Rétt hjá Bubba.

Það er algjörlega réttmætt hjá Bubba að gagnrýna áherslur Bjarkar og margra annarra, í virkjunarmálum.  Það er verið að berjast gegn álveri og virkjunum alveg sérstaklega og setja þá baráttu undir merki umhverfisverndar.  Tilfellið er eð færa má rök að því að í langflestum tilvikum hefur vel tekist til með virkjanir á Íslandi.  Við höfum ekki fórnað dýrmætum náttúruperluim og reynt hefur verið að kosta kapps til að virkjanir falli inn í umhverfi sitt.   Ýmsir aðrir kostir til orkuöflunar hafa mun meiri mengun í för með sér.

Svo er annað.  Til dæmis með virkjun Kárahnjúkavirkjunar var verið að skapa mörg störf út á landsbyggðinni.  Mikill fólksflótti hefur verið víða af landsbyggðinni og þessi virkjun og álverið var stórt skref til að sporna við því.   Ég minnist þess ekki að hafa heyrt virkunarandstæðinga ræða þessa hlið málisins.

Það er margt að í íslensku samfélagi.  Ég var búinn að nefna það að margt fólk hefur þurft að flytja af verðlausum eignum sínum og byrja annars staðar á núlli.  Það er mikið misréttismál að mínu mati. Þarna hefur svokölluð byggðastefna brugðist og nær ekki að vega upp afleiðingar kvótakerfis í landbúnaði og sjávarútvegi.

Eiturlyfjaógnin, sem nær að klófesta æ fleira fólk á sinn grimma hátt. Það er líka slæmur blettur á okkar samfélagi.  Við vitum að í þessu máli hefur Bubbi beitt sér sérstaklega.

Efnahagslegt misrétti er mikið og breytingar síðustu ára í skattamálum hafa stóraukið þann mun.  Jafnrétti kynja og réttindi útlendinga eru málefni sem enn vantar mikið á að séu í jafnvægi.  Við munum eftir meðferðinni sem Falun Gong fólkið fékk, til dæmis.

Þetta ríka samfélag á í erfiðleikum með að þjónusta aldraða með sómasamlegum hætti og sjúkrastofnanir ráða varla við hlutverk sitt í einhverjum tilkvikum.

Okkar ágæta listafólk sem hefur verið svo virkt í því að berjast gegn atvinnuuppbyggingu á landinu hefur bara ekki gert neitt í því að leggja hönd á árar í því að vekja þjóðina í ýmsum öðrum þjóðfélagsmálum.  Það er mín skoðun.


mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála því sem þú segir.

Það er meira náttúruvernd en að berjast gegn virkjunum. Yfirleitt ber ég mikla virðingu fyrir fólk sem hefur fundið sér eitthvað til að berjast gegn en þessa venjulegu lífsbaráttu, en nú er ég ekki sammála. Bubbi fór ekki hamförum í þessu viðtali en það mætti halda það eftir viðbrögðunum.

Ágústa Guðnadóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Til áréttingar vil ég einnig segja að STJÓRNVÖLD ættu nú að beita sér fyrir fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu og samgöngubótum um allt land, en ekki fleiri álverum. Það ætti að skoða aðra kosti miklu betur.  

Jón Halldór Guðmundsson, 21.7.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Á að rústa öllu landinu út af kvótabraski og eiturlyfjavanda? Væri ekki betra að leiðrétta kvótakerfið og bjóða upp á alvöru atvinnuuppbyggingu, frekar en að leggja meira en 50 ferkílómetra undir vatn svo að nokkrar hræður í einum firði hafi eitthvað að gera?

"Okkar ágæta listafólk sem hefur verið svo virkt í því að berjast gegn atvinnuuppbyggingu á landinu hefur bara ekki gert neitt í því að leggja hönd á árar í því að vekja þjóðina í ýmsum öðrum þjóðfélagsmálum." Ha? Hvað áttu við?

Villi Asgeirsson, 21.7.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Bubbi veit hvað hann segir og er sammála öllu sem hann segir í þessu máli.

Magnús Paul Korntop, 22.7.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband