Pólítíkin á lóðaríi, með hroðalegan skjálfta.

Nú er kominn skjálfti í pólítíkina.

Ýmsir ganga um með þingmann í maganum og opinbera ástand sitt og svo er komið að nærri önnur hver frétt á vefmiðlum fjallar um framavonir stjórnmálamanna sem hyggja á þáttöku í prófkjöri.

Ég hef verið eitthvað skrýtinn í maganum undanfarna daga og varla verið mönnum sinnandi (á betur við kvenfólk, þetta orðtæki).  Þetta ástand rann af mér í gær og líður mér mun betur í dag, þannig að ég er bara góður núna.

Hér í þessu kjördæmi hefur hinn valinkunni fjölmiðlamaður Sigmundur Ernir Rúnarsson tilkynnt áhuga sinn á þáttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar.  Þóttu mér þessi tíðindi hinar bestu fréttir, en ég hef síðan orðið þess var að stuðningsmönnum annarra flokka finnst þessi afskiptasemi Akureyringsins hinn mesti óþarfi.

Eitt kraftaskáldið brá sér á skeið með þessum líka árangri:

Þú skalt ekkert þenja kjaft

þóðú sért að norðan

Settu upp þitt sjónvarpshaft

og sjóhatt til að borðann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Simmi á tengingar í aðra flokka og það fer um þá.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:00

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekkert breytis.  Nýir menn koma, en þeir verða jafn miklir sauðir og þeir á undan svo sama stefnan verður ennþá.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2009 kl. 16:56

3 identicon

Kannski þurfið þið jafnaðarmenn ekki að leita neitt til annarra flokka varðandi frambjóðendur.  Þið eigið marga frambærilega frambjóðendur úr eigin röðum.  Fólk sem hingað til hefur haldið sig til hlés. Öflugt fólk.

Maður líttu þér nær, eins og þar segir.  Alvöru jafnaðarmenn hafa alltaf notið fylgis jafnvel langt utan eigin raða.  Engin þörf á utanaðkomandi frambjóðendum.

"Framandi blóð" gæti verið smitað.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, þeir svitna Gísli!!!

Jón Halldór Guðmundsson, 19.2.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband