Færsluflokkur: Lífstíll

Eftirminnileg ferð.

Ég fór í gönguferð í dag.  Hófst gangan við sæluhús á Fjarðarheiði, eða kofa eins og ahnn er kallaður. Síðan lá leiðin inn á Fjarðarheiði og að Vestdalsvatni.  Gengum við austan vatns og að þeim stað þar sem Fjallkonan fannst.  Skoðuðum það svæði allt all vel.

Síðan skoðuðum við vel ofanverðan Vestdal og gengum síðan merkta gönguelið niður Vestdal.

Veður var ágætt, nokkuð hvass vindur á köflum, en þokkalega hlýtt.

Bjartviðri og mjög gott skyggni.

Kom heim afar þreyttur og sárfættur, en ánægður með að hafa skoðað þetta svæði. 


Lónið á Seyðisfirði

í dag og í gær hefur verið frábært veður hér á Seyðisfirði. 

Minn vinnustaður er Sýsluskrifstofan og stendur hún við Lónið, þar sem Fjarðará rennur til sjávar. Í þessu Lóni blandast sjór og vatn.  Í Lóninu miðju er hólmi. Þar sem Lónið er grunnt freistast börn og jafnvel unglingar til að ganga út í Lónið, einkum á fjöru.  Mér er ekkert og vel við þessi uppátæki barnanna, því á botninum er aur og leir og í þessu lífræna lagi gætu leynst glerbrot. En ég var víst einu sinni áhyggjulaust barn og maður má ekki taka bernskuna frá börnunum. 

Í kringum þetta Lón standa gömul hús, flest í norskum stíl,  og setja sjarmerandi stíl á Seyðisfjörð.

Heimamenn og sífellt fleiri ferðamenn njóta veðurblíðunnar hér við Lónið.

Það er fátt betra en að ganga hér um í blíðunni og hlusta á fossaniðinn sem heimamenn heyra ekki lengur, en gestir eru margir mjög hrifnir af.

Á margan hátt er Seyðisfjörður einstakur staður.


Við bridgeborðið

bridgeÞessi mynd er tekin á bridge kvöldi á Seyðisfirði. Þarna eru Lúvísa Kristinsdóttir, Einar Hólm Guðmundsson, Siggi Þór og Kristinn Valdimarsson að spila.

Einar er að fara að segja 2 spaða og Kiddi var að segja Lúllu brandara held ég.

Bridge er tómstundagaman. Þá meina ég Gaman.


Maíkvöld

Maíkvöld á Seyðisfirði eru venjulega friðsæl kvöld. Veðrið í maí er venjulega ekkert. Ekkert kalt lengur eins og á veturna. Ekkert hlýtt eins og á sumrin. Ekkert blautt eins og á haustin. Ekkert hvasst eins og stundum þegar hvöss lægð gengur yfir.

Það er ekki byrjaður ferðamannastraumur og skólarnir eru enn í gangi, þannig að krakkarnir í  grunnskólanum fara tiltölulega snemma inn.

Maíkvöld á Seyðisfirði eru mjög stresslaus. Það er ekkert bíó og ekki einu sinni sjoppa opin. Í mesta lagi 3 pöbbar. Ekkert stress. Engin miskunn. Það er klárt.


Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband