28.5.2007 | 21:02
Huginn - Leiknir
Fyrsti heimaleikurinn hjá Huginn í 3. deild karla í ár (rúm 2 ár) var háður á Seyðisfjarðarvelli. Vallaraðstæður voru sæmilegar og veður lygnt og sólríkt en þó svalt.
Áhorfendur voru í kringum 100, en hefðu mátt láta betur í sér heyra.
Leiknir eru með léttleikandi lið, en miðað við að þeir hafa eflt sig mikið með mannskap, ollu þeir mér miklum vonbrigðum.
Markvörður þeira var þeirra besti maður og átti mörg góð úthlaup. Leiknir áttu meira í fyrri hálfleik og átti 3-4 góðar sóknir og í einni þeirra small knötturinn í stöng og annarri skoruðu þeir með góðu skoti. Staðan 1-0 fyrir gestunum í leikhléi.
Huginn komst smám saman meira inn í leikinn og var Friðjón nálægt því að skora í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik átti Huginn leikinn. Sýndi laglegan sóknarleik og samspil úti á vellinum, en náðu ekki að skora.
Brynjar Skúlason var maður leiksins í dag og átti miðjuna. Átti frábæran leik.
Sveinbjörn Jónasson var óheppinn að skora ekki í dag. Í eitt skiptið handlék varnarmaður Leiknis boltann inn í teig, þegar Bjössi var að senda boltann. Sveinbjörn var einnig felldur eftir laglegan leik, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti á gestina.
Dómari leiksins, Hjalti að nafni, var afar slakur í dag og mikið áhygguefni er að ekki er unnt að fá betri dómara til starfa í 3. deild á Íslandi í dag. En svona er þetta. Maðurinn var eflaust að reyna að gera sitt besta, en hann er bara ekki betri en þetta, blessaður kallinn. Frá leiknum í dag. Viðar, Gummi, Friðjón.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.