Góðar fréttir af Norðurlandi.

Lokun pósthúss frestað. Ég tel afar gott að lokun pósthússins á Laugum skuli frestað. Tel að Íslandspóstur eigi að skoða leiðir til að styrkja rekstur pósthúsa og gera hann hagkvæmari í rekstri án þess að skerða þjónustu. Það eru nefnilega til leiðir til efla þjónustu pósthúsa.

Ef Íslandspóstur fer áfram með þessa leið að loka pósthúsum og hafa einhver horn opin nokkra tríma á dag munu viðskipti sem nú fara fram í Íslandspósti  færast annað. Við það versnar samkeppnisstaða Íslandspósts. Það er bara þannig.


mbl.is Lokun pósthúss frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bridgehátíð, viðauki.

Ég verð að bæta við einni sögu enn. Eitt sinn fórum við Sigurður Valdimarsson að spila á bridgehátíð. Er nokkuð var liðið á mótið lentum við gegn sveit Bóhem. Rétt er að skjóta því inn hér að algengt var að spilarar "kíktu aðeins út á lífið" á þessum mótum til spjalla um spilin og slappa aðeins af. En aftur að keppninni. Andstæðingar okkar Sigga virtust hafa horn í síðu minni og sökuðu mig um að hafa ekki aðvarað vegna blekkisagnar makkers. Ég kannaðist ekki við þetta og mig minnir að makker hafi stutt mitt mál. En leiknum lauk að mig minnir með sigri Bóhem.  Ég var ekkert sérlega glaður með þennan leik, en Siggi kærði sig kollóttan og dreifði boðsmiðum á ónefnda nektarbúllu meðal mótsgesta eftir leikinn.

 

Ég fór sem sagt ekki á bridgehátíð, en hef verið heima við þessa helgina og fylgst með keppninni á netinu. Þar er hægt að sjá stöðu, úrslit í öllum leikjum og skoða öll spil líka. Frábært. Ég hef einkum fylgst með sveitunum héðan að austan og eins bróður mínum, Unnari sem var að spila.

En það jafnast ekkert á við að vera á staðnum og spila. Ég reyni að fara næst.


Bridgehátíð.

Nú um þessa helgi fór fram Bridgehátíðin í Reykjavík. Þetta mót er eitt af þekktari alþjóðlegum mótum og stærsti bridgeviðburðurinn í íslensku bridge lífi. Þarna koma ævinlkega mjög sterkir spilarar frá Norgegi, Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Póllandi, Svíþjóð og víðar að.

Ég hef oft notið þess að fara að spila á þessu móti og í tilefni af því að þetta mót er núna langar mig til að rifja upp minningarbrot frma bridgehátíðum. Það er margs að minnast, en ég tek nokkur dæmi af handahófi.

 Einu sinni þegar við fórum á hátíðina spiluðum við undir nafni útgerðarfélagsins Gullberg.  Bridgehátíðin fer fram eftir monradkerfi, þannig að það er valinn handa þér andstæðingur fyrir hverja umferð sem er á svipuðum slóðum og þú að stigafjölda. Þess vegna fer maður að ákveðinni töflu til að sjá á hvaða borði maður á að spila og við hvern. Eitt sinn er ég stend við töfluna heyri ég á tal tveggja manna: " Við hverja eigum við að spila næst?"  " Það eru svíarnir, sjálfur Gúllberj."  "Nú það er ekkert öðruvísi."  Það var kindarlegur andstæðingur sem tók upp spilin með okkur við borðið 3 mínútum seinna.

Á árum áður seldu Flugleiðir bandarískum ellifífeyrisþegum ódýran pakka sem innihélt flug, gistingu, og þátttökugjald á mótið. Þess vegna var á hátíðinni mikill hópur af eldriborgurum frá USA að spila. Eitt sinn er við félagarnir höfðum tapað illa tveimur leikjum í röð lentum við gegn eldri konum frá Bandaríkjunum á neðsta borði. Þær voru hálf utan við sig og sviku lit á báðum borðum. Við létum að sjálfsögðu á engu bera og þökkuðum pent fyrir 25 stig að leik loknum.

Í næsta leik spiluðum við við Granda. Á þeim árum bárust reglulega fregnir af því að stærri fyrirtæki í útgerð gleyptu minni fyrirtæki.  Höfðu Grandamenn orð á því að eitthvað slíkt gæti gerst við spilaborðið í viðureigninni. Annað kom á daginn og mig minnir að leikurinn hafi endað með algjörri yfirtöku Gullbergs og sannaðist enn að dramb er falli næst.

Eitt sinn er við vorum á bridgehátíð spiluðum við Hjörtur við unga spilara, pólverja og englending í lokuðum sal. Ég man ekki hvað þeir hétu, en ég man að leikurinn var jafn og gáfum við ekki færi á okkur. Að leik loknum fórum við upp og voru Sigfinnur og Cecil að spila við Frú Panaphour og hennar makker Tony Forrester, einn albesta spilara heims. Nokkrir áhorfendur vora að fylgjast með þeim köppum og áttu okkar menn fínan leik. Enda fór leikurinn 13-17 sem er skilgreint sem jafntefli. Ekki er víst að þeir félagar hefðu spilað eins vel ef þeir hefðu vitað við hvern þeir voru að spila. 


Hugmynd handa Einari Kristni!

Einar K Guðfinnsson, sem nú eftir að hann varð ráðherra í starfsstjórn er nú kominn í gírinn. Hann er byrjaður að starfa.  Eitt sem hann gæti gert nú í dag (laugardag) meðan hann er enn með lyklana er að gefa út ísbjarnarkvóta.

 http://www.lazyenvironmentalist.com/3%20lazy%20polar%20bears.jpg

Þessi kvóti myndi ekki endilega veiðast og enginn markaður fyrir kjötið, en það kemur sterkt út fyrir hann að gera þetta núna.  Ég veit að kannski verður þetta umdeilt mál, en skítt með það.

Annars er þetta sennilega mun betri hugmynd er þessi kvalakvóti, og gæti styrkt ferðamennsku.

Töff mál! 


Tékki!

Flott fyrirsögn.

Þeir eru harðir Hamranir. Slá ekki slöku við!


mbl.is West Ham fær lánaðan Tékka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af siðferðiskennd og röggsemi?

Einkenndust vinnubrögð ríkisstjórnarinnar Geirs H Haarde af siðferðiskennd og röggsemi? Eða einhverju öðru?


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi heilsast þjer vel kjæra fröken!

Stöndum vörð um Pósthúsið á Seyðisfirði.

Fundur í dag kl. 18.00 á Skaftfelli.


Seyðisfjarðarkaupstaður í útrás!

Seyðisfjarðarkaupstaður er nú að láta ljúka útrásarverkefni sínu. Verkið snýst um að leið skolpið fá bænum nokkur hundruð metra út í sjó, þannig að fjörur bæjarins verði ekki illa lyktandi á góðvirðiskvöldum lengur.

"Maður hefur nú marga fjöruna sopið", er mjög flott orðtak, sem ég fyrir minn hatt mun nú von bráðar aftur geta notað án klígju.

Með tilkomu þessarar framkvæmdar er Seyðisfjarðarkaupstaður nær því að uppfylla Evrópska staðla um fráveitu skolps, en jafnframt með þeim skuldugustu á landinu, ef tillit er tekið til íbúafjölda.

Verkefni þetta þykir hins vegar hið besta mál, þó að tilkostnaður sé nokkur.

Meðfylgjandi mynd fékk ég lánaða hjá vef Seyðisfjarðarkaupstaðar. Svipmyndir frá vinnu við fráveitu og byggingu leikskóla 


Leikskólinn rís!

Gaman er að sjá viðbyggingu við leikskólann Sólvelli rísa þessa dagana.

Núverandi húsnæði Leikskólans var orðið of lítið og þurfti því að byggja við.  

Að sögn starfsmanna leikskólans hefur myndast biðlisti eftir plássi og hafa sum börnin orðið að sofa undir borðum í hvíldartímum.  Þetta vandræðaástand mun hins vegar standa mjög til bóta með tilkomu hinnar ágætu viðbyggingar. 

Byggingarframkvæmdir ganga vel þessa dagana og verður viðbyggingin tekin í notkun fyrir sumarið. Svipmyndir frá vinnu við fráveitu og byggingu leikskóla Fékk þessa mynd lánaða á vef Seyðisfjarðar, sfk.is.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband