4.4.2008 | 13:07
Georg yfir vörubílsstjóra mótmælum?
Er Hinn ástsæli Georg Bjarnfreðarson aðalskipuleggjandi mótmælenda bílstjóra við olíuverði og fleiru?
Ég held að svo geti verið, eða allavega er kominn augljós misskilningur í málið, ef að betur er gáð.
Hækkanir á bílaeldsneyti, það er að segja bensíni og dísilolíu að undanförnu eiga sér aðallega rætur í lækkun á íslensku krónunni. Þá hefur hækkað heimsmarkaðsverð enn bætt í. Ríkið hefur ekki aukið skattlagningu sína og komið hefur fram að skattlagning ríkisins á bílaeldsneyti er síst meira hér en í öðrum löndum Vestur Evrópu. Þannig að það að mótmælin beinist að ríkinu er í sjálfu sér einn stór misskilningur, eins og alltaf þegar Georg er búinn að gera einhverja vitleysuna.
Þá eru vörubílstjórar einnig að mótmæla hvíldarákvæðum samgönguyfirvalda, sem setja þeim takmörk um vinnuframlag. Samkvæmt upplýsingum Samgönguyfirvalda eru þessar reglur sem um þessa hluti gilda, Evrópskar reglur sem við verðum að viðhalda hér, sem hluti af Evrópska Efnahagssvæðinu og eru okkar reglur síst strangari en tilefni er gefið til. Þannig að einnig þessi mótmæli eru byggð á misskilningi hjá Georgi og félögum.
Hið hækkaða verð á olíu á heimsmarkaði snýst eingöngu um hækkun vegna þess að eftirspurn er meiri en framboð. Hvað er þá til ráða hjá okkur? Auðvitað eigum við að stuðla að sparnaði á olíu með ymsum ráðum! Efla almenningssamgöngur gæti verið ein leiðin. Önnur að breyta skattlagningu og einkum vörugjöldum á ökutæki. Í dag eru meðalstórir og litlir fólksbílar með allt að 45% vörugjaldi, meðan stórir bensíndrekkandi pikkuppar eru vörugjaldslausir. Þarna má breyta til að gera bílaflotann hagkvæmari og umhverfisvænni.
En aðalástæðan fyrir olíuverðhækkunum undanfarið er auðvitað eins og við flest vitum. Lækkun á gengi krónunnar. Kannski eru vörubílsstjórarnir að ganga erinda Evrusinna og eru í raun aðeins að færa mál sitt í dulbúning. Vita að fyrr en síðar beinast böndin að sjálfu vandamálinu. Lágu gengi krónunnar!
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.