Færsluflokkur: Bloggar

Sorpmálin á Seyðisfirði.

Sorpmálin á Seyðisfirði hafa lengi verið óhagkvæm og vanþróuð á Seyðisfirði.

Sorphirða fór í útboð fyrir einhverjum áratugum og hefur síðan verið samið við sama verktakann aftur og aftur.  Út á það er kannski ekkert að setja, því að hann hefur tækjavætt sinn rekstur og staðið sig vel að flestu leyti.

Á árinu sem er að líða þurfti bæjarstjórnin að tvöfalda sorphirðugjöldin á bæjarbúana vegna stóraukins kostnaðar.  Þeir þættir sem höfðu hækkað í sorpmálum voru stórhækkað verð á sorrpokum og svo hærri kostnaður við akstur.  Sorpið er urðað í sorpbandalagi við Héraðsmenn og þurfum við að aka því lengri veg, því nú er sorp Mið Austurlands urðað á Þernunesi við utanverðan Reyðarfjörð.

Þess vegna eru það mikil gleðitíðindi að bæjarstjórn ætlar að taka skref í átt til vistvænni vinnubragða við sorphirðu.  Stuðlað er að sorpflokkun og móttaka bætt á endurvinnanlegu sorpi.

Plastpokarnir svörtu fá líka að víkja fyrir sorptunnum sem tæmdar verða á tveggja vikna fresti. Með þessu ætti sorpmagn að minnka og kostnaður við umsvifamikinn akstur með sorpið að minnka.

Í mörg horn að er að líta hjá framsæknu sveitarfélagi eins og Seyðisfjörður er að sumu leyti.  Annað mál sem fært hefur verið til betri vegar á síðustu árum eru skólpmálin.  Búið er að leggja þau í útrás og er skólpinu dælt langt út á fjörð.

Því má með sanni segja að með úrbótum á þessum tveimur sviðum sé Seyðisfjarðarkaupstaður umhverfisvænni bær en áður var.        


Niðurstöður í skoðunarkönnun um forsetaembættið. Stórsigur Ólafs Ragnars.

Afar athyglisvert er að virða fyrir sér niðurstöður í skoðunarkönnun um næsta forseta Íslands. Greinilegt er að þjóðin vill pólitískan forseta og er því þessi könnun stórsigur fyrir Ólaf Ragnar Grímsson.

Efst í könnuninni urðu þau Ólína Þorvarðardóttir og Davíð Oddsson.

Næst komu svo Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri og fyrrum þingmaður, Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Ólafur H Sigurðsson bæjarstjóri á Seyðisfirði.  Þessi útkoma Ólafs bæjarstjóra hlýtur að vera honum afar mikið gleðiefni og hvatning í sínum störfum. En sigurvegari könnunarinnar er samt Ólafur Ragnar sitjandi forseti. Fjórir af efstu fimm í könnuninni eiga sér pólitíska fortíð og er greinilegt að þjóðin hefur það gott álit á störfum Ólafs að mikill meiri hluti hennar velur anna stjórnmálamann sem forseta.

Næst á eftir þessum, eða með 8% fylgi hvort eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri og hin geypivinsæla sjónvarpskona Eva María Jónsdóttir.

Þessi höfðu verið nefnd í fjölmörgum spjallþáttum sem fulltúar sem gætu verið einhverskonar sameiningartákn þjóðarinnar. Þau virðast ekki njóta eftirspurnar.

Loks koma án atkvæða Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Davíð Baldursson sóknarprestur. Óumdeildir og farsælir embættismenn vekja enga athygli í þessari könnun.


Margþrepa tekjuskattur.

Samkvæmt könnun á þessari síðu eru langflestir á því að taka upp margþrepa tekjuskatt á Íslandi, í svipuðum dúr og gerist annars staðar í vestrænum ríkjum.  Næsta mál!

 


Beiðni til blaðsins.

Það er  mikilvægt að það birtist áfram 2-3 fréttir af þessari söfnun á dag á Mbl.is.

Þið sinnið þessari söfnun afar vel.


mbl.is Um 31 þúsund skora á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahald á Seyðisfirði.

Nú er aðventan komin vel á veg.  Hefðbundnir atburðir hér í bæ rekja hver annan: Aðventuhátíð var í gær í kirkjunni þar sem sýndur var til dæmis helgileikur,  Greniskreytingadagur í leikskólanum er haldinn og það er mjög skemmtilegur viðburður sem snýst um að búa til eigin jólaskreytingar og borða piparkökur með kakói. Á föstudaginn var kveikt á jólatré á spítalatúninu og þar voru jólasveinar og lúðrasveit.  Það eru haldin jólahlaðborð á öllum veitingastöðum bæjarins, sem eru þrír vel að merkja.

Búið er að kveikja ljós á þessum líka fallega jólatré í Hólmanum.  Bæjarstjórinn okkar leggur sem betur fer ekki í að hætta þeim sið, því síðast þegar það var reynt urðu nánast uppþot í bænum.  Þetta tré er að vísu minna en oft áður, en ennþá fallegra samt og stendur á fallegasta stað sem hægt er að hugsa sér fyrir jólatré.

Bærinn er líka búinn að skreyta nokkra ljósastaura í bænum með einhverri rauðri halastjörnu.  Svona skreytingar þykja tilheyra jólahaldi í öllum þorpum,  án þess að ég geti séð að þetta sé sérlega jólalegt.  Mér finnst þetta svona flottræfils jólasiður sem er trúlega þannig til kominn að fyrir nokkrum árum þótti því jólalegra sem meira væri prjálið og að því meira sem glysið væri því meira græddu allir kaupmenninrir á því að selja eitthvert ómerkilegt dót og prjál.  Tilgangur þessara ljósastauralýsinga væri sem sagt að auka peninginn og selja meira.

Sveitastjórnin á Djúpavogi ákvað í sparnaðarskyni að hafa jólaskreytingar í þorpinu umfangsminni en áður.  Þetta finnst mér vera vel til fundið.  Það er lítið hátíðlegt að eyða í skreytingar á friðar og kærleikshátíðinni eins og enginn sé morgundagurinn.

Ef við höfum eitthvað lært af áföllum síðustu missera ættum við að hafa lært hófsemi og mannúð.  Það er akki allt betra sem kostar meira.  Jólaandinn mælist ekki í amperum og kílówattstundum.

Höfum það í huga.


Fulleldi Íslands?

Í dag birtist auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum í Morgunblaðinu þar sem sagt er að í dag sé "Fulleldi Íslands" fagnað.

Ég hélt í fyrstu að um prentvillu að ræða,  en held nú svo sé ef til vill ekki.

Hugsanlega má líta á að Ísland sé eins og gripur sem hefur verið alinn í sláturstærð, eða "fullalinn".  Ýmsir hafa benta á að margar samfélagslegir eignir, eins og samvinnufélögin og sparisjóðirnir sé verðlaus, eftir hina hrikalegu útreið markaðshyggjunnar og græðginnar.   Mörg heimili séu skuldum vafin og vandséð hvernig unnt er að bjarga þeim sumum.  Peningaöflin hafa sem sagt skilið þjóðfélagið á því stigi að erfitt er að verja heimilin og kjör almennings.  Einkum þeirra sem minna mega sín.

Ég held að á fulleldisdeginum verðum við að verja sjálfstæði landsins og lífskjör almennings.  Ísland verður ekki endurreist með því að byrja aftur á að einblína á gildi fjármagnsins, heldur með jöfnuði og réttlæti.  Stöndum vörð um Ísland og látum peningaöflin ekki ná aftur öllum tökum á Ísensku samfélagi. 


Fjallahringur Seyðisfjarðar.

Nú um helgina, eða nánar tiltekið kl. 17.00 á laugardaginn opnar ein allra merkasta sýning í sögu Skaftfells, en það er sýning Garðars Eymundssonar á Fjallahringnum.

Ég leyfi mér að birta hér afrit af fréttatilkynningu. 

Fjallahringur Seyðisfjarðar28.11.09 - 31.01.10 Garðar Eymundsson hefur nú lokið 15 mánaða vinnu við að teikna upp fjallahringinn sem umlykur Seyðisfjörð. Við vinnuna lá hann úti dögum saman til að fanga útlínur fjallanna og rissa svipbrigði þeirra á blað. Teikningarnar vann hann síðan áfram á vinnustofu sinni með blýantinn og augað að vopni. Garðar vann einnig útlínuteikningu af fjallahringnum með örnefnum allra fjalla og tinda, með dyggri aðstoð Vilhjálms Hjálmarssonar frá Brekku í Mjóafirði en Vilhjálmur útbjó einnig örnefnaskrá þar sem staðarháttum er lýst. Þetta yfirgripsmikla verkefni er nú sýnt í Skaftfelli - miðstöð myndlistar á Austurlandi. Það er sannur heiður fyrir Skaftfell að bjóða almenningi á þessa sýningu, en Garðar Eymundsson á stóran þátt í tilurð Skaftfells og verður seint fullþakkað fyrir sinn hlut í stofnun miðstöðvarinnar. Í tengslum við sýninguna hefur verið unnið vandað bókverk þar sem teikningarnar fá að njóta sín. Bókin er gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum og verður til sölu í Skaftfelli. Sýningarstjórar eru Björn Roth og Finnur Arnar. Sýning Garðars stendur til 31. janúar 2010 og er opin miðvikudaga til sunnudaga frá 13:00 - 17:00. Aðgangur er ókeypis. 

Norröna farin.

Nú í morgun rétt fyrir klukkan 8.00 fór Norröna frá Seyðisfirði 12 tímum fyrr en áætlun skipsins mælir um. Er þetta gert vegna veðurútlits á hafinu hér á milli okkar og vina okkar í Færeyjum.

norrönaFerjan mun sigla nú allan veturinn, að undanskildum 4 vikum nú í desember.  Þá mun annað skip leysa hana af með þremur ferðum hingað, þannig að metnaður og kraftur einkennir starfsdrift Smyril Line núna.  Þess má í framandskoti skjóti inn her að í desember hefur hún verið leigð sem hótelskip í loftslagsráðstefnu í Kaupmannahöfn.

Samkvæmt upplýsingum frá Seyðisfjarðarkaupstað hafa mikil umsvif í kringum ferjuna og skemmtiferðaskip á þessu ári skapað hafnarsjóði auknar tekjur, um leið og önnur umsvif, einkum vegna uppsjávarfiskveiða hafa verið með allra minnsta móti.


Umræðan um forsetaembættið.

Íslenska lýðveldið er bráðum 65 ára.  Sama gildir um forsetaembættið.

Á þessum tíma hafa 5 einstaklingar gegnt þessu embætti.  Þeir hafa starfað hver með sínum hætti.

Ég hygg að fáir séu ósammála því að langvinsælust forsetanna sé frú Vigdís Finnbogadóttir, en sá sem lang umdeildastur er, er núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson.

Gagnrýnin á Ólaf hefur verið sett saman af þremur þáttum:

Fjármál:  Hann hafi verið of ferðaglaður og kostað mun meira en fjárveitingar til hans embættis gáfu tilefni til.  Hann hafi neitað að staðfesta fjölmiðlalögin og beitt umdeildu ákvæði í stjórnarskránni sem hefð hafði skapast um að forsetinn beitti ekki.  Þannig var hætta á því að frumvarpið færi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,  sem hefði kostað mörg þúsund króina.

Talaði fyrir eigin stefnu í utanríkismálum:  Hann hafi látið til sín taka á alþjóðlegum ráðstefnum og reynt að gera sig gildandi, til dæmis í málefnum er snerta loftslagsmál.  Þetta sé hlutverk ríkisstjórnar og viðkomandi ráðherra, ekki forsetans.

Stuðlaði að velgengni útrásarvíkinga erlendis:  Hann hafi stutt útrás íslenskra fyrirtækja erlendis og beri að segja af sér,  til að axla ábyrgð sína á bankakreppunni.

Með þessu hafi virðing almennings fyrir embætti forseta íslands beðið afar alvarlegan hnekki.

Ég get ekki verið sammála þessu.  Var það til auka veg og vanda embættisins þegar ríkisstjórnin reyndi að þvinga frú Vigdísi til að skrifa undir lögbann á flugfreyjur á kvenfrelsisdaginn?

Var það til að auka virðingu fyrir embættinu þegar handhafar forsetavalds keyptu heilu sendibílafarmana af áfengi á kostnaðarverði í hvert sinn er forsetinn fór af landi brott?

Var það til að auka virðingu embættisins þegar handhafar forsetavalds, veittu flokksgæðingi og flokksbróður sínum uppreisn æru,  þvert á almenna siðferðistilfinningu þjóðarinnar?

Ólafur Ragnar hefur verið duglegur við að sækja ýmsar ráðstefnur um loftslagsmál.  Hann hefur valið málstað sinn vel.  Málstað sem líkt og gróðursetning Vigdísar ætti að vera öllum upplýstum mönnum þóknanlegur.  Baráttan gegn eyðingu ósonlagsins er mannkyninu í hag,  en hún var pínulítið óþægileg fyrir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur,  sem litu svo á að álið væri eina málið. Forseti

Ólafur hefur líkt og fyrirrennarar hans viljað gera sitt til að greiða götu íslenskra fyrirtækja erlendis.  Hann markaði ekki stefnuna um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.  Það var sú stefna sem kom okkur í koll,  ásamt andvaraleysi aðila á borð við Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og  þeirra ríkisstjórna sem sátu meðan þessi staða skapaðist. 

Á það verður að benda að þjóðhöfðingar flestra ríkja,  ekki síst minni þjóða,  líta á það sem skyldu sína að greiða götu fyrirtækja sinna erlendis.  Þetta gerði danadrottning á ferð sinni um Víetnam nýverið.  Engum dettur í hug að álasa henni fyrir hugsanlega fjármálaglæpi sem seinna kann að koma í ljós að förunautar hennar stunduðu.

Almennt er litið svo á, að vegna fortíðar sinnar sem umdeildur stjórnmálamaður,  muni Ólafur Ragnar aldrei verða eindregið sameiningartákn þjóðarinnar.  Ólafur Ragnar er afar víðsýnn og vitur maður.  Hann leitast við að verja hag landsmanna og fyrirtækja þeirra og vera þannig sómi Íslands sverð og skjöldur.  Þó að ég heyri aldrei um hann sunginn hallelújakór,  þá finnst mér að hann eigi yfirvegaðri og sanngjarnari gagnrýni skilið,  en verið hefur víða undanfarna mánuði.


Gunnar áfram

Í Kópavogi kænn og slyngur,

á kjörstað er hann eftirsóttur. 

 Gunnar hefur gullinn fingur

gat hann af sér ríka dóttur


mbl.is Gunnar gefur aftur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband