Færsluflokkur: Bloggar

Æfingaganga í morgun.

Í morgun var 21 manna æfingaganga frá Herðubreið upp í Skíðaskálann í Stafdal.

Lagt var af stað klukkan 10.00 og um klukkan 11.40 voru allir komnir í hús upp í skíðaskála.  Veðrið var kalt en bjart.  Færið var þannig að nokkur hálka var á veginum, enda snjóþekja alla leið má segja.

Ganga þessi var skiplögð sem lokaundirbúningur fyrir göngu yfir Fjrðarheiði sem áformuð er 5. apríl.

Þessar göngur eru gengnar til að vekja athygli á samgöngum við Seyðisfjörð og einnig til að stuðla að hollri hreyfingu og útivist.  Einnig vill hópurinn stuðla að samveru fjölskyldna og vinahópa og vonar að verlkefnið efli samkennd milli bæjarbúa og helst allra Austfirðinga.

Flestir gengu til baka aftur, en nokkrir tóku það ráð að fá bílfar niðureftir eða skelltu sér á skíði.

Ég hef sjálfur verið lítið í útivist að vetri til enda enginn skíðamaður, en það verð ég að segja að  loftið í dag var hreinna en hreint og snjórinn hvítari ern hvítur í sólskininu og frostinu.

stafdalur.jpg

 

 


Alvarlegt mál

Og þá er spurning um úthlutun kvóta, byggðakvóta og sölu ríkisfyrirtækja líka, er það ekki?


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldabyltingin er komin austur!!

busahaldabylting
Seyðisfjarðarkirkja 1. mars - búsáhaldaguðsþjónusta
miðvikudagur, 25 febrúar 2009

Sunnudagur 1. mars, fyrsti sunnudagur í föstu – Æskulýðsdagurinn.  Létt búsáhaldaguðsþjónusta fyrir alla aldurshópa klukkan 11.  Gospelsöngvar og barnalög.  Pottar og sleifar leyfileg.


Frábært viðtal við Davíð, sem snerti þó ekki kjarnann!

 

Viðtalið við Davíð var afar merkilegt og á mörgu tæpt. Sigmar átti algjöran stórleik og var málaefnalegur og lét Davíð aldrei leika á sig.

Davíð átti líka ágætan leik og tókst að koma athugasemdum sínum við margt sem komið hefur fram í umræðunni. Hann sýndi að honum hefur verið ranglega kennt um sumt og að það særir hann.

Eitt kom þó ekki fram í viðtalinu og það er sjálfur kjarni málsins:

Það sem gerðist á íslandi í október var svo alvarlegt mál að alls staðar í hinum siðmenntaða heimi þætti sjálfsagt að viðskiptaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, yfirmaður fjármálaeftirlits og seðlabankastjóri segðu af sér.

Hér sagði enginn þeirra af sér, en þó eru núna allir búnir að víkja starfi sínu utan einn.  Af hverju? 


Hvað heldur þú að ....?

Bróðir minn var að vinna í brúarsmíði fyrir mörgum árum.  Vinnufélagarnir skiptust oft á bröndurum.

Einn vinnufélaginn, miðaldra bóndi var afar elskulegur kall, en sumum þótti hann kannski ekkert gáfnaljós (sem alls ekki var réttmætur dómur) og hafði hann einkennilega skræka rödd.

Einu sinni spyr bróðir minn þá félagana: "Ef Kristján Eldjárn væri lifandi í dag, hvað haldið þið að hann væri þá að gera?

Hinir veltu vöngum og vissu ekki svarið.

Bróðir minn svaraði sjálfur: " Hann væri að klóra í kistulokið"

Þá kvein í gamla bóndanum: "Jááááááá, alveg rétt, hann var fornleifafræðingur"

Það liðu margir dagar þangað til hann Reynir bróðir rendi aftur að segja þeim brandara.


Nýir orkukostir?

Vonandi verða góðir kostir í orkuöflun nýttir, svo sem vindorka og virkjun hafstrauma.

Svo er auðvitað líka möguleiki á að kaupa mengunarkvóta frá Evrópu. Er það ekki?


mbl.is Hreppir Ísland sólarkísilverksmiðjuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skiptir okkur mestu máli núna?

Nú þessa dagana er talað um hag heimilanna og að verja störf og svo framvegis.

Það verður gaman að hlýða á tillögur framsóknarflokkins og eins tillögur hinna flokkanna.

Það sem allt snýst um er samt aðeins eitt.  Það er að leysa það vandamál að við erum með gjaldmiðil sem er trausti rúinn.  Hann er ekki tekinn gildur annarsstaðar og þetta er mál sem við verðum að finna lausn á.

Hver lausnin verður kemur bara íljós, en ég bíð spenntur eftir að heyra tillögur.

Stjórnlagaþing og hugtakið nýtt lýðveldi. Er ekki bara veruleikaflótti að ræða þetta við þessar aðstæður?

Standa vörð um heimilin er bara frasi. Það eru aðgerðir sem skipta máli.

 


mbl.is Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör Samfylkingar NA.

Nú er frestur til að lýsa þáttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar runnin út.

Þátttakendur eru 18 manns.

Undanfarin ár hefur verið litið á þetta prófkjör sem baráttu svæða eða landshluta.  Nú aftur á móti er umræða innan flokksins og kynjaskiptingu frambjóðenda,  endurnýjun á listanum og beinni aðkomu kjósenda flokksins.

Eftirtaldir gefa kost á sér:

Aðalbjörn Björnsson, skólastjóri, 53 ára, Vopnafirði, sækist eftir 4.-5. sæti
Agnes Arnardóttir, atvinnurekandi, 47 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-2. sæti
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdarstjóri, 56 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-6. sæti
Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, 57 ára, Neskaupsstað, sækist eftir 2. sæti
Gísli Baldvinsson, náms og starfsráðgjafi, 61 árs, Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti
Guðrún Katrín Árnadóttir, sérkennari, 51 árs, Seyðisfirði, sækist eftir 2.-4. sæti
Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur og bæjarfulltrúi, 41 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti
Herdís Björk Brynjarsdóttir, nemi/verkakona, 25 ára, Dalvík, sækist eftir 3.-4. sæti
Jónas Abel Mellado, afgreiðslumaður, 21 árs, Akureyri, sækist eftir 3.-4.sæti
Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður bæjarráðs í
Fljótdalshéraði, 50 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 1.-2. sæti
Kristján L. Möller, samgönguráðherra, 55 ára, Siglufirði, sækist eftir 1. sæti
Óðinn Svan Geirsson, verslunarstjóri, 48 ára, Akureyri, sækist eftir 1.-8. sæti
Logi Már Einarsson, arkitekt, 44 ára, Akureyri, sækist eftir 3. sæti
Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur, 47 ára, Reykjavík, sækist eftir 2. sæti
Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri, 39 ára, Egilsstöðum, sækist eftir 2.-4. sæti
Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri, 42 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-5. sæti
Þorlákur Axel Jónsson, framhaldsskólakennari, 45 ára, Akureyri, sækist eftir 3.-4. sæti
Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður, 55 ára , Þingeyjarsveit, sækist eftir 1.-4. sæti


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 134717

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband