Færsluflokkur: Bloggar

Er hægt að gera "undo" á Hrunið?

Það væri ekki slæmt!

Skugga minnst.

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Skugga lítillega við störf við tollgæslu.

Skuggi var prúður í framkomu og venjulega mjög hlýðinn yfirmanni sínum og virkilega áhugasamur og natinn í störfum.

Skuggi gerði aldrei launakröfur, heldur ávann hann sér virðingu starfsmanna með góðri frammistöðu og alúðlegri framkomu.

Skuggi heitinn fór á eftirlaun fyrir nokkru síðan. Hann átti aldrei því láni að fagna að komast á 95 ára regluna, en það hefði hann svo sannarlega átt skilið.

Þeir sem tóku við kyndlinum og halda uppi merki fíkniefnaforvarna á Íslandi í dag, þeir drjúpa höfði og minnast Skugga.


mbl.is Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngirni, réttlæti, jöfnuður

Þetta eru meðal þeirra gilda sem almenningur á Íslandi horfir nú í dag til. Dansinn í kringum gullkálfinn endaði með skelfilegum Hrunadansi, eins og allir hljóta að vera sammála um.

Þegar blaðað er í skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að á öllum stigum, nánast í öllum aðalhlutverkum Hrunsins, sem er harmleikur í allmörgum þáttum, eru stórstirni Heimdallar, Sjálfstæðisflokks og Vöku. Þeir eru þar bæði gerendur og sofandi eftirlitsaðilar, sem treystu á ágæti fjármagnsaflanna.

Þetta orðaði ágætur krataskratti á Austurlandi svo um nýliðin áramót svo ágætlega:

"Það er afl fjármagnsins sem því miður virðist alltaf leiða menn af réttri leið.  „Mikill vill meira“  „Margur verður af aurum api“  Þessi gömlu íslensku máltæki eru í góðu gildi og hafa kannski aldrei átt betur við en nú. "

Greinilegt er að almenningur hefur í dag lítið traust á þeim aðilum sem áttu að gæta hagsmuna okkar.  Hætt er við að í komandi sveitarstjórnarkosningum muni kjósendur eiga erfitt með að kjósa eina ferðina enn einstaklinga sem ábyrgir eru fyrir því að koma okkur í þessi miklu vandræði.

Að minnsta kosti þeim frambjóðendum sem sátu á þingi og hlýddu ekki fjölmörgum varnaðarorðum og brugðust þjóðinni.


Ekki séns!

Ekki séns að Gordon Brown eigi möguleika eftir þessa yfirlýsingu.

Cameron er Eton yfirstéttar pinni, en Brown, þessi durtur á ekki séns.

Mér finnst Brown leiðinlegur, en Cameron, er til meiri smeðja?


mbl.is Simon Cowell styður Cameron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er Hrunið komið til Eyja.

Enginn byggð á Íslandi sleppur við þetta, þrátt fyrir að haf og brim skilji að.
mbl.is Hrun í Bjarnarey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. maí. Kröfur dagsins!

Lenti á morgunverðarfundi í gær og þar sameinuðust menn um kröfur dagsins:

1.  Krafan: "Við viljum hærri laun" á að vera sjálfsögð í verkalýðshreyfingunni, en ekki bannorð eins og virðist vera í dag.  Verkalýðshreyfingin á að berjast fyrir bættum kjörum launþega sinna. Hærri laun, betri menntunartækifæri, réttindamál, aðbúnaður, félagslegt umhverfi.

2.  Krafan: Við viljum atvinnu og lægri vexti á að vera setning sem allir sem láta sig verkalýðsmál einhvers varða segja á hverjum degi. Verkalýðshreyfingin á að vera andstæðingur auðmanna í landinu og heimta tafarlausa vaxtalækkun og afnám verðtryggingar.  Ekkert, ekkert, ekkert er mikilvægara fyrir félagsmenn verkalýðshrefingarinnar, til að lækka húsnæðiskostnað og auka fjárfestingar og þar með vinna gegn atvinnuleysi.

3.  Við viljum einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Tryggt verði að þeim sjóði verði stjórnað af fulltrúum sjóðfélaga og fyrrverandi sjóðfélaga. Lífeyrisréttindi eiga að vera samræmd á alla landsmenn og greidd úr einum lífeyrissjóði.  Sá sjóður mun hafa miklu minni kostnað við yfirbyggingu, en nú er. Í núverandi lífeyriskerfi eru sjóðirnir að reyna að fá góða ávöxtun til að tryggja framtíðarréttindi sjóðfélaga sinna. En í hvað fara vextirnir? Í stjórnun, umsýslu og nú síðast í hrikalegar afskriftir vegna gjaldþrota, eins og kunnugt er. En það er ekki það stærsti gallinn við kerfið. Stærsti gallinn er að verkalýðsforkólfar sem einnig eru í lífeyrissjóðunum um allar koppagrundir, eru stuðningsmenn hávaxta og verðtryggingar. Hvað er það, annað en fáránlegt?

4.  Þjóðin á að njóta arðsins af landsins gæðum.  Rétturinn til að anda að sér hreinu lofti og drekka ómengað vatn er ekkert sjálfsagður.  Þetta er því mannréttindi sem verður að standa vörð um.  Þjóðin á að njóta arðs af landsins gæðum. Þess vegna er brýnt að löggjöf um sjávarútvegsmál, orkumál, vatnsréttindi, og önnur löggjöf um nýtingu landsgæða sem eru í almannaeigu, tryggi þjóðinni arð af eign sinni, en ekki hluta hennar eða erlendum stórfyrirtækjum.

 

 


Boltasumarið 2010 á Austurlandi. Spádómar.

1. deild. Fjarðabyggð er Stoke íslenska boltans. Liðið þekkir sín takmörk, byggir upp á þéttum varnarleik og skapar mikla hættu með föstum leikatriðum.  Spádómur 3. sæti.
2. deild. Höttur er Swansea íslenska boltans.  Liðið er í góðu líkamlegu ástandi og spilar þétta vörn. Sóknarleikurinn er kerfisbundinn og bitlaus á köflum, og byggjast árangursríkustu sóknirnar á einstaklingsframtaki. Spádómur: 2. sæti.
3. deild. Einherji er Wimbledon (MK Dons) íslenska boltans.  Liðið á sér glæsta fortíð, trygga stuðningsmenn og ómælt baráttuþrek, sem fleytir þeim langt. Spá 3. sæti í riðlinum.
3. deild. Leiknir Fásk er Colchester Íslenska boltans.  Liðið er á sér langa sögu og hefur yfirleitt haft á að skipa góðu liði.  Liðið þykir spila góða knattspyrnu og missir oft leiki sem þeir eru klárlega betra liðið í niður í jafntefli.  Nú er lið Leiknis eins og Colchester í Englandi með lið sem hefur alla burði til að gera atlögu að rimmunni um að komast upp. Fullt af góðum leikmönnum. Þurfa að skipuleggja vörnina aðeins betur.  Þá liggur leiðin bara upp.  Spá : 1. sæti í riðlinum og góð frammistaða í úrslitakeppninni.
 Fögnuður
3. deild. Huginn er Carlisle íslenska boltans.  Liðið á sér langa og glæsta sögu, fór upp í 2. deild fyrir fáum árum, en féll eftir 2ja ára veru þar.  Liðinu er ævinlega spáð hrakförum á veturna, en þegar sólin hækkar á lofti á sumrin glæðist gengi þessa gamla stórveldis, sem verður 100 ára eftir 3 ár.  Liðið er með nokkra mjög efnilega leikmenn og nokkra eldri jaxla og mun bæta við sig örfáum lykil leikmönnum fyrir sumarið.  Huginn á sinn Kavanagh, rétt eins og Carlisle, sem er hinn eitilharði Brynjar Skúlason. 
Spá: 7. sæti í riðlinum.  Já, ég sagði að liðinu er alltaf spáð óförum áður en tímabilið byrjar. 

Gott innlegg Hönnu Birnu.

Mér finnst að myndun meirihluta í sveitarstjórnum sé óeðlilegt og í raun afar ólýðræðislegt. Þetta er vinnulag til að færa ákvörðunarvald sem sveitarstjórn hefur yfir á fundi meirihlutaflokkanna.

Tökum dæmi: Sveitarstjórn þarf að taka ákvörðun um ráðningu sveitarstjóra. Ég tel eðlilegt að ráða hann á faglegan hátt. En í öllu falli myndast einhver meirihluti í sveitarstjórn um það mál. Síðan þarf að gera fjárhagsáætlun. Um einstök atriði í henni ættu að myndast ólíkir meirihlutar, ef allt er með felldu og það er alls ekki sjálfasagt að það sé sá sami og var sammála varðandi ráðningu sveitarstjóra.


mbl.is Útiloka ekki „þjóðstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósi punkturinn í rekstri Seyðisfjarðarhafnar.

Ljósi punkturinn í rekstri Seyðisfjarðarhafnar er aukinn fjöldi skemmtiferðaskipa sem koma hingað.  Þetta er afrakstur margra ára uppbyggingarstarfs bæjarins. 

Enn eitt dæmið um árangursríkt starf ferða og menningarfulltrúa bæjarins.  Trúlega sýnir þetta einnig að ákvörðunin um þáttöku hafnarinnar í Cruise Iceland var rétt.


mbl.is Skemmtiferðaskipin halda sínu striki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband