22.11.2008 | 14:02
Súpa og samgöngur á ráðstefnu!
Á miðvikudaginn verður haldin á Seyðisfirði ráðstefna um samgöngumál.
Fundurinn er haldinn af Samfylkingunni og verður fundarefnið málefni Seyðisfjarðar, framtíðin og samgöngumál. Fundarstaður er Félagsheimilið Herðubreið.
Frummælendur verða Kjartan Ólafsson sérfræðingur hjá Háskólanum á Akureyri, Kristján Möller samgönguráðherra og einnig verður Einar Már Sigurðarson þingmaður mættur á fundinn.
Ráðstefnan hefst klukkan 18.00 og í fundarhléi verður boðið upp á súpu.
Allir áhugasamir um umræðuefnið eru velkomnir.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig standa jarðgangnamálin?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 16:05
Þau standa þannig núna að jarðgöng milli Héraðs og Seyðisfjarðar eru ekki á samgönguáætlun.
Vegurinn yfir heiðina liggur í 600 metra hæð yfir sjávarmáli, og er samkvæmt mælingum hættulegasti hluti þjóðvegakerfisins á Íslandi. Samgöngubætur þola ekki bið og þessi vegur er eina tenging bæjarins við vegakerfið.
Þetta er líka tengibraut Íslands við Evrópu, vegna þess að hingað siglir ferjan Norröna 7-8 mánuði ársins.
Jarðgöng hér eru forsenda sameiningar sveitarfélaga og telja margir að þau séu forsenda þess hvort bygðarlagið lifir eða deyr.
Við erum ekki að tala um 2ja ára kreppu, heldur framtíð byggðarlags, sem alveg má ræða þó ástandið á landsvísu skyggi vissulega á svona umræðuefni.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.