15.4.2008 | 10:11
Gott mál.
Vonandi þurfa atvinnubílstjórar þá ekki lengur að keyra lödur hægt.
Sótt um undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2008 | 08:20
Bílferjan Norröna.
Í dag er ferjudagur á Seyðisfirði. Á veturna kemur ferjan Norröna hingað á þriðjudögum.
Það er alltaf enhver sérstök stemming þegar ferjan kemur hingað, ég veit ekki af hverju.
Á þessari fallegu mynd er ferjan á Seyðisfirði. Myndin er tekin af Stefáni Sveini Ólafssyni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 09:23
Athyglisvert námskeið.
Eitt alöflugasta félag á Seyðisfirði er Gönguklúbbur Seyðisfjarðar. Hann hefur staðið fyrir fyrir margskonar gönguferðum, bæði nokkuð erfiðum og eins ferðum sem henta allri fjölskyldunni.
Hann hefur líka staðið fyrir því að merkja gönguleiðir og kynna þær og einnig hefur hann staðið fyrir því að brúa ár.
Þesi klúbbur hefur einnig staðið fyrir myndakvöldum og námskeiðahaldi.
Nú er enn eitt námskeiðið haldið á vegum hans. Ætli það verði haldið í Leikskólanum?
Það er auglýst svona á vefnum www.seydisfjordur.is :
Námskeið á vegum gönguklúbbs Seyðisfjarðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 15:38
Neyðarkall frá stóreignamönnum?
Nú berst neyðarkall frá stóreignafólki.
Bankarnir, sem eru komnir undan pilsfaldi ríkisins vel að merkja þurfa nú að tryggja tilvist sína með því að ríkissjóður sem vel að merkja þarf ekkert lán, taki hjá þeim eitthvert stór lán. Eða taki lán í erlendri mynt til að leggja inn á óbundinn gengisrýrnunarreikning. Það er nefnilega ekkert lausafé eftir í bönkunum skilst mér.
Fulltrúi Fasteignasala í Reykjavík kom fram í Silfri Egils í dag og bar sig illa. Hafði hann orð á því að verið væri að taka eignir af fólki. Ástæðan er að Seðlabankinn hefur sagt að verð íbúða muni lækka um 30% á næstu árum.
Nú eigi að taka íbúðaverð úr lánskjaravísitölunni, er meðal þess sem hún leggur til. Af hverju á að gera það? Til að lánskjaravísitalan lækki ekki?
Hvað er íbúðaverð á Reykjavíkursvæðinu búið að hækka mikið á síðustu árum?
Hvaða áhrif hefur sú hækkun haft á verðtryggingu íbúðaskulda íbúa á landsbyggðinni?
Þá var ekki talað um eignaupptöku.
What goes up must come down. Gain some lose some.
Húsnæðisverð í landinu ræðst af markaðsaðstæðum. Það dugir ekki að skella skuldinni á ríkisvaldið þegar kreppir að.
Nema að ríkisvaldið þjóni eingöngu hagsmunum íbúa eins landshluta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2008 | 10:28
Orkumál - Skoðunarkönnun
Vakin er athygli á að nú er í gangi skoðunarkönnun um orkumál hér á síðunni.
Nýir orkumöguleikar eru mjög í brennidepli og um að gera að taka þátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 14:07
Norsku húsin er ímynd Seyðisfjarðar
Samkvæmt skoðanakönnun á þessari síðu eru Norsku húsin sterkust í ímynd Seyðisfjarðar.
Hér er Wathne Húsið eða Gamla Símstöðin sem nú er Ráðhús bæjarins, sem er afar glæsilegt norskt hús.
Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í þessu vali.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2008 | 12:38
Athugull nágranni?
Það getur verið gptt að eiga athugulan nágranna. Hins vegar getur stundum verið hvimleitt að eiga hnýsna samborgara, þó það fari nú afar sjaldan í pirrur mínar.
Mér finnst hins vegar ekkert skrítið að menn gjói óvart auga að húsi Íslólfs Gylfa, hann er jú fyrrverandi alþingismaður.
Ísólfur á þar fyrir utan hvert bein í Seyðfirðingum. Hann er jú nafni sonar Bjólfs landnámsmanns Seyðisfjarðar, einn af fáum.
Minkur undir sólpalli og pólitískur refur í húsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 11:08
Tímaeyðsla.
Er ekki tíma ráðherra betur varið en að ræða við svona menn?
Mér finnst til fyrirmyndar hjá Árna og Kristjáni að hlusta á þá og reyna að ræða málin við þá.
Það er hins vegar greinilegt að það þýðir ekkert að tala við þennan Sturlu.
Tími þeirra er og verðmætur til að eyða honum á þennan mann.
Innantómur fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2008 | 00:20
Viljinn Íslandsmeistari!
Lið Íþróttafélagsins Viljans varð um helgina íslandsmeistari í boccia.
Í liðinu voru Kristófer, Sverrir og Elín.
Til hamingju! Stórglæsilegt hjá ykkur.
Á mótinu kepptu einnig Magnús og Stefán Filippussynir og stóðu sig vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 18:31
Áhugaverð ferðasaga Guðrúnar Katrínar
Ég vek athygli á áhugaverðri ferðasögu Gullu í Firði sem er í Athugasemdum við frétt um árekstra á Fjarðarheiði.
Guðrún Katrín er forgöngumaður um stofnun samtakann Samgöng og hefur verið metsa baráttumannsekja á Austurlandi fyrir bættum samgöngum. Guðrún er leikskólastjóri á Seyðisfirði og mikil tónlistarkona, hefur samið lög og gefið úr disk með barnalögum.
Sigurður Gunnarsson sambýlismaður hennar hefur mikið látið til sín taka og unnið skýrslu um heilborun jarðganga á Austurlandi. Hann er hagfræðingur og var á sínum tíma sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði. Á þeim tíma beitti hann sér mjög fyrir Fáskrúðsfjarðargöngum.
Ég hef heyrt að allmargir bílar (trúlega 9 bifreiðar) hafi skemmst í gær á heiðinni og nokkrir meiðst, þó aðeins lítillega.
Myndin sem fylgir er tekin í dag í sólskininu á Seyðisfirði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar