5.8.2008 | 13:17
Húsaleigubætur.
Undanfarnar vikur hafa umræður um húsaleigu orðið veigamikill þáttur í umræðum við eldhúsborðið á heimili mínu.
Ástæðan er sú tvö eldri börn mín eru að fara í nám til Reykjavíkur í vetur og hafa verið að leita sér að húsnæði.
Til dæmis mun dóttirin leigja með 3 vinkonum sínum íbúð í borginni á 160.000 kall á mánuði. Þetta er að sjálfsögðu heildarverð og dragast frá þessu húsaleigubætur. Þar sem aðeins ein þeirra fær borgaðar bætur og fullar húsaeligubætur eru 18.000.- fær hver þeirra kr. 4.500.- í húsaleigubætur.
Ef fjölskylda væri að leigja íbúðina væru bæturnar hærri, eða 6.000 kr í viðbót per barn.
Námsmenn sem búa á stúdentagörðum eða heimavist með sameiginlegu eldhúsi og snyrtingu eiga einstaklingsbundinn rétt á húsaleigubótum, en ekki þeir sem leigja á frjálsum markaði, þar sem þeirra húsnæði er ekki greitt niður af peningum okkar allra.
Mér finnast þessar reglur um húsaleigubætur afar skrýtnar og skora hér með á alla þingmenn og verðandi þingmenn að beita sér í þessu réttlætismáli.
Varla þarf að taka það fram að ef núverandi þingmenn gera ekkert í þessu réttlætismáli, munu hinir verðandi þingmenn leya þá af hólmi innan tíðar.
Góðar stundir.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar húsaleigubætur eru reiknaðar út á furðulegan hátt og reglurnar í kringum þær eru skrítnar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 20:06
Já, mörgum finnst það.
Jón Halldór Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 22:59
Svo tekur leigumarkaðurinn mið af bótunum: leigan er því hærri.
Þetta er allt eitt stórt svindl sem kostar bara peninga.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.8.2008 kl. 17:34
Heilmikið til í þessu.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.