Stöðugleiki og örugg framtíðarsýn á Seyðisfirði!

Meirihluti bæjarráðs Seyðisfjarðar skrifaði bókun í fundargerð ráðsins fyrr í mánuðinum. Hljómar bókunin svona í ..... nafni:

"Meirihluti bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar miklu óvissu sem skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið með hugmyndum stjórnvalda um svokallaða fyrningarleið.  Meirihluti bæjarráðs Seyðisfjarðar varar því sterklega við því að sú leið verði farin og hvetur stjórnvöld til að standa tryggan vörð um stöðu og framtíð sjávarbyggðanna ekki síst  í ljósi þess að aldrei hefur verið mikilvægara en nú að stöðugleiki og trygg framtíðarsýn ríki í fiskvinnslu og útgerð á Íslandi."

Þessi skrautlega bókun vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar:

Hefur kvótakerfið tryggt stöðu og framtíð sjávarbyggðanna um land allt?

Hefur kvótakerfið og önnur efnahagsstjórn landsins undanfarin ár skilið sveitarfélögin vel stæð og tryggt íbúum landsbyggðar athafnafrelsi og atvinnuöryggi, eða eru kannski sveitarfélög á borð við Seyðisfjörð skuldum vafin og eignir fólks verðlitlar?

Það er afar skrítið að lesa þessa bókun ráðsins, en ekki orð um það að í raun er Seyðisfjörður gjaldþrota.  Undarlegt að bæjarráð sjái ekki að athafnafrelsi í sjávarútvegi er eina von sjávarbyggðanna. Hvernig fer það með atvinnugreinina ef fjármagnið er endalaust tekið út úr greininni?  Þess vegna eru flest útgerðarfyrirtæki í sömu stöðu og Seyðisfjörður: Tæknilega gjaldþrota. Af hverju má ekki endurskoða þetta fyrirkomulag?

Hvernig geta menn sem á stundum kenna sig við flokk sem standa vill vörð um athafnafrelsi einstaklingsins, varið kerfi sem hefur verið úrskurðað Mannréttindabrot því það mismunar fólki? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Þetta er svolítið athyglisverð bókun. Og alveg rétt hjá þér Jón hvernig getur flokkur sem talar um frelsi einstaklingsins verði fylgjandi jafn mikilli kúunaraðferð og þetta kvótakerfi er. Ég hef verið að hlusta á alþingi í dag; Þar er fiskveiðistefnan til umræðu, það er margt athyglisvert búið að koma fram. En stjórnarandstaðan virðist vera föst í þeim frasa að fyrningarleiðin sé aðför að sjávarútveginum. Hún bendir ekki á neinar lausnir en viðurkennir  einnig að kerfið sé að mörguleiti mein gallað.

ég get ekki séð að þessi fyrningarleið eigi að gera neitt nema gott fyrir Seyðisfjörð, einnig fyri útgerðina á staðnum.

Það er hins vegar rétt að það mætti eflaust alveg hafa auga með þeim sem nýlega hafa selt allan sinn kvóta en huga nú að því að byrja upp á nýtt með fullar hendur fjár. Ég get vel tekið undir með stjórnarandstöðunni að það er ekki réttlátt. Það er heldur ekki réttlátt að auðlynd sem er í eigu allra landsmamma geti erfst frá einni kynslóð til annarra innan sömu fjölskyldu.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 26.5.2009 kl. 18:09

2 identicon

Bara samála ykkur....gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 133997

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband