Er þetta nokkuð mál?

Er ekki staða flutningabílstjóra furðuleg?

Ef þeir eru að krefjast lækkunar á þungaskatti og dísilolíuverði, þá spyr maður hvar á að fá fé til að viðhalda og byggja upp vegakerfið?

Er ekki satt að einn flutningabíll slítur vegakerfinu jafn mikið og 10.ooo fólksbílar.

Kannski ætti að hækka þungaskattinn og lækka bæði dísil og bensín?

Svo er annað.

Ef atvinnubílstjórar hafa ástæðu til að mótmæla hvað hafa öryrkjar mátt segja í gegnum árin.

Einnig hafa stjórnvöld staðið fyrir eignaupptöku með aðgerðum sínum, eins og breytingar í kjölfar kvótakerfisins hafa haft í för með sér.

En það eru bara dreifðir og vanmáttugir hópar, sem hafa ekki aðstöðu til sterkra aðgerða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jú þessi mótmæli eru furðuleg og eru sennilega rándýr. Sennilega hefðu þungaflutningabílstjórarnir gert betur í að taka sér Gandhi til fyrirmyndar. Með friðsamlegum aðgerðum tókst honum að ná árangri og knýja breska heimsveldið á kné án þess að nokkur blóðdropi féll.

Þessi mótmæli eru til mikils vansa og betra hefði verið að ráðamenn hefðu fremur viljað ræða málin yfir kaffi og einhverju góðu meðlæti með fulltrúum bílstjóra. en ÞEIR KU VERA SVO UPPTEKNIR VIÐ AÐ LEYSA ÖLL HEIMSINS VANDAMÁL AÐ ÞEIR HAFA VART SÉST Á ÍSLANDI SÍÐASTA MÁNUÐINN!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Gandhi?  Hvað gerði Gandhi: hann settist niður með helling af fólki og var fyrir.  Skapaði þar með gífurlega hættu, enda ljóst mál að sjúkrabílar komust ekki framhjá.

Það að stöðva umferð var friðsamleg aðgerð.  Pirrandi, en friðsamleg.  Eins og aðferðir Gandhi.  Og það tók mörg ár hjá honum, og milljón öðrum.

Þetta hefur bara staðið yfir í mánuð eða svo, og hefur Þegar leitt af sér slagsmál, gas, egg og riot-gengi.  Ég er viss um að þeir hafa iðað í skinninu að fá að prófa þetta sprey og riot-útbúnaðinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Fólk er orðið leitt á að mótmæla með pennaskrifum það ber engan árangur. Geir Haarde vill að fólk haldi því áfram. Eðilega.

Ég kíkti á gagnasafn Moggansog leitaði eftir orðinu kvótakerfi. Þar eru um 1.500 greinar um kvótakerfið. Hverju hafa þau mótmæli skilað okkur? - Ekki neinu, mannréttindabrot framin, þorskstofn að hruni kominn og byggðir illa staddar.  Ef fólk hætti að skrifa og mótmælti fiskveiðistjórnunarkerfinu áhrifaríkara, þá væru ekki mannréttindi brotin á okkur. Þorskstofninn ekki verr staddur og byggðir landsins blómlegri.

Sigurpáll Ingibergsson, 27.4.2008 kl. 11:41

4 identicon

Það er ekkert sem réttlætir það ofbeldi sem er komið í gang í þessum mótmælum.Ég er löngu hætt að styðja þetta rugl.Og svo lætur Sturla eins og hann sé fórnarlamb.Gangan í dag er bara brandari

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband