28.10.2008 | 22:18
Mælirinn fullur á Seyðisfirði!
Nú er mælirinn fullur á Seyðisfirði.
Það er búið að rústa fjárhag íslenska þjóðabúsins og skuldsetja hvert einasta ófætt barn landsins um milljónir. Við tökum ekki þátt í þessu.
Það er búið að sukka og fjárfesta og byggja fyrir þessa aura. Þetta sukk og framkvæmdir voru einhvers staðar annarsstaðar á landinu í gangi en hér í bæ.
Við vildum hafa okkar að segja og vildum breyta klukkunni til samræmis við Evrópu. Ekki var hlustað á það. Við búum við betri samgöngur til annara landa en Íslands og höfum beðið um samgöngubætur. Ekki hlustað á það.
Við höfum fengið skerta bankaþjónustu og búið við hana í einhver ár. Við neitum því að borga fyrir banka sukkið.
Fasteignir hér í bæ hafa verið gerðar verðlausar af lánastofnunum og stjórnvöldum og útaustur á lansfé er ekki okkar mál.
Það er því ljóst að mælirinn er að verða fullur hjá Seyðfirðingum og allar líkur á að bærinn lýsi yfir sjálfstæði, Seðlabanka og þar af leiðandi skuldlaust samfélag, þar sem manngildi er metið. Gjaldfrjáls leikskóli þykir sjálfsagt markmið hér í bæ. Skólinn okkar á að laga sig að þörfum nemenda, en ekki öfugt.
Hver vill ekki glaður búa í svona samfélagi?
Enn eru nokkur hús óseld, en fer fækkandi.
Í dag voru færeyingar að bjóða okkur stóran hluta af varasjóð sínum að láni. Hvernig getum við tekið við aurum frá þeim? Þeir eru "lille bror"!
Og hvað á að gera við þessa peninga. Geyma þá í einhverjum kassa, þannig að við getum sagst hafa sérstakan gjaldmiðil áfram. Þessir peningar verða bara notaðir til að við getum í nokkur ár enn sóað fjármunum til að geta sagst vera enn með sjálfstæða mynt.
Er ekki komið nóg?
Þessi mynt og þessi háa verðbólga og þessir háu stýrivextir eru grunnurinn að óréttlæti og eymd í þessu góða landi.
Við Seyðfirðingar þurfum ekki sjálfstæða mynt. Bara sjálfstæða hugsun. Það er mikilvægara.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 22:29
Nú veit ég ekki hvernig þessi mál eru í dag, en vandamálin voru næg fyrir úti á landi þó svo að það sem nú er að gerast sé ekki á það bætandi!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 20:38
Þessi vandamál sem eru að koma yfir landið í dag eru að miklu leyti búin að vera viðvarandi víða út um land í mörg ár. Versnar alls ekki mikið við þetta.
Jón Halldór Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 20:59
heyr heyr
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 30.10.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.