Flutningar í nýtt hús.

Eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir hef ég verið afar lélegur að blogga undanfarið. Ástæða þess er sú aðvið erum að fara að flytja í nýtt hús bráðlega.

Það þarf að pakka öllu dótinu okkar hérna. Og líka að henda ýmsu, sem maður hefur ekki notað í mörg ár.

Fjölskyldan hefur átt heima í þessu húsi í 21 ár og raunar höfum við hjónin hvergi búið annars staðar eftir að fyrsta barnið fæddist. Það er hann Gummi sem er 21 árs. Við eigum líka 17 ára stelpu sem heitir Hrefna Sif. Og svo er það hún Sóley Rún sem er 8 ára.

Við ákváðum að mála nýja húsið okkar að innan áður en við flytjum og höfum verið að ví undanfarna daga, með góðri hjálp vina og ættingja.

Víð erum líka að breyta smá í húsinu og erum að opna dyragat milli eldhúss og broðstofu.

Því fylgir flísalögn og smíði á dyrakarmi og frágangur.

Við þurftum líka að rífa skáp úr eldhúsinnréttingunni og smíða lækkaðan sökkul í staðinn, en ég samdi við húnvetnsskan smiðsson um að gera þetta fyrir okkur svart. Heppni.IMG_0005

 

 Hér má sjá gamla húsið

okkar að Múlavegi 7.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýja húsið !!!   Þykir leitt að hjálpin sem ég sendi sefur bara eða er a runtinum..... það má þurrka út svarta orðið ..  svona bara fyrir okkur "viðurkennda" fókið...  takk..   kv. Inga Jóna

Inga Jóna (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

skattmann sjálfur

Einar Bragi Bragason., 8.9.2007 kl. 23:36

3 identicon

Til hamingju með nýja heimilið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þakka fyrir hamingjuóskirnar.

Ég verð að þurka út svarta orðið, þetta gengur ekki.

En að öllu gamni slepptu þá er ég húnvetnskur smiðssonur sjálfur, þannig að þettra risti nú ekki dýpra en það.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.9.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 134316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband