Spurningar í viskubrunni.

Spurningar í viskubruni þetta árið eru afar fjölbreyttar:

Meðal spurninga sem eru búnar að koma eru:

1. Hvað heitir höfuðborg Brasilíu?

2. Hvað heitir höfuðborg Þýskalands?

3. Hver býr í gula húsinu í Botnahlíðinni?

4. Hvað heitir köttur Ólafíu og Guðjóns Más?

5. Hvað heitir aftasta hárið á kattarrófunni?

6.  Hvað þarftu að slátra mörgum kindum til að ná í úll í 6 lopapeysur?

georg

Spurningar sem eiga eftir að koma: (Þær hljóta að koma, það er ekki annað hægt).

1. Hvað fékk Frjálslyndi flokkurinn mörg atkvæði í síðustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík?

2. Í hvaða greinum er Georg Bjarnfreðarson með háskólagráðu?


Viggó inn!

Ég met það svo að Viggó sé besti kosturinn til að taka við af Alfreð.

Menn sem þora ekki í slaginn eiga ekkert erindi í hann. Viggó er til.

Hann er með gríðarlega reynslu og kann þetta, kallinn.


mbl.is Viggó Sigurðsson: Ég myndi tala við HSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viskubrunnur

Spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla hófst í kvöld. Til leiks að þessu sinni eru skráð 26 lið.  Liðin eru vinnustaðahópar, félagssamtök eða vinahópar. Fólk á öllum aldri, úr ýmsum störfum.

Í kvöld fóru fram 6 viðureignir og voru þær nær allar jafnar spennandi og skemmtilegar.  Spurningaflokkarnir eru hraðaspurningar, bjölluspurningar, leikspurningar (actionary) og loks leynigestur. Þetta síðasta er nýjung í spurningakeppnum á Íslandi, að ég held.

Dómari og spyrill og annað sarfsfólk stóð sig vel og var léttara yfir keppninni en stundum áður.

Margir bæjarbúar mættu í salinn og er keppnin vinsæl af öllum aldurshópum.  Frábært framtak.

 

 


Erfiðar ákvarðanir

Allir hljóta að kannast við það að það getur verið erfitt að taka ákvörðun.  Hvað sem öðrum líður þá á þetta svo sannarlega við mig. 

gosiÖll munum við eftir sögunni um hann Gosa.  Hann átti mjög erfitt með að taka ákvarðanir, eð öllu heldur réttar ákvarðanir.

Þegar Gosi átti að fara í skólann,  var afar auðvelt að ginna hann í klærnar á voða vonda sirkuseigandanum sem hneppti hann í þrældóm sem sýningardýr, eins og við munum öll.

En ákvarðanir okkar í hinu daglega lífi eru kannski ekki svona einfaldar.  Þess vegna er alveg frábært að geta átt aðgang að hverju, góðir hálsar?

Tumi engispretta

Það væri gott að eiga sinn eigin Tuma engisprettu sem gæfi manni góð ráð ef maður á erfitt með að taka ákvörðun,  eða er jafnvel búinn að taka ranga ákvörðun.


Hvernig maður var Maó?

Eða var hann yfirleitt maður?

mao

Þetta eru spurningar sem hafa leitað á hugann við lestur bókarinnar um Maó, sem ég er að byrja lestur á.

Maó var gáfaður, klókur, minnugur og hafi tilfinningu fyrir ljóðum og bókmenntum. Honum þótti afar vænt um móður sína. Þetta er hérumbil allt það jákvæða sem hægt er að segja um hann.

Ef marka má þessa bók, var Maó ekki hugsjónamaður, fremur valdasjúkur.  Hann forðaðist erfiðisvinnu, en vildi búa í góðu húsi og sofa fram eftir degi.  Hann beitti sér gegn því viðhorfi að það ætti að hlífa konum við erfiðisvinnu, jafnvel þótt þær væru vanfærar. Hann naut þess að láta lífláta fólk á kvalafullan hátt og notaði óttann til að brjóta heri undir sína stjórn, en fá dæmi voru um að hann sneri fólki til fylgis við kommúnismann með sannfæringakrafti og hugsjóna eldi. Hann var tækifærissinni sem hófst til vegs og virðingar innan þjóðernisflokksins, en var ekki hátt skrifaður innan kommúnistaflokksins á fyrstu árum hans. 

Svo heyrði ég um ritdeilu Sverris eða Ármanns Jakobsonar við þýðandann sem var háð í kjölfar útgáfu bókarinnar, Ólaf Teit Guðnason.


.. aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin....

Tónleikar í minningu Bergþóru Árnadóttur eru á morgun. Vonandi verða þeir sendir út í einhverri góðri sjónvarpsstöð.

berþóra

Bergþóra er okkar besta, já, ég tel hana okkar allra besta söngvaskáld. Hún hafði mikið fram að færa við íslenskt menningarlíf.

Komin er upp bloggsíða og útgáfa á verkum hennar á döfinni. Frábært framtak.  Sjá Bergthora.blog.is.

Annars var það þessi gutti sem bjargaði deginum hjá mér. Hann er frábær.

http://www.slide.com/r/9Ucod6ub4j-vmeIuL-v-j5gRq0C2M_qq


Reykingabann á veitingahúsum

Nú nýverið tók gildi á Íslandi reykingabann á veitingahúsum.

Mér finnst þetta stífa bann ansi neikvætt og tel að rétt sé að leyfa tóbaksreykingar á sérstökum ölstofum og veitingahúsum þar sem fólk á völ á reykfríu svæði.

Nú hefur veitingamaður í Ísafirði fundið snjalla leið til að koma til móts við reykingafólk.

reykhús

Hann er búinn að byggja snjóhús fyrir viðskiptavini sína sem vilja reykja.

Mér finnst þetta afar góð lausn.  Síðan þegar snjór tekur að bráðna má bara byggja snjóhúsið úr plasti í staðinn.

Ég veit að þetta snjóhús mun verða gríðarlega vinsælt hjá gestum hans.


Nýjustu fréttir úr eldhúsinu!

Jæja,  nú verða sagðar fréttir.  

Þannig er mál með vexti að í mörg mörg ár höfum við venjulega haft pizzu í matinn á laugardagskvöldum á mínu heimili.  Ég man þegar þetta byrjaði vorum við með pylsupizzu,  og mig minnir að Begga mágkona hafi innleitt þennan ágæta matarkúltúr í stórfjölskylduna.  

Pylsu pizza var sem sagt hið upphaflega form af flatbökunni hjá okkur.

Síðan fórum við að þróa þetta og nota skinku og sveppi með á pizzurnar.

Seinna jókst fjölbreytnin í álegginu og pepperoni, laukur og paprika hafa síðan verið á hluta af pizzunum.  Stundum einnig olífur og tómatar.

baconLengi vel var venjulegt hvítt hveiti allsráðandi í botninum.  En fyrir nokkrum árum byrjuðum við að nota heilhveiti saman við og hefur líkað það afar vel.  Upp á síðastkastið höfum við líka bakað úr spelti og er það alls ekki síðra en hveitið.  Þó er eins og deigið verði best með því að blanda samn hvítu hveiti og spelti. Þannig hef ég fengið eionn hinn besta pizzubotn sem ég hef smakkað. 

Nú um helgina steig ég enn eitt skrefið í þróun Múlavegspizzanna.

broccoliÞá setti ég á hluta af einni pizzu beikon og brokkólí.  Að þessu sinni var ég með frekar mikinn ost á pizzunni og mikla sósu,  en ekki mikið magn að brokkólí og beikoni.  Skemmst er frá því að segja að útkoman var afar góð. 

Skora á ykkur forvitna sælkera að prófa þetta, ef þið hafið þá ekki þegar gert það. 


Erfitt að vera frægur

Já, það getur verið gaman að vera frægur, en líka oft erfitt. Ungfrú Theron hefur lagst á sveif með AA samtökunum að þessu sinni og reynt að halda áfenginu niðri.
mbl.is Erfiðast að halda áfenginu niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegt skylduverk

Vissulega eitt af fremur leiðinlegum skylduverkum lögreglunnar að klippa númerin af hættulegum ökutækjum.

Ökutæki sem eru óskoðuð eða ótryggð valda öðrum vegfarendum ýmislegri hættu.  Þannig að við ættum að muna að þessir menn eru að vinna fyrir mig og þig kæri lesandi.

red vw Hitt er svo annað mál að í sumum tilvikum eru bílarnir óskoðaðir vegna þess að þeir eru fastir inni í skafli og hafa einfaldlega ekki komist í skoðun af óviðráðanlegum ástæðum.

Eða þá á sumardekkjum inni í bílskúr.  Það ætti að vera óhætt að fresta afklippingum af slíkum ökutækjum.  Er þá kannski verið að mismuna þegnum með því að sleppa slíkum bílum?  Kannski.  Það er erfitt að gera svo öllum líki.  Ekki satt?

 


mbl.is Númerin fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 134463

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband