Hrefna Sif 18 ára

Já, það var merkur áfangi í síðustu viku.  Hún Hrefna Sif dóttir mín varð sem sagt 18 ára. 

 hrefna sif

Ég var auðvitað fyrstur manna til að hringja í hana og óska henni til hamingju með afmælið.  Enda kom það rækilega fram hjá henni á afmælinu mínu, sem reyndar var haldið nokkrum dögum eftir sjálfan afmælisdaginn, að ég er einmitt maðurinn sem alltaf man allt og geri allt á réttum tíma.


Ég get verið afar stoltur af henni Hrefnu Sif, eins og reyndar börnunum mínum öllum.

Já, ég veit ekki hvort hún er ánægð með þessa mynd svo ég verð að setja aðra.

4700e49b7a1f3 Og ástæða þess að ég varð að seja inn aðra mynd af henni er einmitt ákveðin heilabrot sem vöknuðu hjá mér í tilefni afmælis hennar.  Hún er sem sagt orðin 18 ára og telst því fullorðin. Ég á núna tvö fullorðin börn og eitt sem er ekki orðið fullorðið.  En það er mjög flott að eiga fullorðin börn.  Þó að þau seu auðvitað meira háð manni þegar þau eru lítil,  þá þurfa þau örugglega á manni að halda áfram og maður þeim.

En þessi dagur,  7. nóvember er auðvitað einn allra merkasti dagur í mannkynssögunni. (Ásamt bastilludeginum,  þjóðhátíðardegi Frakka svo eitthvað sé nefnt.)  Þetta er nefnilega afmælisdagur Rússnesku Byltingarinnar.  Þennan dag voru þá 90 ár liðin frá október byltingunni í Rússlandi. (Talandi um að gera hlutina á réttum tíma? Októberbyltingin).

rússneska byltingin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk pabbi minn.. :) Ég held ég verði nú áfram háð ykkur.

 Svo sjáumst við bara á hvað miðvikudagskvöld eða fimmtudaginn ? :)

Hrefna Sif (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 14:16

2 identicon

Til hamingju með öll börnin þín Jón, sérstaklega Hrefnu. Það er ótrúlegt hvað þau eru fljót að stækka og verða gömul, en maður eldist ekkert sjálfur En maður getur nú farið að hlakka til þegar þau fara að sjá fyrir manni

Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

  • Kærar þakkir Gulla mín.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband