16.2.2010 | 00:17
Friðun grunnslóðar við Skálanesbjarg.
2.2. Bæjarráð 07.02.08. Varðar: Umsögn um dragnótaveiðar. Meirihluti Hafnarmálaráðs telur að ekki séu haldbærar forsendur fyrir frekari lokun fyrir dragnótaveiðum í Seyðisfjarðarflóa.
Cecil leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú er svo komið að hreppsnefnd Bogarfjarðarhrepps hefur tekið undir sjónarmið Seyðfirðinga frá 2002 um lokun á Seyðisfjarðarflóa. Þá finnst mér skjóta skökku við að hlaupa frá fyrri afstöðu.
Heimild. Hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar, 11.02.2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2010 | 10:52
Sjávarútvegur í óvissu!
Ég fékk inn um bréflúguna heima hjá mér fundarboð um fund um sjávarútvegsmál sem haldinn var í Valhöll á Eskifirði mánudaginn 8. Febrúar kl. 17.00. Var boðað til fundarins af Fjarðarbyggð, Seyðisfjarðarkaupstað og Útvegsmannafélagi Austurlands.
Fór ég á fundinn, mest í forvitnisskyni og fannst hann mun betri og málefnalegfri en ég átti von á.
Í ræðu Gunnþórs Ingvasonar kom fram að á dögum kvótakerfisins hefur verðmæti sjárafla aukist, en aflamagn minnkað og störfum snarfækkað. Hann taldi að við gætum aldrei endurheimt glötuð störf, því öflugri og tæknivæddari skip og stærri einingar væru lykillinn að hagræðingu í greininni. Við getum sem sagt ekki bæði fengið meiri arð úr greininni og fjölgað störfum. Hann sagði að Síldarvinnslan hefði átt þátt í að leggja niður vinnslustöðvar, það hefði verið sársaukafullt fyrir suma, en að sínu mati nauðsynlegt. Hann kallaði eftir rekstraröryggi í greininni og kvað hugmyndir um fyrningarleið spor í ranga átt hvað það snertir. Var ræða hans mjög málefnaleg og dró hann síður en svo upp glansmynd af stöðu greinarinnar, sem hefur verið mergsogin af rangri gengisstefnu stjórnvalda og óþarfi er að nefna þá fjármuni sem hafa verið teknir út úr greininni vegna framsals fiskveiðiheimilda.
Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð flutti góða ræðu, eins og við var að búast af honum. Hann kvaðst kjósa að fjalla um þessi mál út frá hagsmunum síns byggðarlags, en ekki flokkshagsmunum. Í ræðu hans kom fram að æskilegast væri að sátt næðist um sjávarútvegsmálin, en þær illvígu deilur sem upp rísa fyrir hverjar kosningar um grundvöll helstu atvinnugreinar landsmanna væru ekki af hinu góða. Brýnt væri að allir aðilar sköpuðu frið um greinina, sá friður skapast að sjálfsögðu ekki með því að hagsmunaaðilar neiti samstarfi aðra nema þeir ráði einir öllu, eins og mörg dæmi eru um í þessum efnum.
Sverrir Albertsson ræddi um allt það sukk sem tengist kvótabraski liðinna ára og benti á að það væru ekki núverandi útvegsmenn sem hefði með gjörðum sínum framkallað úlfúð og reiði almennings í garð sjávarútvegsins, heldur miklu fremur þeir sem hefðu selt sig úr greininni og sætu á sólarströnd og drykkju Margaríta. Einnig lagðist hann alfarið gegn afnámi sjómannaafsláttar.
Björn Valur Gíslason þingmaður kjördæmisins flutti ágæta ræðu um störf sáttanefndar. Sú nefnd er sett á laggirnar af ríkisstjórninni til að leita sátta um stefnuna í sjávarútvegsmálum. Þar eiga aðkomu stéttarfélög, samtök sveitarfélaga, stjórnmálaflokkar og útgerðarmenn og virðist ekki svo langt í land með að ná sátt um sjávarútvegsmálin, ef marka má orð Björn Vals. LÍÚ hafa starfað í nefndinni en nú nýverið hafa þeir ekki sótt fundi hópsins, sem er slæmt, því mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar komi að borðinu.
Að mínu viti voru niðurstöður fundarins afar skýrar.
Sjávarútvegur á Íslandi er burðarás okkar atvinnulífs og aldrei hefur verið mikilvægara en nú að tryggja rekstrarforsendur greinarinnar til framtíðar.
Sjávarútvegurinn líður fyrir skuldsetningu greinarinnar sem kom til með tvennu móti. Stefna stjórnvalda í gengismálum, þar sem gengi krónunnar var alltof hátt skráð, leiddi til langvarandi tapreksturs greinarinnar.
Mikið fjármagn hefur verið tekið út úr greininni vegna sölu aflaheimilda og er almenningur alfarið á móti þessum þætti í núverandi kvótakerfi og er þessi þáttur trúlega rótin að þeim ófrið sem verið hefur um kvótakerfið.
Málshefjendur á fundinum virtust sammála um að svokölluð fyrningarleið er engin bót á ofangreindum þáttum, heldur binda menn vonir við starf sáttanefndar og vonast til að finna megi leiðir á þeim vettvangi til að lægja þær deilur sem verið hafa um sjávarútvegsmál undanfarin ár. Þess vegna eigi LÍÚ að hætta öllum hótunum og leggja sit að mörkum í sáttanefnd.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.2.2010 | 10:47
Gengislán ólögmæt!
Spurning um leiðréttingu lánanna, sem vel að merkja hefur verið gerð í mörgum tilvikum hjá sumum fjármögnunarfyrirtækjum.
Það verður hausverkur að leiðrétta þessa súpu.
Gengislánin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 08:08
Frábærar fréttir!
Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.1.2010 | 13:12
The boys!
EM: Íslendingar með eitt besta sóknarliðið og komast áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2010 | 13:51
Hvers vegna þarf að skera niður og hækka skatta?
Ég hef orðið þess var að fólk virðist telja að ástæða þess að ríkissjóður þarf að skera niður í rekstri sínum og hækka skatta núna sé sú að við höfum tapað svo mikið vegna útrásarvíkinga og hrunsins.
Ég held að þetta sé ekki nema að hluta til rétt.
Minni tekjur vegna minni umsvifa í öllum framkvæmdum vegur einnig þungt í þessu dæmi.
En endurfjármögnun bankakerfisins á sinn þátt, því ríkið hefur þurft að taka lán til að leggja aur í það dæmi.
Sumir halda að skattahækkanirnar standi í beinu sambandi við Ice safe samninginn. Það er alls ekki.
En það þýðir lítið að spjalla svona. Þetta er komið inn í kollinn á fólki. Sigmundur Davíð er svo klár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2010 | 10:26
Við getum orðið að liði.
Óvíst með Íslendinga á Haíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2010 | 23:28
Leir.
Óli Ragnar rosa klár
reynist eins og bilað forrit,
Enginn fellir eftir tár,
ekki heldur frúin Dorrit.
Tók sér tíma, vildi skoða hug
taldi daga vildi eiga sviðið
Dorrit fór að panta prívat flug
pínulítið hræddist varnarliðið.
Bloggar | Breytt 6.1.2010 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 18:38
Í ruslflokk með neikvæðum horfum!
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2010 | 16:17
Og?
Ráðuneyti skráð á lista InDefence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar