Útgefendur ruslpósts beri kostnað við förgun

Það er eðlileg krafa að útgefendur ruslpósts beri kostnað við förgun hans.  Neytendur, eða hinn almenni borgari ber þennan kostnað í dag, ýmist beint eða í gengnum sinn sveitarsjóð.

Eðlilegt er að lagt sé úrvinnslugjald á dreifipóst eða fjölpóst og auglýsingaefni sem dreift er um bæi og byggðir og sá tekjustofn notaður til að standa straum af förgun á heimilssorpi að hluta til eða endurvinnslu þess.

Gott hjá talsmanni neytenda að vekja máls á þessu.

Mér hefur dottið í hug hvort einstök sveitarfélög geti bannaðdreifingu á svona pósti í lögreglusamþykkt.  Það er nefnilega ekki eðlilegt að þessi kostnaður lendi á almenningi, sem oft á tíðum kærir sig ekkert um þetta efni. 

 


mbl.is Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu hafa áhrif?

Þessi orð eru meginefni fundar sem Samfylkingin heldur á Seyðisfirði í kvöld.

Meðal frummælenda eru Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra, Lúðvík þingmaður, Katrín Júlíusdóttir þingmaður og Einar Már Sigurðarson þingmaðurinn okkar hér í norð austrinu.

Allir eru velkomnir og ég hitti einn gamlan og góðan jafnaðarmann, sem man tímana tvenna í dag og hann spurði mig hvenær þingmennirnir kæmu.  "Fundurinn er í kvöld klukkan 8".  Sagði ég.  "Já, ég veit", sagði hann, "en hvenær koma þeir?"  "Þegar Lúðvík og Eysteinn voru hér þá komu þeir hingað um miðjan dag og fóru niður á bryggju til að hitta menn".  Síðan var fundurinn um kvöldið.

Þessi saga er kannski lýsandi dæmi um að samskiptamáti er allur annar við kjósendur,  en áður var.  Eigi að síður er kærkomið að fá þingamenn á staðinn á fund,  því það er svo margt sem þörf er á að ræða við þá,  blessaða.

Mér dettur í hug efnahagsmálin og stýrivextirnir.  Líka ástandið á landsbyggðinni og hvort við þurfum að vaða áfram í stóriðjuuppbyggingu, eða öllu heldur álversuppbyggingu.

Sjávarútvegsmálin eru auðvitað í brennidepli á Seyðisfirði.  Hingað kemur varla loðna og búið að snarskerða kvótann.  Af hverju minnkar þorksstofninn ár frá ári.  Af hverju má ekki takmarka veiðisvæði botnvörpu og snurvoðar?  Væri ekki athugandi að friða þorkhrognið?

Aðgengi Seyðfirðinga að skólum, heilbrigðisþjónustu,  atvinnu  og þjónustu er stórskert með núverandi samgöngum við byggðarlagið.  Þess vegna snúast öll málefni okkar um það að við þurfum betri samgöngur og þar kemur í sjálfu sér aðeins ein lausn til greina, sem er jarðgöng.

Af vettvangi Norð-Austurlands hefur verið unnið að verkefni í byggðamálum, sem snýst um að flytja verkefni og störf, einkum fyrir hið opinbera,  út á land, í byggðarlög þar sem fá störf eru nú þegar fyrir hendi í opinberri þjónustu.  Þetta verkefni er að fara af stað og lofar góðu.  Markmiðið er skýrt og aðferðarfræðin er svo sannarlega eitthvað sem ég held að gangi upp.

Þess vegna rak mig í rogastans þegar Fasteignamat Ríkisins ákvað að leggja niður útibú sitt á Austurlandi.  Og aftur þegar aðsetur nýstofnaðs Vatnajökulþjóðgarðs verður líklega ákveðið í Reykjavík.  Þetta síðarnefnda var fyrsta starfið sem var ákveðið sem starf án staðsetningar.  Þetta kosningaloforð Samfylkingarinnar átti að miða að því að opinber störf dreifðust um landið.  Það er neyðarlegt að þetta hugtak, starf án staðsetningar, verði notað til að staðsetja störf sem snúast um starfsemi sem er bundin Austurlandi, í Reykjavík.  Hvað finnst ykkur?

Í útvarpinu í dag, heyrði ég loks gleðifregn.  Ég er ekki að tala um ánægju ríkisstjórnarinnar með hækkun stýrivaxta. Nei ekkí.

Ég er að tala um að hún Björk hefur ákveðið að halda tónleika í Ísrael.  Það verður gaman að fylgjast með henni og hennar boðskap þar.  Björk vakti athygli í Tíbet um daginn og orsakaði titring með boðskap sínum þar.

Ég veit að listamenn hafa miklu meira frjálsræði til að tjá sig um utanríkismál og önnur mál en ráðherrar.  En ráðherrar og ekki síst utanríkisráðherra er mikilvægur til að byggja upp samskipti milli þjóða á ýmsum sviðum.

Hins vegar er verksvið utanríkisráðherra þess eðlis að það snertir ekki okkar daglega líf. Það er áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna.


Gleðilega páska

Óska öllum gleðilegra páska.

Dagurinn hjá mér fer í leti og að horfa á fótbolta.  Ekki beint kristilegt,  en samt.

fjör á snjó

Magga Vera og Sóley Rún skelltu sér á skíði í Stafdal.  Kannski ætla þær að leita að páskaeggjum, ég hef grun um það. En renna sér svo þarna í Austurríkisbrekkunum og hafa gaman.  Ég tek það skírt fram að það er lengi búið að nota þetta orð, Austurríkisbrekkur um góðar skíðabrekkur á skíðasvæði Seyðfirðinga og Héraðsmanna.

 

Þegar ég flutti fyrst til Seyðisfjarðar var bærinn stundum kallaður Austurríki í gríni.  Það stafaði af því að hér í bæ var eina áfengisútsalan á Austurlandi.  Sem var svo bara engin útsala,  hvað verðlag snerti,  allavega.

Að lokum einn gamall íslenskur kirkjubrandari í tilefni dagsins:

Prestur einn vestanlands hélt eitt sinn þriggja ára gömlu barni undir skírn.  Þetta var á páskadag og margt manna í kirkjunni þarna í Borgarfirði vestra.

kristni

Þegar guðsmaðurinn laugaði höfuð barnisins hinu helgaða vatna sagði drengurinn stundarhátt:

"Ertu að sketta á mig vatni,  helvítið þitt?"

- Gleðilega páska. - 

 


Páskaegg.

Góðir hálsar.

Nú líður að lokum páskaeggjakönnunar.  Endilega að kjósa í dag í henni.

Einhverskonar páskaegg, eru mjög útbreiddur siður.   Þetta tengist vorkomunni, en í dag er ekki beint vorlegt á Seyðisfirði, þó að það sé ágætis vetrarveður.

Víða í vestur Evrópu trúa börnin á páskakanínuna, og er reyndar mikið sælgætisát tengt páskahátíðinni. Og þar þekkjast einhvers konar páskaegg.

egg_14

Í Austur-Evrópu eru páskaegg, en það eru máluð hænuegg, sem eru til skrauts.

Ég rakst á skemmtilega fróðleiksmola um páskaegg á vísindavefnum. 

"Í Noregi gerðu ungar stúlkur á giftingaraldri sér sums staðar til gamans að taka með sér egg í messu á páskadag. Þær geymdu eggið innanklæða, helst við nakin brjóstin og gáfu síðan þeim sem þær elskuðu eggið þegar til kirkju kom. Stundum fengu piltarnir að sækja eggin sjálfir inn á stúlkurnar. Annar leikur var sá að fela egg innan klæða en síðan fékk mótleikarinn að slá með krepptum hnefa á einhverja þrjá staði á þeim sem faldi eggið í þeirri von að hitta á eggið og brjóta það. Þá var einnig til að slá saman eggjum og sá vann sem fyrr braut egg andstæðingsins".

Væru þetta kannski skemmtilegir siðir í bland við súkkulaðiátið? É held það. 


Huginn.org fær Rós í hnappagatið.

Vefsíðan Huginn.org fær hrós dagsins hjá mér.  Loks eitthvað nýtt á síðunni.

 huginn logo

 

Áfram Huginn! 


Höfum við Gengið til góðs?

Góðir hálsar!

Höfum við gengið til góðs,  götuna fram eftir veg?  Þetta er spurning sem Jónas Hallgrímsson orðaði fyrstur manna. Í dag eru sífellt fleiri sem spyrja sig; Höfum við gengið til góðs?

jónas

Lækkun á gengi íslensku krónunni undanfarna daga er aðalumræðuefnið hér á landi í dag.  Raunar hafa mann í marga mánuði bent á að þessu lækkun hlyti að koma,  bara tímaspursmál hvenær.  Ástæðan er sú að það hefur verið kallað á peninga inn í landið með hávaxtastefnu seðlabankans.  Þessi hávaxtastefna býður upp á að erlendir fjárfestar kaupa verðbréf í íslenskum krónum og fá mjög góða ávöxtun fyrir. Íslenskir lántakendur borga sem sagt þennan fórnarkostnað.  Þetta háa gengi hefur líka gert það að verkum að innfluttar vörur hafa verið á góðu verði hér.  Og þetta háa gengi íslensku krónunnar hefur líka þýtt að útflutningsgreinar hafa fengið minna fyrir sína framleiðslu og þjónusta við erlenda ferðamenn hefur verið þeim dýr.

verkamenn

En nú þegar krónan hefur fallið lagast aðstæður útflutningsgreina og er það í sjálfu sér gott.  Skuldir landsmanna sem eru verðtryggðar og gengistryggðar hafa snarhækkað og mér reiknast til að ég hafi orðið 600.000 kalli fátækari á mánudaginn var.

Enn ein hlið á þessari gengisbreytingu eru hagsmunir erlendra starfsmanna sem hér eru að vinna. Þeir eru hér til að leggja fyrir og eru á kjarasamningsbundnum.  Þeir senda stóran hluta kauna sinna heim, til Póllands eða Lettlands.  Þeirra laun hafa beinlínis lækkað sem nemur falli íslensku krónunnar.  Í raun er þetta tilfellið með okkur hin líka, því að auk þess sem almennt verðlag hækkar á fáum vikum sem falli krónunnar nemur,  hækka skuldir heimilanna með hinum velþekktu verðbótum íslenskra lána.

Þess vegna spyrja margir sig um næst mánaðamót, þegar þeir horfa á hærri skuldir, aukin útgjöld en óbreytt laun;  Höfum við gengið til góðs?

 

 

 


Eldsneytisverð í Evrópu.

Ég er einn af þeim sem svitna í hvert sinn er ég tek eldsneyti á bílinn.  Verðið hækkar og hækkar.

Ég á dísilbíl og lengi vel var verð á dísilolíu lítið eitt lægra en á bensíni hér á landi.

En í dag er dísilolíu mun hærri en bensín, algengt verð hér er 157 á dísel og 147 á bensíni.

Samkvæmt AAroadwatch.ie var verðlag í Evrópu í febrúar svona í helstu Evrópuríkjum (allar tölur evrur per lítra):

Noregur bensín 1,548 en dísel 1,509.

Bretland bensín 1,388 en dísel 1,457.

Frakkland bensín 1.323 en dísel 1,176.

Spánn bensín 1,083 en dísel 1,039.

Þýskaland bensín 1,368 en dísel 1,257

Holland bensín 1,535 en dísel 1,223.

Danmörk bensín 1,414 en dísel 1,318.

Ítalía bensín 1,370 en dísel 1,344. Við þetta er því að bæta að víðast í Austur-Evrópuríkjunum er bensín ódýrara en dísel olía.

Mér sýnist á þessum tölum að eldsneytið á Íslandi sé með því allra dýrasta í Evrópu og ekki síst er díselolían seld á okurverði.

Það er alveg ljóst að með hækkandi eldsneytisverði fær ríkið æ stærri gjöld í sína sjóði af eldsneytisverðinu.  Þurfa ekki bifreiðaeigendur að fara að láta heyra hressilega í sér til að vekja athygli á þessari skattpíningu? 

 


Esjugrund er ótrúlega gott mál!

Ég uppgötvaði nýlega ótrúlega flott lítið fyrirtæki.

Þar getur þú keypt vakúmpökkunarvél á fínu verði.  Heyrnarhlífar, reykofna og veiðivesti.

Þetta er sem sagt verslun fyrir veiðimanninn og þá sem vilja geyma matvæli þannig að gæðin haldi sér.

sem sagt:

Esjugrund.is

og málið er dautt! 


Er Ísland svona í dag?

Efst á baugi á Íslandi í dag er að sveitarstjórnir á Suðurnesjum hafa samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi við byggingu álvers.  Þetta er gert án þess búið sé að tryggja orkuöflun og án þess að fyrir liggi að losunarheimildir lofttegunda séu fyrir hendi.  Það sem meira er,  þessi ákvörðun og þessi framkvæmd mun gera afar erfitt fyrir stjórnvöld að slá á þenslu á landinu næstu árin.

kjartan Í kastljósi í gær kom fram að skiptar skoðanir eru um málið. Samkvæmt umræðum þar,  virðist vera að jafnvel meðal alþingismanna sé sú trú að engir möguleikar á atvinnuuppbyggingu á Íslandi séu fyrir hendi,  nema fleiri álver.  Þeir sem vilja nú staldra við,  skoða fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu,  jafnari byggðaþróun,  láta þensluna hjaðna,  þetta er allt fólk sem er á móti atvinnuuppbyggingu.

Erum við Íslendingar virkilega svona þenkjandi? 

Í dag var kynnur viðauki við samgönguáætlun.  Þar komu Vaðlaheiðargöngin inn og tvöföldun Suðurlandsvegar inn og eru þetta þarfar framkvæmdir.  

Á næstu dögum verður skýrsla um Samgöng kynnt.  Sú framkvæmd,  ef af verður verður stórkostlegt byggðamál fyrir Mið-Austurland.  Engin ákvörðun hefur verið kynnt enn,  en ég trúi öðru en að sú staðreynd að um er að ræða ein hagkvæmustu göng sem unnt er að gera á landinu,  ráði því að málið fær sæti á samgönguáætlun.

Og af menningarsviði landsins er svo það að heyra að Árni Johnsen hefur enn á ný stolið senunni.

Tildrög þess máls voru þau að þegar Bubbi Morthens,  sem er að mínu áliti sá íslendingur sem mest áhrif hefur haft á íslenskt tónlistarlíf,  var í einhverskonar rit- og sjónvarpsdeilu við minni spámenn í poppheiminum,  að honum varð á að segja að annar þeirra væri lélegri gítarleikari en Árni Johnsen.  

boxer

Þetta sárnaði Árna og hefur skorað Bubba á hólm og ef Bubbi þorir ekki í gítarleiks og söngeinvígi þá stendur honum til boða hnefaleikar við þingmanninn.

Eftir því sem ég kemst næst verður ekki af þessum bardaga,  sem betur fer.

En Árni Johnsen er sem kunnugt er þingmaður Suðurlands.  Í Reykjanesbæ á Árni Johnsen góðan frænda,  Árna Sigfússon sem er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.  Mikla athygli mína,  hefur vakið hve dyggilega Árni Sigfússon hefur stutt Sýslumannsembættið á Keilissvæðinu í baráttu þeirra fyrir að ráðstafa öllu meiri fjármunum,  en fjárlög hafa skammtað þeim.  Vonandi getur Árni Johnsen miðlað málum milli fjárveitingavaldsins og  Árna Sigfússonar bæjarstjóra,  sem virðist með óbeinum hætti vera kominn í forsvar fyrir ríkisfyrirtæki.

 

goods Annars vil ég enda þennan uppistands pistil með því að hæla Árna Sigfússyni.

Hann vakti athygli mína fyrir vasklega framgöngu í hitteðfyrra,  þegar hann náði þeim fasteignum sem herinn eftirlét Ríkissjóði og kom þeim í hendur sérstaks fyrirtækis á afar góðum markaðskjörum.

Hófst ekki Alfreð Þorsteinson til metorða við störf fyrir sölu varnarliðseigna.  Kannski er Árni Sigfússon á sömu leið?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 134461

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband