Hrædd þjóð - einstakt tækifæri?

Þegar ég hugsa til liðins sumars tengjast þeim hugrenningum minningar um lag sem er akkúrat í sjónvarpinu núna.  "Þegar þú komst inn í líf mitt", með hljómsveitinni Hjaltalín.

Mér finnst þetta frábært lag, og er það tilfellið með fleiri hygg ég.  Þeir hafa náð að snerta við hjarta okkar, býst ég við.

afraidViðbrögð þjóðarinnar undanfarna daga vegna þeirrar miklu óvissu sem hér er bera vott um mikla hræðslu og ónánægju fólks.  Ríkisstjórnin sem hér ræður virðist ekki eiga ráð til þess að leysa vandann á augabragði.  Sennilega er vandinn stærri en svo að unnt sé að leysa hann á einfaldan hátt.

Ríkisstjórnin og önnur yfirvöld, svo sem Seðlabankans eru ekki samstíga og það eitt er ekki góðs viti.  Þjóðin virðist ekki finna að forystumenn stjórnarflokkanna hafi full tök á vandanum.    

Stjórnarandstaðan er dugleg við að taka virkan þátt í umræðunni. Þó virðist víðs farri að forystumenn hennar hafi lausnir á reiðum höndum.

Þjóðin bíður því enn eftir að einhver stígi fram og komi inn í líf okkar. Og segi allt af létta og sýni að hann viti nákvæmlega hvernig við getum unnið okkur út úr vandanum.  

Þegar þú komst inn í líf mitt,

breyttist ég.

Þú komst við hjartað í mér.

Ég þori að mæta hverju sem er.

Þú komst við hjartað í mér. 

Þá þorir þjóðin að mæta hverju sem er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 134075

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband