Kryddlegið hjarta Einars Más

Það er skemmtileg grein eftir snillinginn Einar Má Guðmundsson í Mogganum í dag. Að vísu hef ég aðeins lesið úrdrátt úr henni á vef mbl.is, og langar að tjá mig um það sem mér datt í hug við lestur þess sem þar birtist.

Hann talar um Kryddsíldarþáttinn sem var stöðvaður með skemmdarverkum mótmælenda. Samkvæmt sjónarhorni Einars Más brást Stöð 2 með því að ætla að hafa viðtalsþátt við formenn stjórnmálaflokkanna með huggulegheitum og öl, rétt eins og þeim væri ekki kunnugt um mikla ólgu í landinu, þar sem fólk heimtaði afsögn ríkisstjórnarinnar. Úti á Austurvelli var nefnilega fólkið í landinu, en úti á landi og upp í Breiðholti sátu einhverjar óhrjálegar hræður sem voru siðblindar og vonuðust eftir því að fá að hlusta í umræður stjórnmálamanna að vanda. Það fólk er ekki fólkið í landinu.

Mér finnst kryddsíldin góð, og vil hana gjarnan á gamla mátann, en alls ekki með eldsteiktum sjónvarpsköplum og piparúða.  En þannig vill víst fólkið í landinu hafa hana, þannig að ekki þýðir um það að deila.

Undanfarnar vikur hefur mér oft verið hugsað til þess að allt fólkið víða á landsbyggðinni, sem vel að merkja er alls ekki fólkið í landinu, sem var svipt vinnu sinni og eignum, með afleiðingum hins rómaða kvótakerfis, hefði auðvitað átt að slá fyrir fari á Austurvöll til að mótmæla eignaupptökunni.

Það gerði það ekki heldur þraukuðu sumir en aðrir fluttu á höfuðborgarsvæðið og byrjuðu þar í blokk í Breiðholti á núlli.  Kannski er eitthvað af þessu fólki orðið fólkið í landinu núna.

Það er nefnilega svo einkennilegt að maður finnur ekki óréttlætið fyrr en það heggur að manni sjálfum. Aðrir eru nefnilega ekki fólkiið í landinu. Bara við, ég og þú Einar Már. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 134003

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband