5.11.2008 | 19:04
Leikskólinn Sólvellir á Seyðisfirði.
Hér á Seyðisfirði höfum við afar góðan og farsælan leikskóla. Þar hefur lengi verið mikið mannval og hærra hlutfall af fagmenntuðu fólki. Þess vegna hefur starf skólans lengi verið annað og meira en geymslustaður fyrir börnin.
Leikskólakonurnar hafa farið víða og kynnt sér starf leikskóla annars staðar og byggt upp uppeldisstofnun sem ber virðingu fyrir barninu og starf leikskólans gefur því tækifæri til að þroskast í gegnum leik. Það hefur verið skoðun fræðsluyfirvalda að æskilegt sé að öll börn á leikskólaaldri fái tækifæri til að vera í leikskóla, án tillits til efnahags foreldra.
Brú milli skólastiga er verkefni sem leikskólinn og skólinn hafa byggt upp saman og er markmið þess að aðlaga börnin að starfinu í grunnskólanum. Það er skoðun mín og margs annars félagshyggjufólks að landsmenn búi við jafnrétti til náms. Skólagjöld á framhaldsskólastigi og ég tala nú ekki um grunnskólastigi séu því ekki réttlætanleg. Þess vegna er eðlilegt að sá hluti leikskólastarfs sem er aðfari grunnskólans sé gjaldfrjáls.
Í grunnskólanum hafa orðið miklar breytingar á síðustu árum. Er nám nemendanna einstaklingsmiðað og eru 3 árgangur í hverjum nemendahópi.
Úr uppeldisstefnu Leikskólans Sólvalla:
LEIKUR er iðja barna rétt eins og vinna er iðja fullorðinna. Í gegnum leik læra börn, þroska og þjálfa mikilvæga þætti félagsfærni eins og samskipti, samvinnu, traust og að fylgja reglum. Þetta eru nauðsynlegir færniþættir m.a. til að börn geti eignast og haldið vinum, tekið þátt í íþróttum og tómstundum og liðið vel í skólastarfi jafnt sem daglegu lífi.
Börnin okkar eru getumiklir einstaklingar sem eru færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir og við verðum að gefa þeim tíma og skapa þeim aðstæður til að gera hlutina sjálf, á eigin forsendum og hraða og hætta að grípa fram fyrir hendurnar á þeim.
Börn hafa þörf fyrir ást, öryggi, hlýju og viðurkenningu hins fullorðna, því þarf leikskólinn okkar að vera öruggur, hlýlegur, skemmtilegur og örvandi vinnustaður sem vekur gleði og forvitni barnanna ásamt því að efla frumkvæði, sjálfstæði og jákvæða sjálfsmynd.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill, sammála gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:00
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.