Frábær grein Friðriks.

Fyrrverandi bæjarfulltrúi hér í bæ ritaði góða grein í staðarblaðið okkar Frétta-Skjáinn nú í vikunni.

Hann ítrekaði þar til dæmis hugmynd sína um að gera reit til minningar um hús sem við Seyðfirðingar höfum misst í snjóflóðinu mikla undir Bjólfi.  Þetta er að mínu mati hugmynd sem er alltof góð til að vinna ekki með.

Hann var líka að benda á að sums staðar í bænum þarf að gera bragarbót í sambandi við umgengni og viðhald húsa og annarra mannvirkja.  Það er líka hárrétt hjá honum.

En í framhaldi af hans ábendingum, og það meira að segja beinu framhaldi, þá langar mig til að segja það hér, að vissulega mega íbúar okkar bæjar standa sig betur, sem og fyrirtæki, en að mínu viti er einn aðili sem enga afsökun hefur fyrir að gera ekki sitt í sambandi við umhirðu húsa sinna.

Það er hið opinbera. Því ber siðferðislega skylda til að skilja ekki eftir hús sem það hefur notað áratugum saman, eins og ljótan blett í okkar fagra bæ, eins og því miður fleiri en eitt dæmi er um.

Hið merka hús sem ÁTVR notaði og nefnt var af sumum "Austurríki" er skuggalegasta dæmið um þetta.

Hús sýsluskrifstofunnar við Bjólfsgötu, er hins vegar dæmi af hinum kantinum. Ríkið ákvað að leggja fjármuni í endurreisn þess og fyrir vikið er það hús sannkölluð bæjarprýði og jafnvel "tourist attraction".

aldan 1898


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já en svo má ekki heldur gleyma öllum bíl og vélahræjum sem eru allt of víða....Stál svæðið....Fullt af drasli í kringum Farfuglaheimilið...fyrir utan Fiskvinnsluna......Langatangasvæðið er alltaf að bæta við sig drasli..........og svo þarf að finna lausn á þessa uppfyllingu sem er ekkert augnayndi....

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Réttmætar ábendingar. Það má víða taka til. En auðvitað fylgir iðnaðarrekstri alltaf eitthvað sem sumum finnst lýti.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þarf ekkert að gera það í nútíma þjóðfélagi þar sem að það er hægt að fá fínar girðingar og veggi sem loka á svona hluti..

Einar Bragi Bragason., 26.3.2009 kl. 11:46

4 Smámynd: Björg Árnadóttir

Alveg pottþétt að víða má gera betur. Hitt megið þið Seyðfirðingar eiga að þið státið af afskaplega glæsilegum bæ og vel útlítandi, langt umfram það sem maður á að venjast víða af landinu. En það á að sjálfsögðu að vera ykkur hvati til að gera enn betur og verða lang flottust!

Annars er ég sammála þessu með ríkiseignirnar. Það á að gera þá kröfu á Ríkið að það séu a.m.k. ekki lýti af þeirra eignum. Lofuðu þeir ekki í fyrra að gera eitthvað gott úr gamla ÁTVR húsinu ykkar?

Björg Árnadóttir, 27.3.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband