Samstaða um jarðgöng!

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkti ályktun um gangagerð á fundi sínum í gær.  Var hún samþykkt einróma og fylgdi henni greinargerð til skýringar.

Það er skoðun bæjarstjórnar og ég leyfi mér að segja allra bæjarbúa,  að mjög brýnt sé fyrir Seyðisfjörð að fá örugga tengingu við íslenska vegakerfið sem fyrst með jarðgöngum,  hvort sem bein tenging við Hérað verður fyrir valinu eða önnur leið.

Ég leyf mér að setja hér inn frétt sfk.is af fundinum.

 

Jarðgangamál rædd í bæjarstjórn
fimmtudagur, 18 september 2008

Oddvitar flokkanna í bæjarstjórn lögðu fram svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn Seyðisfjarðar á bæjarstjórnarfundi í gær:  “Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að leita allra leiða til að gerð verði jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs.”   Smellið á nánar til þess að lesa greinargerðina sem lögð var fram með tillögunni.

Greinargerð með tillögu:
Þjóðvegurinn frá Seyðisfirði til Egilsstaða er 27 km langur, en liggur hæst í meira en 600 metrum yfir sjávarmáli, hærra en nokkur annar vegur,  sem er eina vegasamband þéttbýliskjarna á Íslandi við nágrannana.

Vegurinn er eina samgönguleið Seyðfirðinga landleiðis og skiptir því gríðarlega miklu máli að hann sé greiðfær allt árið um kring. Í áratugi hefur hann þjónað þeirri miklu umferð sem skapast hefur með bílferjunni Norrænu. Með lengingu á árlegu siglingatímabili  ferjunnar kemur enn betur í ljós hversu mikill farartálmi Fjarðarheiðin er. Jafnvel þótt á björtum sumardegi sé, er vegurinn varasamur, hvað þá þegar færð spillist og hálka, snjór og skafbyljir bætist við.

Seyðfirðingar hafa lengi þrýst á að gerð verði jarðgöng til staðarins.  Hugmyndir um bestu framkvæmd þess verks hafa verið breytilegar í áranna rás, nú síðast stórhuga tenging  þéttbýliskjarna Mið-Austurlands með jarðgöngum allt frá Eskifirði um firði til Héraðs, kynnt undir vinnuheitinu “Samgöng”. Það hefur verið sannfæring okkar og er ennþá  að slík mannvirkjagerð væri hagkvæmari öll í einu lagi frekar en hver jarðgöng ein og ein. 
Erfitt virðist vera að afla svo stórhuga framkvæmd fylgis í einum áfanga.

Áratuga stórhuga barátta Seyðfirðinga fyrir jarðgöngum hefur litlu skilað. Seyðfirðingar hafa sýnt öðrum jarðgangaframkvæmdum í landinu mikinn skilning og staðið heilshugar að baki þeim. Nú er einfaldlega komið að Seyðfirðingum. Við óbreytt ástand í samgöngumálum geta Seyðfirðingar ekki lengur við  búið.

Tillagan er framlögð af oddvitum beggja flokka í bæjarstjórn.
Ólafur Hr. Sigurðsson
Vilhjálmur Jónsson.

Tillagan samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um leið og göng koma hefst sameiningarferli..nokkuð víst.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er næsta víst, eins og Rauða Ljónið myndi segja.

Jón Halldór Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband