Huginn sigraði BÍ/Bolungarvík í lokaleiknum.

Í gær var síðasti leikur Hugins í knattspyrnu þetta sumarið.

Leikurinn fór fram á Seyðisfjarðarvelli. Var þetta síðari viðureign Hugins og BÍ/Bolungarvíkur í úrslitakeppni 3. deildar.

Fyrri leikurinn fór 3-1 fyrir Ísfirðinga og var nokkur spenna hvernig málalyktir yrðu.

Í stuttu máli sagt var þessi spenna allan leikinn og leikurinn prýðileg skemmtun fyrir áhorfendur.

Snemma í leiknum opnaðist vörn Hugins illa tvisvar og í bæði skiptin náði Goran, sem átti stórleik, að bjarga maður á móti manni.

Frábær tilþrif Baldurs Smára í fyrri hálfleik færðu Huginn 2 mörk. Annað markið skoraði hann sjálfur eftir að hafa brotist upp kantinn og inn í teig. Hörkuskot hans small í stönginni fjær og þaðan þeyttist tuðran í netið. 1-0.

Hitt markið kom einnig eftir að hann hafði brotist upp kantinn og sent góðan bolta fyrir markið. Boltinn fór yfir markvörðinn og þar var Jeppe mættur og skallaði í netið. Staðan orðin 2-0.

Ef þetta hefðu veríð úrslit hefði Huginn komist áfram, en sú var nú ekki raunin. Ísfirðingar náðu að minnka muninn með góðu skoti fyrir leikhlé.

Ísfirðingar byrjuðu vel í seinni hálfleik og náðu að jafna leikinn fljótlega í 2-2, eftir ágæta sókn.

Jeppe sem var frábær í leiknum náði að skora og færa Huginn forystu á ný með góðu skoti eftir að hafa haft betur í skallaeinvígi við markvörðinn. 3-2.

En hroðaleg varnarmistök urðu enn hjá okkar mönnum og ísfirðingar jöfnuðu nokkru síðar.

Við svo búið mátti ekki standa og það sem eftir lifði leiks réði Huginn lögum og lofum á vellinum. Friðjón Gunnlaugsson skoraði þá tvívegis og síðustu mínúturnar í stöðunni 5-3 gat þjálfari ísfirðinga ekkert annað en nagað neglurnar, því Huginn sótti og sótti, en tókst ekki að skora.

Ísfirðingar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Í lið Hugins að þessu sinni vantaði Tómas Arnar, Sveinbjörn, Ljubisa, Thomas, Martin og Jón Kolbein, sem allir eru farnir erlendis í nám. Einnig var Glen meiddur og gat ekki spilað.

Raggi Konn og Guðni Eiríks voru hins vegar með og Binni Skúla hristi af sér meiðsladrauginn og stóðu þessir sig allir vel. Sama er að segja um aðra leikmenn Hugins í leiknum.

Huginn fær mínar þakkir fyrir skemmtilegt sumar og geta litið stoltir um öxl. Þeir spiluðu oft góðan fótbolta og sýndu drengilega keppni. Þó manni finnist súrt að liðið kæmist ekki upp, er sá árangur að fara í úrslitakeppni 3. deildar alveg ásættanlegur.

Strákar ég er stoltur af ykkur og ég veit að það er svo um marga fleiri hér í bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já þetta eru flottir drengir

Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband