24.8.2008 | 17:48
Hjákátlegur boðskapur!
Það sem heyrist frá Framsókn er hjákátlegt.
Þeir vilja selja auðlindirnar á útsölu og sjá helst frumvinnslugreinar. Vilja einhæfni í íslensku atvinnulífi og sjá ekkert nema stóriðju. Umhverfisstefna þeirra er að þeir líta á mengun sem kost, finnst manni stundum. Skrítin bændapólitík.
Þeir vilja efla meingallað landbúnaðarkerfi sem hefur ekkert gert annað en að fækka blómlegum sveitum.
Núna eru þeir á móti kvótanum í sjávarútvegi sem við komumst ekki út úr, þökk sé þeim.
Helsta gagnrýnin á ríkisstjórnina er að hún skuli ekki taka lán handa bönkunum, sem verður dýrt fyrir almenning á endanum, en kemur þeim til góða sem fengu ríkisbankana gefins, fyrir tilstuðlan Framsóknar.
Hvaða erindi á svona stjórnmálaflokkur í dag spyr ég nú bara?
Guðni í fundaherferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðni og Framsókn eru fulltrúar fortíðarhugsunar og það mun ekki breytast svo glatt. Ég finn þetta vel í mínu nánasta umhverfi þar sem framsóknarandinn svífur yfir vötnum. Þessi rödd er að verða meira og meira hjáróma við sjálfa sig og er flótti úr borgarstjórnarflokk Framsóknar í Reykjavík skýrasta dæmið þar um. Ég held að það verði bara fáeinir eldri framarara sem hlusta á Guðna núna, hinir hrista bar höfuðið
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.8.2008 kl. 17:58
Hvað sem má um Framsókn segja er það staðreynd að þeir kunna þó að stjórna. Þau 12 ár sem flokkurinn var í ríkisstjórn eru mestu velmegunarár Íslandssögunnar. Um leið og annar flokkur tekur við verður hrun. Tilviljun? Held ekki.
Víðir Benediktsson, 24.8.2008 kl. 18:07
Hvaða erindi á svona stjórnmálaflokkur í dag spyr ég nú bara? -Ekkert!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.8.2008 kl. 19:14
Þegar maður er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig, eins og höfundur skrifar í lýsingu um sjálfan sig. Er hálfhjákátlegt að lesa að sama manni finnist upplogin stefna framsóknarflokksins hjákátleg, hið minnsta ætti höfundur að lesa sér til til að geta sagt satt og rétt frá.
Jón Finnbogason, 25.8.2008 kl. 18:25
Ég er nú bara að setja orð framsóknar í samhengi við gerðir flokksins.
Ég er nefnilega áhugamaður um lífið í kringum mig og gerðir framsóknar eru þar með, ekki aðeins orð þeirra nú.
Jón Halldór Guðmundsson, 26.8.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.