18.1.2009 | 12:12
Kryddlegið hjarta Einars Más
Það er skemmtileg grein eftir snillinginn Einar Má Guðmundsson í Mogganum í dag. Að vísu hef ég aðeins lesið úrdrátt úr henni á vef mbl.is, og langar að tjá mig um það sem mér datt í hug við lestur þess sem þar birtist.
Hann talar um Kryddsíldarþáttinn sem var stöðvaður með skemmdarverkum mótmælenda. Samkvæmt sjónarhorni Einars Más brást Stöð 2 með því að ætla að hafa viðtalsþátt við formenn stjórnmálaflokkanna með huggulegheitum og öl, rétt eins og þeim væri ekki kunnugt um mikla ólgu í landinu, þar sem fólk heimtaði afsögn ríkisstjórnarinnar. Úti á Austurvelli var nefnilega fólkið í landinu, en úti á landi og upp í Breiðholti sátu einhverjar óhrjálegar hræður sem voru siðblindar og vonuðust eftir því að fá að hlusta í umræður stjórnmálamanna að vanda. Það fólk er ekki fólkið í landinu.
Mér finnst kryddsíldin góð, og vil hana gjarnan á gamla mátann, en alls ekki með eldsteiktum sjónvarpsköplum og piparúða. En þannig vill víst fólkið í landinu hafa hana, þannig að ekki þýðir um það að deila.
Undanfarnar vikur hefur mér oft verið hugsað til þess að allt fólkið víða á landsbyggðinni, sem vel að merkja er alls ekki fólkið í landinu, sem var svipt vinnu sinni og eignum, með afleiðingum hins rómaða kvótakerfis, hefði auðvitað átt að slá fyrir fari á Austurvöll til að mótmæla eignaupptökunni.
Það gerði það ekki heldur þraukuðu sumir en aðrir fluttu á höfuðborgarsvæðið og byrjuðu þar í blokk í Breiðholti á núlli. Kannski er eitthvað af þessu fólki orðið fólkið í landinu núna.
Það er nefnilega svo einkennilegt að maður finnur ekki óréttlætið fyrr en það heggur að manni sjálfum. Aðrir eru nefnilega ekki fólkiið í landinu. Bara við, ég og þú Einar Már.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.