Sjálfsagt fyrsta skref.

Lýsir ríkisstjórn sem starfar af stefnufestu og dugnaði. Þorir að taka erfiðar ákvarðanir. Reynir að hlífa þeim sem minnst mega sín. Hækkar gjöld á vöru sem er óheilsusamleg. Hækkun á eldsneyti á bíla leiðir vonandi til þess að við minnkum óþarfa akstur og drögum þar með úr megnun.

Ég bara skil ekki geðveikisleg viðbrögð fólks við þessu. Trúlega er það sama fólkð og segir að ríkisstjórnin geri ekki neitt.


mbl.is Mjög óvinsælar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Rétt ábending. En ef við tökum til dæmis gjöld á bensín, á kostar bensínlíterinn hér 181 kr en 204 í Svíþjóð. Þannig að eldsneytið er eftir sem áður mun ódýrara en í nágarannalöndunum.

Jón Halldór Guðmundsson, 29.5.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

En hvað með okkur sem þurfum að nota bíl t.d. til að geta nýtt okkur heilbrigðisþjónustu (er 20mín. að keyra til læknis), sæki verslun sem er 40km. í burtu og eins tannlæknir, banki og margt fleira?Ð

Við getum bara ekki dregið mikið meira úr notkun bifreiðar en höfum þegar gert. Þessi verðhækkun kemur verst niður á okkur.  Þetta vær ekkert mál, ef allir gætu gengið til læknis-tannlæknis, verslun, banka og í aðra þjónustu sem við þurfum að leita í til að reka heimili og sjá um okkar mál. 

Ég get heldur ekki séð hvernig þetta á að styðja við og hjálpa heimilunum í landinu við að ná endum saman. 

Því miður.

Ég hafði trú á stjórninni, en ekki lengur.  Það er ekki nóg að frysta lán eða dreifa þeim á lengri tíma, þegar enda ná hvort eð er ekki saman þegar bifreiðaútgjöld hækka svo um munar.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:08

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lánin hækka, strætó hækkar, að eiga bíl hækkar - MIKIÐ - sem leggst svo beint á alla sem skulda í íbúðinni sinni.  Þetta sem sagt kemur mjög illa út fyrir alla.  Ja, nema þá sem búa í útlöndum.

Þeir eru búnir að hjálpa þjóðinni í heild sinni að ná ekki saman endum.  Takk.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Ef það dregur í neyslu þessa varnings, fær ríkissjóður ekki auka tekjur til að brúa fjárlagahallan og þá er þetta fallið um sjálft sig, en hefur áorkað að færa fjármagnseigendum 8 milljarða og skerða eignir skuldsetts fólks um 8 milljarða. Nei það er óskiljanlegt að fólk sé að sýna viðbrögð við því.

Jónas Rafnar Ingason, 29.5.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband