5.4.2008 | 14:58
2 Árekstrar á Fjarðarheiði í dag.
Ástæða er til að fara með mikilli gát á Fjarðarheiði núna.
Í dag hafa orðið þar 2 árekstrar. Í öðru tilvikinu skall bifreið á moksturstæki.
Há göng eru á heiðinni núna, sem gerir það að verkum að þegar vind hreyfir af kóf og afar slæmt skyggni.
Vegargerðin gerir það sem hún getur og leitast við að hreinsa snjó úr þessum göngum. En vegna þessara slysa er vegurinn lokaður eins og er, eða tafir vegna þess að unnið er að því að fjarlægja bílana.
Þau göng sem yrðu mikið öruggari og miklu hagkvæmari í rekstri eru hins vegar jarðgöng, en þau koma vonandi sem fyrst.
Töluverð umferð er á Seyðisfirði í dag, enda mikil blakhelgi í bænum.
8 lið eigast við í úrslitakeppni 2. deildar. Þróttur R var að vinna karlakeppnina.
Síðan á eftir fer fram leikur í efstudeild kvenna þar sem Fylkir og Þróttur Nes keppa.
Annars er fallegt veður hér í bæ núna og ekkert annað sem skyggir á lífsgleðina en erfiðar samgöngur.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjarðarheiði var ofarlega í huga KLM í útvarpsviðtali í gær. Hann er á leiðinni með borinn. Kominn í Héðinsfjörð.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 15:34
Já sæll Jón og takk fyrir siðast. Ég get tekið undir með þér. Hér er hið besta veður og fjallasýn frábær. Hin óæskilegu snjógöng mætti gjarnan leysa af með jarðgöngum. Ætlaði yfir heiði áðan en varð frá að hverfa vegna snjóblindu og ófærðar á Fjarðarheiði. Lögreglan hefur nú lokað heiðinni fyrir umferð uns úr rætist.
Lárus Bjarnason (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 15:43
Takk fyrir þessi upplýsandi innslög félagar.
Jón Halldór Guðmundsson, 5.4.2008 kl. 15:54
Áfram Þróttur ( hinn eini sanni þ.e. Nes )
Eysteinn Þór Kristinsson, 5.4.2008 kl. 22:47
Ég held að það hafi aðallega verið vegna óveðurs á Fjarðarheiði í gær að henni var lokað. Sonur minn kom yfir heiðina um kl 13:00 frá Egilstöðum. Hann hafði verið á hjómsveitaræfingu með hjómsveitinni Mírí á föstudagskvöldið. Þeir spiluðu á lokadegi stuttmyndahátíðar á Eiðum í gærkvöldi. Þegar hann kom heim þá var ágætisfærð yfir heiðina smá skafrenningur og hálka að hans sögn. Ég og Siggi ákváðum því að skella okkur yfir ,fyrst og fremst til að ná okkur í nýjann krana í eldhúsvaskinn ( hinn bilaði á föstudaginn) . Við fórum ósköp venjulega klædd af stað tókum ekki einu sinni með okkur skóflu því við teystum því að sonurinn segði satt og rétt frá. Þegar við komum upp að skíðaskála þá byrjuðu ósköpinn. Það var mikill skafrenningur og blinda en ágætis færð ( þannig séð, svolítill þævingur upp brekkuna). Við stoppuðum hjá bil sem sagði okkur að blásarinn væri rétt á undan okkur, svo þá ákváðum við að halda áfram. Þegar við vorum komin í efri staf keyrðum við fram á blásaran og ákváðum að vera á eftir honum. Stuttu seinni ekur stór jeppi fram úr okkur og við ákveðum að vera á eftir honum , en það hefðum við ekki átt að gera. Við komumst ca 1 km. Þá sneri jeppinn við. Við héldum smá stund áfram þá óku nokkrara konur á jeppa fram úr okkur ( þær voru að koma af blakmótinu). Við ókum smá áfram þá mættum við allt í einu bíl sem kom á móti okkur fullur af börnum ( ásamt foreldrum:-). Við komumst ekki fram hjá honum þar sem hann var pikkfastur (gleymdi að segja að áður en við komum að þessum bíl þá vorum við búin að keyra aftan á jeppa sem birtist allt í einu í hríðinni). Við sem sagt sátum föst þarna , en gátum þó fært bílinn út í öfugann kannt svo snjóruðningstækið kæmist fram hjá okkur ( kannski hefðum við ekki átt að gera það því annar bíll lenti í árekstri við það nokkrum metrum frá okkur). Sem sagt þarna sátum við í brjáluðu veðri og reyndum að finna símasamband inni í bílnum. Við náðum sambandi á einum stað þ.e. aftarleg fyrir miðjum bíl. Þaðan hringdum við í 112 þurftum að vera með miklar útskýringar áður en við fengum samband við lögregglu þar þurfti einnig að vera með miklar útskýringar. Löggann sem ég talaði við ætlaði að hafa samband við Björgunnarsveitirnar. Það fjölgaði alltaf bilunum svo ég hringdi aftur í 112 og fékk þá samband við lögguna á Egilsstöðum. Ég bað hana að koma skilaboðum til fólks á Seyðisfirði að fara ekki á Heiðina. Löggann spurði hvar ég væri stödd , og ég get svo svarið það þó ég sé alin upp við þessa annars fallegu heiði þá hafði ég ekki hugmynd um það . Það eina sem ég vissi var að ég var einhverstaðar á milli efri stafa og heiðarvatnsins. Það var einfaldlega bandbrjálað veður á heiðinni í þessa tvo tíma sem ég stoppaði þar og ekkert ferðaveður. Okkur Sigga var síðan bjargað af björgunnarsveit niður af heiðinni. Ekki nóg með það heldur náði björgunnarsveitinn einnig í bílinn okkar og lagði honum fyrir utan húsið hjá okkur. Ég segi nú bara ekki annað en guði sé lof fyrir þessar björgunnarsveitir þeim verður aldrei nógsamlega þakkað. Sonur minn komst síðan aftur yfir heiðina en þá í fylgd með rútu og öllum sem voru að fara af blakmótinu . Hjalti Þór rútubílstjóri fór á Hermundi ( rútan heitir það) með langa halarófu af bílum á eftir sér til að tryggja að allir kæmust heim til sín. Hins vegar er kraninn í eldhúsvaskinum enn bilaður hjá mér og þarf ég að fara inn í ruslaskáp til að skrúfa frá og fyrir. Það er spurning hvenær maður kemst í sveitina til að kaupa nýjan.
Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 11:16
Kveðjur til Sigga Guðrún. Hann fær að bora fyrstu metrana!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.