21.12.2008 | 23:22
Gáttaþefur.
Ellefti var Gáttaþefur
- aldrei fékk sá kvef.
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.
Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann
og léttur eins og reykur,
á lyktina rann.
Af lyktinni og gufu
hann hnerrakastið fékk
og húfreyjan í pilsið
úr nefi sveinka kekk.
Fyrri tvær vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum, en sú síðasta viðbót mín, en í anda Jóhannesar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 15:19
Alls óviðunandi árangur.
Makka var frábær leikmaður og er flottur karakter. Ég batt því miklar vonir við hann sem stjóra hjá okkur.
Fimm töp í röð eru hins vegar of mikið til að kingja og því er rétt að láta hann bara fara.
Leikmannahópurinn sem hann hefur úr að moða er trúlega sá stærsti og sterkasti í deildinni og kannski hefur það komið niður á árangrinum að spila ekki þéttar á sömu mönnunum.
Leikmenn sem komast ekki í liðið hafa gert það gott hjá örðum liðum í sömu deild og verið lykil menn þar. Þetta segir sína sögu.
Leedsarar gera meiri kröfur en 9. sæti í 2. deild og keppnistímabilið hálfnað.
McAllister rekinn frá Leeds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.12.2008 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2008 | 13:00
Guðrún Andersen.
Í dag er Guðrún Andersen jarðsett.
Ég kynntist Guðrúnu vel þegar við unnum saman á skrifstofu sýslumanns í 13 ár.
Guðrún var mikil í öllu sem hún var. Hún var góð mamma, húsmóðir og amma. Hún sinnti starfi sínu af dugnaði og samviskusemi. Hún lét til sín taka í félagslífinu á mörgum sviðum. Hún var dyggur stuðningsmaður Hugins og mikill Seyðfirðingur en um leið alltaf gegnheill Vestmannaeyingur, en þar fæddist hún og ólst upp.
Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Guðrúnu og sendi hennar fjölskyldu samúðarkveðjur.
Það er fagur og bjartur dagur á Seyðisfirði. Sólin skín ekki á bæinn, en gyllir ský og fjallabrúnir okkur til yndisauka í staðinn.
Bloggar | Breytt 21.12.2008 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 15:02
Hrefna Sif stúdent.
Hún Hrefna Sif útskrifast sem stúdent í dag 19. desember 2008.
Hún útskrifast frá Menntaskólanum á Egilsstöðum málabraut.
Hún nam menntaskólanám sitt við Menntaskólann á Egilsstöðum, Fjölbrautaskólann Breiðholti, Borgarholtsskóla og Verzló.
Til hamingju með daginn.
Bloggar | Breytt 20.12.2008 kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2008 | 11:16
nei nei
Ferrari vill ekki Hamilton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2008 | 01:33
Þetta eru mín rafrænu egg!!!
Ég ætla hér með að henda tveimur rafrænum eggjum.
Fyrra eggið fer í Alþingishúsið. Á því stendur: Þetta hafið þið fyrir að leggja ekki á hátekjuskatt að nýju. Hann ætti að nota til að hækka persónuafslátt og standa vörð um velferðarríkið. Ríkisstjórnin hefur rætt um að lækka sín laun og stemming er fyrir því í samfélaginu að lækka hæstu laun. Hátekjuskattur er mun skilvirkari leið til að ná sama markmiði. Ég er ekki sammála ríkisstjórninni hvað þetta varðar.
Seinna eggið fer í Stjórnarráðið og Seðlabankann. Á því stendur; Þjóðin gengur í gengum erfiða tíma. Stýrivextir Seðlabankans eru mjög íþyngjandi fyrir skuldsett atvinnufyrirtæki og skuldug heimili landsins. Fyrir alla muni leitið allra leiða til að lækka þessar háu stýrivexti sem allra fyrst.
Ég bendi á að þetta eggjakast mitt er eingöngu táknræn aðgerð, til að vekja athygli á málinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2008 | 19:52
Er ekki komið nóg???
Hvað er að fólki?
Hvað eiga svona uppákomur að þýða? Við búum í vestrænu lýðræðisríki, kjósum okkur þing sem setur lög í landinu. Þetta er landið okkar. Þetta eru lögin okkar og þjóðfélagið okkar.
Ef við viljum nú breyta því þurfum við að gera það í gegngum tæki lýðræðisins, stjórnmálin, umræður og skoðanaskipti, fundi án ofbeldis og síst en ekki síst, í kosningum.
Hvað hefur Jón Ásgeir gert? Hann hefur rekið fyrirtæki sem hefur lækkað heimilsreikninga fólks og ég get ekki stillt mig um að benda á eins starðreynd, sem snertir Bónus. Sú verslun selur vöru á sama verði um allt land. Hún mismunar ekki eftir búsetu. Það má alveg meta það.
Hann er ekki þóknanlegur ýmsum hagsmunaaðilum og hafa ýmsir notað núverndi ástand til að koma höggi á hann. Hans fyrirtæki er þaulrannsakað af ríkislögreglunni.
Ég tel fráleitt að dæma hann með einhverju bloggtali og ráðst á hann af mótmælendum.
Nú er komið nóg af reiði og æsingi og kominn tími á að vinna að úrbótum á Íslensku samfélagi.
Veist að Jóni Ásgeiri í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.12.2008 | 20:38
Siðbót í stjórnmálum.
Flestir eru sammála um að þetta frumvarp sé réttlát breyting og eðlilegt sé að færa lífeyriskjör alþingismanna og ráðherra nær því sem almenningur býr við.
Við skulum vona að þingmenn vorir verði hressileg gamalmenni sem fyrst eins og þessi ágæti stjórnmálaskörungur.
Eftirlaunafrumvarp komið fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2008 | 18:08
Fá sumir mildari meðferð?
Stjórna í gegnum fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2008 | 15:49
Það verður að vega og meta....
... hvort þátttaka í svona sýningum borgi sig. Einhver myndi segja að þarna sér verið að kosta þessu til til að styðja okkar útrás, þeas gjaldeyrisöflun.
Ekki er hyggilegt að skera mjólkurkúna.
Hundrað og fjörutíu milljónir í EXPO 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar