Helgaruppgjör.

Þá er viðburðarrík helgi að baki.

Föstudagur: Hún hófst hjá mér með því að horfa á fyrsta Idol þátt ársins. Hann var skemmtilegur. Næst var Útsvar á dagskrá. Þetta var frábær þáttur og sigraði Fljótsdalshérað Akureyri í spennandi leik. Þetta eru tvö af skemmtilegustu og bestu liðunum í keppninni og ber ég taugar til beggja, að sjálfsögðu.  Hélt þó meira með vinum mínum af Héraði, sem voru frábær.

Laugardagur: Tippkaffið var gott að vanda á laugardagsmorguninn og restin af deginum fór í afslöppun, göngtúr og rólegheit. Það var Pizza í kvöldmatinn hjá okkur og svo horfðum við á söngvakeppni sjónvarpsins. Eva og Ragnhildur voru að vanda í gelgjukasti og voða voða skemmtilegar,  eða þannig.  Lögin í keppninni voru bara ágæt, en í mínum huga skyggir það mikið á keppnina að svo virðist sem eitthvað annað en mat á hve góð lögin eru hafi ráðið því hvort þau komust í keppnina. Lag sem Einar Bragi sendi inn hefði trúlega rúllað þessu upp og þeir sem vilja heyra geta gert það á saxi.blog.is.

Staða þjóðmála, eða öllu heldur vantraust almennings á stjórnmálamönnum og fleirum endurspeglast greinilega í keppninni. "Is it true?" komst áfram og vann!. 

Sömuleiðis komust áfram; "Easy to fool" og "Lygin ein"!!!

"I think the world of you" og "Hugur minn fylgir þér",  komust hins vegar ekki áfram.

Lagið sem Jóhanna söng komst áfram, og ekki hefur nafnið skemmt fyrir söngkonunni. 

Sunnudagurinn fór svo í fund hjá Kjördæmisráði Samfylkingarinnar.  Miklar umræður urðu um aðferð við að velja framboðslista vegna komandi kosninga.  Fram kom að eindreginn vilji er fyrir því að auka áhrif kjósenda á skipan framboðalista og ályktun var samþykkt sem felur í sér að flokkurinn vill að kjósendur geti raðað á framboðslista um leið og kosið er.  Ákveðið var að efna til opins orófkjörs meðal flokksmanna og stuðningsmanna Samfylkingarinnar í kjördæmi um skipan 8 efstu sæta listans.  Fundurinn var ákaflega kraftmikill og greinilegt er að mikill hugur er í Samfylkingarfólki fyrir komandi kosningar.  Sérlega áberandi er að flokksmenn telja æskilegt að auka hlut kvenna í efstu sætum listans í kjördæminu.  Vonandi er að niðurstaðan úr prófkjörinu verði sterkur listi með jafnréttisyfirbragði í vor.  Það tel ég vænlegt til árangurs í kosningunum. 

Mánudagur.

Nokkru fyrir hádegið fór rafmagnið af mínum vinnustað. Útlit fyrir langvarandi bilun og vegna þess hve öll vinna á skrifstofum er háð tölvum er í raun ekkert hægt að vinna meðan ekkert rafmagn er. Svona erum við háð blessuðu rafmagninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk f. síðast.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:32

2 identicon

Ég horfi sjaldan á sjónvarp.Fréttir og nenni ekki meir.Jafnrétti er af hinu góða en það á ávallt að setja hæfni fólks til starfans í fyrsta sæti en ekki kyn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband