Hálkuvarnir á Fjarðarheiði.

Í dag átti ég leið upp á Egilsstaði.   Erindið var reyndar að láta skipta yfir á vetrardekk.  Það þýðir ekkert annað en að vera á negldum snjódekkjum á Fjarðarheiði.

Ég var hress með það að Vegagerðin var búin að sanda á heiðinni þegar ég fór yfir klukkan 16.00.

Hins vegar hefur maður oft furðað sig á forgangsröðun þeirrar stofnunar.

halka

Vegurinn um Fjarðarheiði er krókóttur og á nokkrum stöðum bæði slæmar beygjur og brekkur.  Það fer illa saman í hálku eins og er oft á þessum vegi.  Þess vegna er að furðulegt að Vegagerðin skuli sanda fyrst vegi á sléttunum á Héraði,  áður en farið er í brekkurnar á heiðinni.

Vegir á Íslandi hafa verið metnir með tilliti til hversu hættulegir þeir eru.  Þá eru atriði eins og brattar brekkur,  vitlaus halli í beygjum,  beygjur í bratta,  hæð vega og meiri hætta á illviðrum af þeim sökum og margt fleira.

Ég hef heyrt að vegurinn um Fjarðarheiði sé hættulegasti vegur á Íslandi.  Þess vega er óskiljanlegt að hálkuvörnum sé jafn illa sinnt og dæmin sanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Jón minn, ég gæti ekki verið þér meir sammála. Það er illa hugsað um dreifara. Og ég gleymi vonandi aldrei uppruna mínum og hneykslast gjarnan á forgangsröðun þegar kemur að þessum málum

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 134592

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband