Sameining eða sérhyggja?

 Ágætur bloggvinur minn Jón Ingi Cesarson hefur nýverið vakið athygli á því að tvö umræðuefni, Evrópusambandsaðild Íslands og sameining sveitarfélaga séu skyld umræðuefni.

Mér finnst gaman að velta þessu fyrir mér frá ýmsum hliðum.  Til dæmis veit ég að sveitarfélög annars staðar í Evrópu eru mun stærri, eða réttara sagt fjölmennari en hér á Íslandi.

Ég tel að sveitarfélög á íslandi séu alltof mörg, fámenn og vanmáttug.

Ég er sammála um það að þessi mál eru bæði afar mikilvæg og ef betur er að gáð snúast þau um sömu spurninguna.  Er okkur betur komið í stærri skipulagseiningu?

Ég horfði á Silfur Egils í dag og þegar ég hlustaði á Katrínu Jakobsdóttur tala um Evrópumálin áttaði ég mig á því að vinstri grænir hafa tekið upp hugarheim Hjörleifs Guttormssonar frá því fyrir 20 árum sem stefnu síns flokks.

Ég held að hina innri Katrínu Jakobsdóttur langi í raun mikið til að segja (eins og lang flest félagshyggjufólk í Evrópu) að Evrópusambandið hafi haft forgöngu um innleiðingu mikilla framfara í málefnum neytenda, skóla og menntamálum og jafnréttis og félagsmálefnum.  Ég veit að margir vinstrisinnar í VG eru Evrópusinnar og munu eflaust hugsa sig um ef flokkurinn ætlar að  horfa á evrópumálin og aðild að Nató með fordómum einangrunarsinna og þjóðernisstefnu.

norr0na

Í stað þess kom einhver óljós ræða um lýðræðishalla. Hvað er lýðræðislegt við það,  að við innleiðum tilskipanir án þess að eiga formlega aðkomu að samþykkt þeirra?

Ályktun ungra frjálslyndra (sic) um Evrópumálin sýnir að sá flokkur ætlar að flækja sig enn frekar í þjóðernisstefnu.

Ég sakna þess að þessir tveir ungu flokkar, Frjálslyndir og Vinstri grænir, skuli ekki skipa sér sess sem flokkar víðsýnis og nýrra viðhorfa


Þjónusta Fasteignamats á Austurlandi.

 

Ákveðið hefur að loka útibúi Fasteignamats Ríkisins á Egilsstöðum.

Þessi lokun á starfsstöð Fasteignamats Ríkisins á Austurlandi er ekki forsvaranleg.  Á Reykjavíkursvæðinu eru tugir opinberra stofnana sem þjóna öllu landinu. Þegar þær eiga að fara að spara, eða þenjast minna út, þá grípa þær stundum til þess að loka því útibúi sem fjærst er. 

Þar að auki er þetta í algerri andstöðu við þann vísi að raunverulegri byggðastefnu, sem nokkuð hefur borið á undan farin misseri, sem felst í því að flytja opinber störf út á land.


Góður sigur í dag!

Leeds, sem leikur í 1. deild á Englandi, vann góðan sigur í dag, þeas í gær.

leedscopyxx9 Leeds vann Bournemouth 2-0 á Elland Road í dag með mörkum frá Bradley Johnson og Sean Kilkenny.  Það sem helst vakti athygli manna í dag þar á bæ var að er nokkuð var liðið á seinni hálfleik skiptu 4 leikmenn liðsins um skó vegna mjög svo blautra vallaraðstæðna.

Þetta minnir mig á gamansöguna um það er sveitaprestur nokkur var að skíra 3 ára gamalt barn fyrir mörgum árum síðan.  Þegar prestur laugaði höfuð barnsins hinu helgaða vatni varð barninu að orði;  Ertu að skvetta á mig vatni helvítið þitt?

 


Venjulegur vetrardagur?

Ég var að hugsa um hvort í dag væri venjulegur dagur.

Það er jú 6. mars, fimmtudagur og lífið gengur sinn vanagang á Seyðisfirði.

Í gær lauk spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla,  sem heitir Viskubrunnur, þeas keppnin.

26 lið tóku þátt og meðal þeirra er lið Gullbergs,  sem er skipað sjómönnum á togaranum okkar Gullver NS 12.

Þeir stóðu sig með prýði og unnu þetta að þessu sinni.

Eitt af því sem setur sterkan svip á þessa keppni okkar er,  að á hverju ári er fyrirkomulagi breytt mikið.  Teknar eru inn nýjar keppnisgreinar,  formi keppninnar breytt og inn í hana bætt alls konar skemmtiatriðum og íþróttum sem eiga kannski ekkert skylt við spurningakeppni af gamla skólanum.

Þetta gerir æ fjölbreyttari kröfur til keppenda í þessari "fjölþraut".  Mjög gaman.

Þetta árið var ákveðið að hafa uppistöðuna í keppninni "actionary" leik.  Síðan var ákveðið að létta mikið bjölluspurningarnar og hlaupa á bjöllu,  þannig að sá hluti keppninnar var eingöngu spurning um líkamlega snerpu.  Loks var sett inn í keppnina enn ein nýjungin,  sem er svokallaður leynigestur,  sem er nokkuð skemmtileg nýbreytni.  Bæði lið gátu spurt að vild,  en aðeins tvisvar gestinn að nafni.

Þetta gerði keppnina að flestar mati léttari og fjörugri og það er vissulega gott mál.

Í hléi í keppninni í gær var útnefndur íþróttamaður Hugins 2007 og varð Elmar Bragi Einarsson fyrir valinu.

En ég ætlaði að tala um daginn og veginn og veðrið.

Í dag er kalsa veður,  líklega norðaustan éljamugga og kaldi.  Alls ekki stórhríð hér niðri í bænum.

Sömu sögu er hins vegar ekki að segja upp á Fjarðarheiði.  Vegagerðin er búin að tilkynna heiðina lokaða.

Sv vill til að tveir meðlimir úr minni fjölskyldu eru að vinna upp á Egilsstöðum í dag.  Reyndar er sonurinn,  Gummi á námskeiði á Reyðarfirði og mun trúlega finna sér gistingu á Egilsstöðum í nótt. Hann vinnur að staðaldri á Egilsstöðum,  ásamt ca. 29 öðrum Seyðfirðingum.  Þannig að svona tilvik setja strik í reikninginn fyrir marga.

Konan mín var einnig að vinna upp á Egilsstöðum í dag.  Ekki er útlit fyrir að hún komist heim í kvöld.

Reyndar ekki alveg venjulegur dagur,  en samt.....

 

 


Neyð í Færeyjum?

Fyrir nokkrum dögum síðan fékk ég tölvupóst,  þar sem tilkynnt var um söfnun til handa þorpi í Færeyjum.  Þarna í Færeyjum hafði orðið stórtjón í illviðri.  Bátar eyjarskeggja höfðu skemmst og sokkið og hafnargarður skemmst.  Ljóst var að afkomumöguleikar þessa fólks til lífsframsfærslu væru nær eingir, ef þennan afdrífaríka atburð.  Gefinn var upp bankareikningur einhvers góðs manns og sagt að maður gæti lagt inn á hann til að hjálpa bræðrum okkar í Færeyjum.

bátur fær

Nú nýverið var svo viðtal við Elís Poulsen fréttaritara Ríkisútvarpsins í Færeyjum,  þar sem meðal annars kom fram að landssjóður og sveitarfélagið kosta viðhald hafnarmannvirkja í sameiningu, svipað og er á Íslandi,  og bátar og búnaður sem skemmdist er allt topp tryggt.

Mikið er ég feginn að ég var ekki búinn að leggja inn á þennan reikning,  því að ég sé að í raun og veru eru búsifjar hér á landi þegar stór hluti íbúar staðarins missir vinnuna,  svo sem vegna flutnings veiðiheimilda af staðnum miklu alvarlegra slys,  en þetta tilvik í Færeyjum.

Tilfellið er að um allt land standa verðlausar fsateignir.  Íbúarnir annað hvort hlsupnir burtu og skilja eftir sig drjúgan hluta ævistarfs,  eða hanga í átthagafjötrum vonleysis í krummaskuði.

Söfnun hefst, eða hvað?

 


Blikur á lofti í Íslensku efnahagslífi.

Góða Lísa í Undralandi, vaknaðu nú! 

Fram hefur komið að ef við göngum í ESB og tökum upp krónuna hagnast almenningur gríðarlega og lang flest fyrirtæki og sveitarfélög.  Dæmi; neysluverð lækkar um 15%. Annað dæmi: Vaxtakostnaður meðalfjölskyldunnar lækkar um 700.000 kr á ári.

lísa

En þetta er ekki allt. Það liggur í loftinu óumflýjanleg stór gengisfelling. Vaxtastefna Seðlabankans er gjaldþrota. Það er ekki hægt að halda uppi genginu endalaust með þessum hætti. Það kemur að því að gangið fellur og þá fer verðbólgan á stað aftur.  Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru búnir að gera það sem í þeirra valdi stendur til að hlutast til um hófsama kjarasamninga.

Tilboðslán bankanna með breytilegum vöxtum munu nú taka breytingum. Bankarnir munu stórhækka vextina. Þá munu margir sakna Hauks í Horni, nefnilega Íbúðalánasjóðs.

Það er ekki lækningin að leggja hann niður.

Við eigum að láta af Kúbuvæðingu Íslands og stefna í átt að Evrópu strax. Þetta þolir ekki bið lengur.

Það sem er að gerast er að þeir sem skulda peninga í íslenskum krónum mega búa við ofurvexti. Þeir munu verða ofurseldir Anti Evrópuskatti, sem við þurfum að borga fyrir að hafa þennan litla veika gjaldmiðil.  Allir hinir munu þar að auki gjalda fyrir þetta líka með lakari lífskjörum og vaxandi verðbólgu, ef ekki mikilli kreppu á næstu mánuðum.

Íslenska efnahagsundrið er aðeins tímabundið ástand, sem gert hefur verið með háu vaxtastigi og mikilli þenslu.

Í dag er mikill lausafjárskortur í íslensku bönkunum. Hvernig verður það þegar krónubréfin verða innleyst?

þÁ VERÐUR Lísa Oddsen Geirsdóttir í Undralandi að vakna.


Er Seyðisfjörður hentugur staður fyrir netþjónabú?

Að sögn iðnaðarráðherra er Seyðisfjörður einn þeirra staða sem skoðað er hvort henti fyrir netþjónabú.  Grinilegt er að stjórnvöld vilja gera sitt til að þessi starfsemi fái séns í íslensku atvinnulífi.  Ég leyfi mér að birta brot úr frétt af vísi.is síðpan í nóvember. :

Össur Skarphéðinsson upplýsti að Fjárfestingarstofa væri nú að kanna hvort flutningsgeta raforkunnar væri nóg á umræddum stöðum en niðurstöður þeirrar könnunar lægju ekki fyrir. Benti Össur enn fremur á að netþjónabú væru misorkufrek og notuðu allt frá nokkrum megavöttum upp í hundrað megavött. Þá væri gerð krafa um mikið afhendingaröryggi á orku þannig að það þyrfti að hans mati í raun tvöfalt orkuflutningskerfi fyrir netþjónabúin.

Össur upplýsti enn fremur að sum þeirra tíu sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa hefði leitað eftir samstarfi við hefðu hafnað því. Hins vegar hefði verið bent á annað sveitarfélag en þessi tíu sem kæmi vel til greina varðandi uppbyggingu netþjónabúa. Það væri Seyðisfjörður. Þar væri verið að byggja upp virkjun sem gæti komið inn ef landsnetið gæfi sig. Enn fremur kæmi Farice-strengurinn, sem tengdi Ísland við útlönd, þar á land.


Oddskarðsgöng munu ekki standa fyrir Samgöngum!

Svo virðist sem enn eitt skrefið sé nú stigið á Austurlandi í því að ná samstöðu Austfirðinga í samgöngumálum.  Fram kemur í nýjasta blaði Austurgluggans að forystumenn Fjarðabyggðar munu ekki láta Oddskarðsgöng standa í vegi fyrir Samgöngum.

Þeir Guðmundur Gíslason og Jón Björn Hákonarsson forystumenn bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar eru báðir teknir tali í umfjöllun blaðsins.

Ef ákveðið verður að fara í Samgöng, þeas jarðgöng milli Eskifjarðar, Héraðs, Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, munu Fjarðabyggð ekki standa í vegi fyrir því máli, þó að það kosti ef til vill að framkvæmdir við göngin tefjist um ár.  Rét er að fram komi í þessu sambandi að öllum hlutaðeigandi ber saman um að heilborun jarðganga vinnst mun hraðar en sprengiborun.  Þar að auki sparast gríðarlegir fjármunir og talið er að þessi miklu göng,  sem eru sannkölluð "atvinnugöng" séu hagkvæmustu jarðgöng sem unnt er að ráðast í á Íslandi.

Vissulega frábærar fréttir fyrir Seyðfirðinga, en snjóalög eru nú meiri á Fjarðarheiði en verið hefur um mörg ár.  Um leið er þetta rós í hnappagat forsvarsmanna sveitarfélaganna á Austurlandi sem eru að leiða samgöngmálin úr öngstræti hrepparígs yfir í skynsamlega samstöðu.

Áfram Austurland. 


Viskubrunnur með hlaupalátbragði.

Enn heldur Viskubrunnur áfram.  Nú er að líða á keppnina.

Form keppninnar er þannig að fyrst eru hraðaspurningar sem liðin svara hvert fyrir sig. 1 stig fyrir hvert rétt svar.

Næst er látbragðsleikur. 2 og hálf mínúta til að leika 10 orð. Sömu orð á bæði lið, þannig að liðin eru úti til skiptis ík þessum þáttum. 

Síðan eru bjölluspurningar.  Eitt stig á hverja spurningu.

Síðast er leynigestur. 4 stig fyrir að finna hann í fyrsta giski.  Tvö á öðru giski.  Liðin mega spyrja almennra spurninga til að þrengja hringinn þess utan.   Afar fjörugt fyrirkomulag og gott framtak.

Sýsluskrifstofan vann Leikskólann í fyrstu umferð og mátti síðan sætta sig við naumt tap gegn  Síldarvinnslunni.  Þar var auðvitað mjög sterkt lið á ferðinni sem hefur á að skipa mönnum sem hafa verið í baráttunni ár frá ári.  Eitt albesta liðið.  Fáranlega gáfaðir menn. He he. Þannig að ekki er skömm að lúta í gras fyrir þeim. Blush

Annars er þetta framhaldið: 

Þriðjudaginn 4. mars verða átta liða úrslit.       
8 liða úrslit                                          Sigurvegari  nr.       
Tækniminjasafnið – Þorvaldur                              1
Austfar -  HLH flokkurinn                                      2
Gullberg – Síldarvinnslan                                     3
PG vélsmíði – Stigahæstir úr milliriðl                   4

Miðvikudaginn 5. mars verða undanúrslit og úrslit. 
Undanúrslit og úrslit
1 – 2                                                                     X
3 – 4                                                            Y
keppt um þriðja sæti
X – Y um fyrsta sæti                                


Mannleg samskipti.

Svo uppker hver sem hann sáir.

Svona hljómar gamalt máltæki.

Ég er á þeirri skoðun að jákvæð samskipti séu líklegri til að leiða til góðs. Þetta kemur fram í ýmsum ritum um uppeldi og mörgum öðrum fræðum er varða samskipti fólks sem ég hefi séð. 

Það á að vera hægt að gagnrýna gerðir fólks án þess að kalla það illum nöfnum.

Þess vegna held ég að þeir sem blogga eigi að vanda orðfar sitt og muna að að sem ég sendi frá mér getur verið búmmerang sem kemur mér í koll á morgun.

munnstór

Góða helgi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband