22.10.2008 | 21:39
Hálkuvarnir á Fjarðarheiði.
Í dag átti ég leið upp á Egilsstaði. Erindið var reyndar að láta skipta yfir á vetrardekk. Það þýðir ekkert annað en að vera á negldum snjódekkjum á Fjarðarheiði.
Ég var hress með það að Vegagerðin var búin að sanda á heiðinni þegar ég fór yfir klukkan 16.00.
Hins vegar hefur maður oft furðað sig á forgangsröðun þeirrar stofnunar.
Vegurinn um Fjarðarheiði er krókóttur og á nokkrum stöðum bæði slæmar beygjur og brekkur. Það fer illa saman í hálku eins og er oft á þessum vegi. Þess vegna er að furðulegt að Vegagerðin skuli sanda fyrst vegi á sléttunum á Héraði, áður en farið er í brekkurnar á heiðinni.
Vegir á Íslandi hafa verið metnir með tilliti til hversu hættulegir þeir eru. Þá eru atriði eins og brattar brekkur, vitlaus halli í beygjum, beygjur í bratta, hæð vega og meiri hætta á illviðrum af þeim sökum og margt fleira.
Ég hef heyrt að vegurinn um Fjarðarheiði sé hættulegasti vegur á Íslandi. Þess vega er óskiljanlegt að hálkuvörnum sé jafn illa sinnt og dæmin sanna.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
-
joningic
-
fridabjarna
-
gisgis
-
arnith2
-
egillrunar
-
gbo
-
gummigisla
-
korntop
-
fjardarheidi
-
asgrimurhartmannsson
-
fiskholl
-
larahanna
-
gudrunkatrin
-
fleipur
-
hallibjarna
-
logieinars
-
saxi
-
mjollin
-
hugs
-
holmdish
-
joelsson
-
mosi
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
photo
-
rifssaumur
-
neistinn
-
runirokk
-
skagstrendingur
-
arnthorhelgason
-
emilkr
-
nimbus
-
gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 134592
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón minn, ég gæti ekki verið þér meir sammála. Það er illa hugsað um dreifara. Og ég gleymi vonandi aldrei uppruna mínum og hneykslast gjarnan á forgangsröðun þegar kemur að þessum málum
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.