verði jarðgöng til staðarins. Hugmyndir um bestu framkvæmd þess verks hafa verið breytilegar í áranna rás, nú síðast stórhuga tenging þéttbýliskjarna Mið-Austurlands með jarðgöngum allt frá Eskifirði um firði til Héraðs, kynnt undir vinnuheitinu Samgöng. Það hefur verið sannfæring okkar og er ennþá að slík mannvirkjagerð væri hagkvæmari öll í einu lagi frekar en hver jarðgöng ein og ein. Áratuga stórhuga barátta Seyðfirðinga fyrir jarðgöngum hefur litlu skilað. Seyðfirðingar hafa sýnt öðrum jarðgangaframkvæmdum í landinu mikinn skilning og staðið heilshugar að baki þeim. Nú er einfaldlega komið að Seyðfirðingum. Við óbreytt ástand í samgöngumálum geta Seyðfirðingar ekki lengur við búið. Tillagan er framlögð af oddvitum beggja flokka í bæjarstjórn. Tillagan samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2008 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 15:52
Seyðisfjörður: Mikill áhugi á sameiningu við annað sveitarfélag.
Í skoðunarkönnun sem verið hefur í gangi á þessari síðu kom í ljós að um 70 % vilja að Seyðisfjörður leiti sameiningar við annað sveitarfélag. Þar af vilja 40% sameiningarviðræður strax en hin 30 prósentin vilja stefna að sameiningu, en ekki við núverandi samgönguaðstæður bæjarins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2008 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 13:17
Norröna afgreidd að næturþeli!
Bílferjan Norröna var tollafgreidd í nótt, en hún lagðist að bryggju kl. 3.00 í nótt. Fór skipið um klukkan 7.00 með mun fleiri bíla og farþega en komu með henni. Það er gleðilegt hve mikil umferð er með ferjunni fram á haustið.
Ástæða þessa óvenjulega afgreiðslutíma er einkum sú að veðurhorfur á hafinu fyrir suð austan land eru slæmar í dag, en leyfarnar af Ike eru að fara yfir Atlantshafið í dag og á morgun.
Veðrið í dag á Seyðisfirði er hins vegar afar gott 15 stiga hiti og sólskin. Þó er smá andvari af suðaustri og útlit fyrir að nokkuð hvessi í nótt og fyrramolið.
Meðal þess sem fór út mð ferjunni voru bílar með búnað Cirkus Agora. Áformuð sýning "sirkússins" norska á Egilsstöðum í kvöld fellur niður af þessum sökum. Þess vegna má segja að horfur séu á því að eini hópurinn sem verði fyrir barðinu á fellibylnum mannskæða á Íslandi verði sem sagt blessuð börnin hér á Austurlandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 13:04
Ferð Norrönu flýtt!
Það er frábært að áætlun skipsins er svo rúm að unnt er að sneiða hjá illvirðum sem fyrirsjánleg eru á hafinu hér á milli Íslands og Færeyja.
Siglingar skipsins hafa gengið sérdeilis vel á þessu ári og í sumar. Algert met í farþegafjölda og er ferjan mikilvæg fyrir þjóðarbúið, því að erlendir ferðamenn sem koma með henni eru hér að meðaltali um 3 vikur og færa þjóðabúinu einhverja milljarða í gjaldeyristekjur.
Auk þess er ferjan mikilvæg leið fyrir ýmsa flutninga. Sirkus sem verið hefur á ferð um landið, kom einmitt með henni og um daginn komu 120 stk glæsilegur Volkswagen bílar sem eru hér á landi til að evrópskir blaðamenn geti prófað þá í okkar fallega landslagi.
Það er að mínu mati fátt dásamlegra en að keyra um okkar fagra land og mér finnst sá tími sem nú er að ganga í garð vera fallegasti árstíminn.
En sem sagt; Hundar og tollarar vakna til starfa í nótt þegar flestir landsmenn sofa áhyggjulausir vært á sínum kodda. Vonandi getum við sofið rótt og treyst því að löggæslumenn og tollarar hér eystra geri áfram sitt allra besta til að stemma stigu við innflutningi fíkniefna.
Ferð Norrænu flýtt vegna veðurspár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Í kjölfarið á samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um jarðgöng hafa orðið miklar umræður hér Austanlands.
Meðal annars hefur forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sett fram þá ásökun á bloggsíðu sinni að með samþykktinni hafi Seyðfirðingar rofið samstöðuna um Samgöng! Telur hann að þessi samþykkt bæjarstjórnar sé í andstöðu við almenna bæjarbúa á Seyðisfirði.
Ég er viss um að mikill meiri hluti bæjarbúa á Seyðisfirði sé mjög ánægður með ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.
Hún er gerð eftir að bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafði lagt mikinn þunga, fjármuni og tíma í það að berjast fyrir hugmyndinni um Samgöng. Hugmyndin um Samgöng er stórkostlegt tækifæri til að mynda eitt öflugt samfélag á Austurlandi. Kannski vantar ekki mikið á að hægt sé að hrinda því í framkvæmd. Ef þau göng eru jafn hagkvæm og mér sýnist þau vera er undarlegt að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið séu ekki jafn áhugasöm um þau og félagsmenn í samtökunum Samgöng.
Hugmyndin um Samgöng hefði verið frábær fyrir Norðfjörð og ég veit að margir voru oft svekktir yfir því að forsvarsmenn Fjarðabyggðar (að forseta bæjarstjórnar undanskildum) sýndu málinu ekki eindreginn stuðning.
Hins vegar er það svo að Seyðisfjörður þolir ekki lengri bið í samgönguúrbótum. Heilsárssiglungar Norrönu og frekari uppbygging atvinnustarfsemi hér eru erfið við núverandi samgöngur.
Margskonar atvinnustarfsemi krefst betri samganga. Að eiga aðgang að stærra atvinnu og þjónustusvæði, gerir svæðið fýsilegri kost til búsetu. Vegurinn um Fjarðarheiði er eina tenging okkar við íslenska vegakerfið. Þessi stundum fallega leið getur verið stórhættuleg. Já, og svo eru bættar samgöngur líka til að örva verslun, bæði á Héraði og Seyðisfirði.
Að tala um Bónus í því sambandi við þessa ályktun er hrein móðgun við Seyðfirðinga og lýsir vanþekkingu á aðstöðu Seyfirðinga.