Fjallkonan á Vestdalsheiði?

Fyrir nokkrum árum fundu tveir menn, fyrir tilviljun, á svæðinu austan Vestdalsvatns, nokkuð af perlum og  skarti.  Við nánari rannsókn á fundi þessum kom í ljós;  perlur, leifar af fatnaði, leifar af beinum og tönnum.

fjallkonan Hefur þessi fundur síðan verið viðfangsefni rannsókna fræðimanna og hefur komið í ljós við rannsóknir á beinum manneskjunnart að þessi manneskja sem þarna fannst var ung kona, sem uppi var á ofanverðri 10. öld.  Hún var fædd í Norðanverðri Evrópu, þeas í Skandinavíu eða Eystrasalt svæðinu.

Hið mikla skart sem hún bar segir okkur að þetta var tiginborin kona.

Hefur þessi fornleifafundur orðið mönnum hér á Seyðisfirði og nágrenni hugleikinn. Hvaða kona var þetta? Hvert var hún að fara? Hvaðan var hún að koma og hverra erinda? Hvers vegna lét hún líf sitt á þessum stað?  Menn hafa síðan haft fregnir af niðurstöðum ofangreindra rannsókna og farið að blaða í Landnámu um öðrum heimildum sem tiltækar eru um líf manna á Austurlandi og víðar á landnámsöld.   Einnig hafa menn aflað heimilda á netinu og skoðað örnefni í því svæði sem blessuð konan fannst.

rafperla
Á þessum forsendum er að verða til saga þessarar ungu konu, sem byrjað er að skrá hér og hvar í bænum.  

Líkt og Íslendingasögurnar mun þessi saga verða skrifuð í allmörgum handritum, en í stað kálfaskinns er Word ritvinnsluforritið og í stað förumanna sem bera milli manna handritin ganga útgáfurnar milli manna í tölvupósti.

En til að svala forvitni lesenda skal upplýst að eftirfarandi liggur fyrir um þessa ungu konu sem lét þarna lífið í 700 metra hæð yfir sjávarmáli:

Uni danski hét maður hann nam land á Unaósi á Héraði.  Uni var danskur og illa þokkaður af ýmsum nágrönnumn sínum. Hann vildi leggja Ísland undir Noregskonung.  Af hverju skyldi hann hafa viljað það?  Hann hafði loforð um að hann yrði Íslands jarl.  Hékk fleira á spýtunni?  Já, Haraldur hafði nefnilega gefið honum dóttur sína og bjuggu þau með sínu fólki á Unaósi.  En Uni fékk ekki hljómgrunn fyrir sína pólítík hjá grönnum sínum,  einkum voru Borgfirðingar og Loðfirðingar honum andsnúnir.

Uni fór því suður á land og leitaði stuðnings við sitt mál hjá Leiðólfi.  Hjá Leiðólfi bónda átti hann vetursetu og æxluðust mál þannig að dóttir bónda átti vingott við hann og gerði hann henni barn, sem alls ekki var ætlun Una.

Hér kemur bein vitnun í Landnámu: 

Uni son Garðars, er fyrst fann Ísland, fór til Íslands með ráði Haralds konungs hárfagra og ætlaði að leggja undir sig landið, en síðan hafði konungur heitið honum að gera hann jarl sinn.

Uni tók land, þar sem nú heitir Unaós, og húsaði þar; hann nam sér land til eignar fyrir sunnan Lagarfljót, allt hérað til Unalækjar.

En er landsmenn vissu ætlan hans, tóku þeir að ýfast við hann og vildu eigi selja honum kvikfé eða vistir, og mátti hann eigi þar haldast. Uni fór í Álftafjörð hinn syðra; hann náði þar eigi að staðfestast.

Þá fór hann austan með tólfta mann og kom að vetri til Leiðólfs kappa í Skógahverfi; hann tók við þeim. Uni þýddist Þórunni dóttur Leiðólfs, og var hún með barni um vorið. Þá vildi Uni hlaupast á braut með sína menn, en Leiðólfur reið eftir honum, og fundust þeir hjá Flangastöðum og börðust þar, því að Uni vildi eigi aftur fara með Leiðólfi; þar féllu nokkurir menn af Una, en hann fór aftur nauðigur, því að Leiðólfur vildi, að hann fengi konunnar og staðfestist og tæki arf eftir hann.

Nokkuru síðar hljóp Uni á braut, þá er Leiðólfur var eigi heima, en Leiðólfur reið eftir honum, þá er hann vissi, og fundust þeir hjá Kálfagröfum; var hann þá svo reiður, að hann drap Una og förunauta hans alla.

En hverfum nú aftur til Álfhildar ungu konunnar sem beið hans á Unaósi.  Hún var auðvitað orðin uggandi um hve lengi Una dvaldist á Suðurlandi og lét flokk manna fylgja sér til Seyðisfjarðar, þar sem hún hugðist komast sjáleiðina suður um land til að tahthuga með hann Una sinn.  Einnig var hún hálfsmeik við hina óvinveittu nágranna, einkum í Loðmundarfirði.  Þess vegna fóru þau fjallveginn um Vestdal til Seyðisfjarðar.  Þegar það voru komin við Vatnið verða þau þess vör að flokkur víogbúinna manna kemur austan að og eru ófriðlegir.  Húskarlar Una segja ungu konunni að hraða sér niður Vestdal svo hratt sem hún megi.  Hún gerir það og flýtir sér sem mest hún má,  en er varla lögð af stað þegar hún hrasar og meiðir sig illa á fæti.  Hún kemst ekki áfram og  sér þann kost bestan að leita skjóls og skíða upp í hellisskúta til að jafna sig á meiðslunum.  Þar fann hún að meiðslin voru svo slæm að ekki kæmist hún hjálparlaust áfram.

Hjálpin kom aldrei, en örnefni á þessum slóðum bera þessum bardaga vitni.

Einnig eru sagnir um það að rjúpnaskyttur frá Seyðusfirði hafi farið um svæðið fyrir ofan Vestdal, en sumir þeirra fundu illa tilfinningu á slóðum fjallkonunnar og fóru aldrei þar sem fjallkonan fannst.

Þetta er svona grind að þessari sögu í því formi sem ég upplifi hana.    

 

 


Eru sóknarfæri í stöðunni?

Ísland er í slæmri stöðu.  Ríkissjóður var nánast skuldlaus fyrir mánuði en er nú að taka á sig skuldbindingar upp á hundruðir milljarða.  Gengi kónunnar er niðri og ríkisstjórnin er að reyna að halda fjármálakerfinu og atvinnulífinu á lífi. 

Kjör alls almennings eru að hríðversna og verðbólgan hækkar lán og vöruverðið.

En fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott.

 OfficeParty1_thumb[7]

Ísland sem var dýrt land er allt í einu orðið ódýrt land. 

Er þá ekki upplagt að árshátíðarferðirnar sem farnar voru til Amsterdam, Köben og London, verði farnar til Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar?

Og við markaðssetjum Reykjavík sem verslunarborg fyrir nálæg lönd?

 Ég legg þetta til.

Í fúlustu! 

 


Getur verið að þetta hafi ekki þurft að fara svona?

Getur verið að íslensku bankarnir hafi ekki verið illa staddir?

Getur verið að ástæða þess að éir lentu í vandræðum hafi verið almennur gjaldeyrisskortur í landinu?

Er hugsanlegt að ísæenski seðlabankinn hafi samið við norrænu seðlabankanum um fyrirgreiðslu fyrir ienhverjum mánuðum, en beðið með að taka það fé þangað tilæ á mánudaginn var?

Getur verið að inngripið í Glitni hafi haft meiri áhrif en Seðlabankiann óraði fyrir?

Getur verið að íslendingar, ríkið, lífeyrissjóðir og almeningur hafi tapað gífurlegum fjármunum vegna einnar illa ígrundaðrar ákvörðunar?

Ég spyr. Ég veit ekki. 


Tökum slátur

Hrærum í blóði.  Valgerður er örugglega með í því,  þó Guðna bjóði við því.
mbl.is Samfylking hrærir í blóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tristan í West Ham?

Spænski strækerinn Diego Tristan er orðaður við West Ham.

Diego-Tristan_1333134

Tristan var ein skærasta stjarna Deportivo Lacoruna fyrir fáum árum og Lacoruna var þá með skemmtilegasta liðið á Spáni, eins og menn muna.

West Ham á marga stuðningsmenn á Íslandi og er talað um að Björgólfur verði að selja klúbbinn vegna íslensku bankakreppunnar.

Hættan á skaðabótaskyldu West Ham vegna Tevez málsins vofir yfir West Ham, en ekki eru öll kurl komin til grafar í því furðulega máli.  Esnka knattspyrnu sambandið dæmdi Tevez ekki ólöglegan leikmann með West Ham.  Samt sem áður getur West Ham verið skaðabótaskylt vegna þess að Sheffield Utd féll í 1. deild. 

Tökum dæmi:  Óvenjuleg mistök urðu á skrifstofu KSÍ í haust.  Gult spjal á Dennis Siim var ekki skráð og gat hann þá spilað leikinn gegn Keflavík, sem var úrslitaleikur um sigur í Landsbankadeild.

Er hætta á því að Keflavík geti fengið FH dæmt til að borga skaðabætur vegna þess tekjutaps að þeir komast ekki í meistaradeildina?  Sem sagt dæmt einhvern annan en þann sem "brýtur á" þeim.  

En að öllu gamni slepptu.

Það væri óstjórnlega gaman að sjá Tristan spila undir stjórn Zola í haust.

Lið West Ham er í fínu formi og engin ástæða fyrir þá að missa sig í janúarútsölunum þeta sísonið.

 


Engar lausnir?

Undanfarin vika hefur verið skrýtin vika.

Veröldinni er snúið á hvolf.  Kapítalisminn er dauður og líka útrásin.  Gamlir vinir eru nú óvinir og við getum helst vænst aðstoðar hjá Rússum.  Eða hvað?

Ríkið verður að taka yfir bankana til að tryggja skilvirkni fjármálakerfisins og tryggja atvinnuvegunum aðgang að fjármagni.  Þetta skiljum við og styðjum öll.

En í ljósi síðustu atburða vakna ýmsar spurningar:

Vandamálin með flökt gjaldeyris virðast mikil og trúverðugleiki krónunnar er ekki mikill erlendis.  Við þetta bætast mikilir erfiðleikar ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka við að tryggja okkur gjaldeyri.  Við höfum móðgað "elskurnar" okkar í Bretlandi þannig að þeir hafa fryst innistæður okkar þar. Engar úrlausnir liggja fyrir hendi.  Hvað veldur?

happy-pig Verkefni dagsins er að leysa málin og benda á lausnir.  Að því verki vinna væntanlega ríkisstjórn, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, ekki síst.  Að benda á sökudólga og rífast um af hverju svona er komið, það er nokkuð sem getur beðið.   En samt vakna áleitnar spurnmingar um  verk  eða öllu heldur undarlegt verkleysi Seðlabankans undanfarna mánuði. 

Seðlabankastjóri mætti í Kastljós í vikunni og fékk þar gott tækifæri til að skýra af hverju hann hefur ekki gert þetta og ekki hitt.  Helsta niðurstaðan af því langa viðtali var að hann kallaði eigendur íslensku bankanna illum nöfnum og lýsti því yfir að við myndum ekki borga skuldir þeirra erlendis.

Ég tel að svona orðaval sé ekki til að styrkja traust á íslensku bönkunum og íslensku krónunni.


Ekki sitja og kvíða.

Ég held að þessa dagana hafi margir áhyggjur.  Mér hefur liðið illa sjálfum, þannig að ég ímynda mér að það sé þannig með fleiri.

life inst Þetta er eðlilegt, en það að sitja einn og kvíða er það versta sem maður gerir.

Það sem þú átt að gera er að tala við fjölskylduna og vini þína, til dæmis á vinnustað eða í sima.  Aflaðu þér upplýsinga hjá bankanum eða einhverjum sem þú treystir vel.  Í verstu tilvikum er ráðlegt að leita til læknis.

Við skulum líka muna eftir börnunum, þau fylgjast vel með og hafa mörg örugglega áhyggjur.  Þau þurfa að fá útskýringar líka.  Hinir öldruðu þurfa líka einhvern til að tala við og deila með áhyggjum.  

Það er hætt við að margir sitji inni með "ástæðulausar" áhyggjur í svona óvissu ástandi.

Því segi ég; " Dont worry, be happy".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 134460

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband