Stóra gúrkumálið sem hvarf!

Stundum skjóta mál upp kollinum í fjölmiðlum og allt nötrar út af þeim og svo hverfa mál skyndilega algerlega aftur. Fyrr í þessum mánuði skaut upp þvílíku stórmáli í öllum fjölmiðlum. Það var Fjarðaárvirkjunarklúðrið.

Starfsmaður Skipulagsstofnunar, sem ætlaði að tæta minnsblað um málið missti það í faxið og sendi það óvart til Hjörleifs Guttormssonar og einhverra blaðamanna, startaði málinu.

Það snerist um að óljósa verkskiptingu eftirlitsaðila, sem var út af fyrir sig fréttnæmt.

Niðurstaða málsins liggur nú fyrir. Byggingarfulltrúi á að hafa eftirlit með framkvæmdinni og framkvæmda aðilar bera skyldu til að veita honum ákveðin gögn í því sambandi. Mér finnst einnig merkilegt að fram hefur komið að opinberir framkvæmdaaðilar virkjana þurfa aðeins 1 framkvæmdaleyfi til að virkja, meðan einkaaðilar þurfa byggingaleyfi fyrir hvern byggingahluta virkjunar. Þetta misræmi á ekki að geta staðist í nútíma samfélagi, segi ég.

Í umfjöllun málsins í Morgunblaðinu setti Hjörleifur Guttormsson fram fullyrðingar um að virkjunin væri tifandi tímasprengja yfir byggðinni á Seyðisfirði. Þessi fullyrðing er illa skiljanleg og virðist sett fram af manni sem ekki er í andlegu jafnvægi.

Áhrif virkjunarinnar á umhverfið voru mikið til umræðu. Ég hef heyrt í fólki sem finnst umrótið mikið vegna framkvæmdanna. En langflestir eru þeirrar skoðunar að frágangur framkvæmdaaðila, þar sem búið er að ganga frá leiðslusvæðinu, sé til mikillar fyrirmyndar.

Þessi mikli skandall og klúður sem fyllti hvern fréttatíma fyrir 2 vikum síðan, er nú í dag ekki fréttaefni og sennilega bara hið besta mál.

Það var sem sagt bara Gúrkutíð og Hjörleifur og nokkrir fleiri skemmtikraftar voru að stytta okkur stundir.

Góða helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he

Einar Bragi Bragason., 24.8.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 133998

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband