29.1.2009 | 12:23
Einar Kristinn og hvalveiðarnar.
Einar Kr Guðfinnsson virtist standa sig vel sem ráðherra. Hann virkaði mjög varfærinn í orðum og gerðum og mörgum þótti hann í raun alltof ákvarðanfælinn og varfærinn. Til dæmis til að auka þorskkvótann, sem lá í loftinu allt frá því í haust. En loks kom það.
Nú í vikunni eftir að hann er orðinn hluti af starfsstjórn ,sem aðeins tekur nauðsynlegustu ákvarðanir bregður við nýmæli hjá manninum. Hann gefur út margra ára hvalveiðikvóta, en í fyrra var í fyrsta skipti í mörg ár gefinn út hvalakvóti í atvinnuskyni. Sá kvóti veiddist ekki og þar að auki er enginn markaður fyrir þessa annars ágætu afurð.
Ég tel að þessi gjörningur Einars sé dæmi um afar óvandaða stjórnsýslu, svo ekki sé meira sagt.
Ég tel að við eigum að veiða hvalinn í rannsóknarskyni og nýta þær afurðir sem til falla. Hvalkjöt er mjög góður matur og ég sakna þess sáran að fá ekki slíkt að borða oftar. Fyrir 2 árum var ég svo heppinn að fá hvalkjöt á veitingahúsinu Bautanum á Akureyti og varð reyndar fyrir vonbrigðum með kjötið. Það var ekki vel eldað, sem er undarlegt því Bautinn er einn albesti veitingastaður landsins.
Í framhaldi af hvalamálinu má nefna að Kristján Loftsson var í einum skemmtilegasta skemmtiþætti sem ég hef séð að þvaðra um hvalveiðar. Maðurinn brást við öllum mótrökum með stórfyndnum hætti. "Og hvað með það?". "Þetta eru Evrópusambandsþjóðir". "Þetta er sænskur ráðherra". Hann hefði trúlega aðeins virt sjónamið suðuramerískra einræðisherra og rússneskra kommissara, eða hvað? Þeir sem misstu af viðtalinu geta séð það á ruv.is og svo verður það trúlega endurflutt í Spaugstofunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 22:50
Þjóðargjaldþroti afstýrt.
Var að lesa frétt um viðtal við Björgvin Guðna Sigurðsson fráfarandi viðskiptaráðherra. Þar segir meðal annars:
"Að sögn Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiparáðherra, verður staða bankanna farin að skýrast til mikilla muna innan nokkra vikna. Í viðtali við Ingva Hrafn Jónsson á sjónvarpsstöðinni Ínn sagði hann að efnahagsreikningar bankanna muni liggja fyrir í febrúarlok.
Björgvin sagði einnig að Ísland sé ekki lengur á barmi þjóðargjaldþrots. Það hafi tekist að afstýra því. Í viðtalinu sagðist hann vera bjartsýnn á að vel gengi að reisa efnahag landsins við.
Björgvin sagði að hugsanlega yrðu lán heimilanna færð niður og jafnvel fryst. Jafnvel að höfuðstóll lána yrði færður niður. Einnig sagði hann að hugsanlega yrði erlendum lánum skulbreytt."
Mér finnst það sem þarna kemur fram þess eðlis að full ástæða hefði verið að greina frá þessu fyrr. Staða efnahagsmála og það sem framundan er kemur almenningi alveg við, bæði það sem verra er, og eins það sem til bóta horfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2009 | 23:05
Norröna til Seyðisfjarðar 3. febrúar.
Í síðustu viku bárust þær góðu fréttir að ferjan Norröna muni hefja á ný siglingar til Seyðisfjarðar 3. febrúar næst komandi.
Þetta eru frábærar fréttir, en áður hafði ekki verið von á henni fyrr en í apríl byrjun. Mun skipið einbeita sér að vöruflutningum og einnig geta farþegar keypt hopp fargjöld, þeas ekki er unnt að bóka fyrirfram far með skipinu í þessum vetrarsiglingum. Með þessu móti er hægara um vik að breyta siglingaáætlun vegna óveðurs og fleiri þátta.
Búið er að skipta um jafnvægisugga í skipinu og var það gert í Hamborg núna í janúar.
Mun skipið koma hingað á þriðjudagsmorgnum og fara aftur út á miðvikudagskvöldum klukkan 20.00.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 18:03
Enn vandræði á erfiðum vegi.
Undanfarna daga hefur oftsinnis verið ófært og illfært á Fjarðarheiði. Mkið um útafakstra og sem betur fer ekki nema eitt alvarleg slys á fólki.
Bíll útaf á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 14:15
Þorrablót 2009
Þorrablót Seyðfirðinga var haldið í gærkvöldi í Íþróttahúsinu. Góð aðsókn var að blótinu, einnhversstaðar á milli 300 og 400 manns, trúlega um 35.
Maturinn var með hefðbundnum hætti, klassískur þorramatur. Svið, hangikjöt, rófustappa, kartöflumús, bíldudals grænar, sviðasulta, bæði súr og ný, svínasulta, marineruð síld, súrt slátur, súrir hrútspungar, þrumari og fleira.
Skemmtiatriðin voru hins vegar ekki súr, heldur fersk. Þar var helstu atburðum í bæjarlífinu síðasta ár gerð skil með leikþáttum, söngvum, tilkynningum og myndböndum.
Meðal skemmtiatriða var eftirfarandi:
Hið landsfræga öldungaráð sem hittist í morgunkaffinu í sjoppunni kom þarna fram, mjög gott atriði þar.
Þarna kom fram skólastjórinn sem er eins og hani yfir 30 hænum. Mjög flottur.
Þá var kommúnista ávarpið sem Ólafur bæjarstjóri hélt á gamlárskvöld aðeins fært í stílinn.
Hann Selfinnur sem skaut selinn kom við sögu á blótinu.
Hið margfræga bílskúrsmál var tekið fyrir og Dísa Tomm var flott í því atriði.
Ellilífeyrisþeginn sem var gómaður í Tollinum var sýndur á spaugilegan hátt, en sem kunnugt er, voru tvö stærstu smyglmál síðustu mánuða hér austanlands mál þar sem menn á eftirlaunaaldri voru tekni við stórfellt smygl.
Nefndinni tókst vel að hafa dagskrána létta, en þó gagnrýna án þess að vega að einstaklingum.
Undir lok skemmtidagskrárinnar var svo þrottablótsnefnd 2010 kjörin. Hún er að venju kjörin af fráfarandi nefnd.
Einar Bragi, Sigga Beinteins, Kiddi Grétars og Grétar Örvars héldu svo uppi fjörinu fram á nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 22:59
Slys og hættuástand í dag á Heiðinni.
Að minnsta kosti 3 bílar fóru út af veginum um Fjarðarheiði í dag.
Einn þeirra þeyttist 25 metra út fyrir veg í Norðurfjallinu og lenti á hjólunum. Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist mikið.
Ófært á heiðum austanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 17:02
Ófarir í eldhúsinu.
Ég verð að deila með ykkur óförum mínum í eldhúsinu.
Ég fann í frysti gamlar lærissneiðar og notaði hluta af þeim í pottrétt í fyrrakvöld.
Þær litu ekki illa út, en ég vissi að þær höfðu verið afþýddar áður. Notaði þær sem sagt í pottrétt með frosnu grænmeti og setti sósu í dós útá. Sauð hrísgrjón með.
Lyktin í eldhúsniu var alls ekki góð, en ég hélt að það væri bara laukduftið, eða vonaði það.
Þegar matur var borinn á borð, kom í ljós að hann bragðaðist ekki vel, sumir rétt smökkuðu á dýrðinni, en aðrir höfðu enga lyst, lyktin var ekki aðlaðandi.
Niðurstaðan var sú að hita SS pylsur, en kvöldverðinum var hent beint út í tunnu.
Í gærkvöldi ákvað ég að hafa góðan kjötrétt til að bæta úr hinni ókræsilega máltíð í fyrrakvöld.
Ég notaði restina af grillsneiðunum, lagði þær þær í kryddlög, sem samanstóð af extra virgin olífuolíu og svörtum nýmuldum pipar, smá koníaki VSOP, hvítlauksgeira, Worchester sósu og sjávarsalti.
Steikti herlegheitin á vel heitri pönnu með nýskornum sveppum, grænum olífum, smáttskornum sólþurrkuðum tómötum og steinselju.
Við eldunina fann ég eim af dauninum frá kvöldinu á undan, en lét það ekki aftra mér að kæla hvítvín og appelsín með veislumatnum. Hitaði hvítlauksbrauð og ferskt hrásalat með matnum.
Fjöskyldan safnaðist af borðinu og kertaljós var kveikt. Þegar hins vegar maturinn var kominn á borðið og lokinu var lyft af pönnunni kom annað hljóð í strokkinn, eins og sagt er.
Ég fékk mér ristað brauð með osti en hinir í fjölskyldunni fóru á shell og fengu sér hamborgara.
Ég held að ég hendi restinni af grillsneiðunum í ruslið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.1.2009 | 00:16
Seyðfirskt Tajine
Í kvöld eldaði ég rétt sem ég kýs að kalla Seyðfirskt Tajine (tasjín).
Lambakjöt af framparti var skorið í fremur litlar sneiðar, þær steiktar með lauk, hvítlauk, gulrótum, sveppum og papriku við háan hita. Kryddað með grófmöluðum svörtum pipar, karrý, tandoori og oregano.
Eftir steikingu er kjötið fært í nokkuð stóran pott og hitað í vatni og í vatnið er sett salt, sveskjur(steinlausar), döðlur (steinlausar) kjötkraftur, worchestershire sósa, sósulitur, meira tandoori, pipar eftirsmekk og svo er bara að hita þetta smakka til og hafa þetta blautt.
Má brytja út í þetta kartöflur og gulrófur eða blómkál og ólífur.
Borið fram með góðum hrísgrjónum, soja sósu og köldu vatni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 12:12
Kryddlegið hjarta Einars Más
Það er skemmtileg grein eftir snillinginn Einar Má Guðmundsson í Mogganum í dag. Að vísu hef ég aðeins lesið úrdrátt úr henni á vef mbl.is, og langar að tjá mig um það sem mér datt í hug við lestur þess sem þar birtist.
Hann talar um Kryddsíldarþáttinn sem var stöðvaður með skemmdarverkum mótmælenda. Samkvæmt sjónarhorni Einars Más brást Stöð 2 með því að ætla að hafa viðtalsþátt við formenn stjórnmálaflokkanna með huggulegheitum og öl, rétt eins og þeim væri ekki kunnugt um mikla ólgu í landinu, þar sem fólk heimtaði afsögn ríkisstjórnarinnar. Úti á Austurvelli var nefnilega fólkið í landinu, en úti á landi og upp í Breiðholti sátu einhverjar óhrjálegar hræður sem voru siðblindar og vonuðust eftir því að fá að hlusta í umræður stjórnmálamanna að vanda. Það fólk er ekki fólkið í landinu.
Mér finnst kryddsíldin góð, og vil hana gjarnan á gamla mátann, en alls ekki með eldsteiktum sjónvarpsköplum og piparúða. En þannig vill víst fólkið í landinu hafa hana, þannig að ekki þýðir um það að deila.
Undanfarnar vikur hefur mér oft verið hugsað til þess að allt fólkið víða á landsbyggðinni, sem vel að merkja er alls ekki fólkið í landinu, sem var svipt vinnu sinni og eignum, með afleiðingum hins rómaða kvótakerfis, hefði auðvitað átt að slá fyrir fari á Austurvöll til að mótmæla eignaupptökunni.
Það gerði það ekki heldur þraukuðu sumir en aðrir fluttu á höfuðborgarsvæðið og byrjuðu þar í blokk í Breiðholti á núlli. Kannski er eitthvað af þessu fólki orðið fólkið í landinu núna.
Það er nefnilega svo einkennilegt að maður finnur ekki óréttlætið fyrr en það heggur að manni sjálfum. Aðrir eru nefnilega ekki fólkiið í landinu. Bara við, ég og þú Einar Már.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nú hefur Björgvin G Sigurðsson sagt af sér sem viðskiptaráðherra.
Það má líta á þetta mál með tvennum hætti.
A. Fjöldi fólks hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki brugðist við bankafallinu með því að láta menn sæta ábyrgð. Nú hefur Björgvin G Sigurðsson gert það um leið og hann leggur fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins að leysa forstöðumann FME frá störfum og segja síðan af sér. Flestir telja hann mann að meiri og hann sýn með þessu siðferðisþrek.
B. Björgvin er bara að hugsa um eigin hag og þetta er bara pólítísk brella. Hann sá hvað Geir græddi á krabbameininu og hann hræsnar með því að segja af sér. Ef maðurinn ætlaði sér að bera ábyrgð þá hefði hann gert það áður en boðað hefði verið til kosninga. maðurinn er bara í kosningarslag í dag og þetta er hluti af leiðinni til að tryggja þingsæti hans og mögulegan ráðherrastól í næstu ríkistjórn. Það var ekki þetta sem mótmælendur meintu þegar þeir kölluðu Fjármálaeftirlitið burt.
Ég er jafnaðarmaður og vel kost A. Þeir sem eru stuðningsmenn annarra flokka vilja fremur líta á þessa ákvöðrðun öðrum augum.