Verð fyrir vatnsréttindi.

Allt bendir til að verð fyrir vatnsréttindi muni hækka í framtíðinni.

 

fljótsdalurinn

Undanfarna daga hafa fréttir borist af málarekstri landeigeda á Fljótsdalshéraði vegna greiðslna fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar.  Úrskurðarnefnd kvað upp úr með tilteknar bætur vegna eignarnámsbóta fyrir vatnsréttindi í sumar.  Margir landeigendur hafa síðan ákveðið að sætta sig ekki við þá niðurstöðu, heldur sækja rétt sinn fyrir dómstólum.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli, en rætt er um að greiðslur fyrir vatnsréttindi séu mun hærri í Evrópu, eins og til dæmis Noregi en hér hefur verið.

Með markaðsvæðingu og auknu frjálsræði í orkugeiranum er þetta að breytast hér, þó að við höfum ekki beinan aðgang að orkumarkaðnum í Evrópu, eins og Norðmenn, af landfræðilegum ástæðum.

Það er tilkoma smávirkjana, meðal annars, sem á sinn átt í að setja önnur viðmið í verði á vatnsréttindum hér.

fjarðaráÍ viðtali við Jón Jónsson lögmann landeigenda vísaði hann til þess verðs sem Seyðisfjarðarkaupstaður fær fyrir vatnsréttindi Fjarðarárvirkjunar. Sú upphæð, sem er 10% af heildartekjum virkjunarinnar er sú lang hæsta sem heyrst hefur um fyrir vatnsréttindi á Íslandi.

Manni verður hugsað til málflutnings ýmissa spekinga fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, en þá sagði forystumaður sjálfstæðisflokksins að það mætti alls ekki gefa helstu auðlind bæjarins fyrir smáaura.

Það er ánægjulegur viðsnúningur orðinn á skoðunum hans, en í ávarpi sínu nú um áramótin sagði hann að við myndum hafa mikinn hag af virjuninni.

Nánar tilgreint sagði hann: (Heimild; seydisfjordur.is)   

Atvinnuástand á staðnum hefur verið gott og vegur þar talsvert, miklar framkvæmdir við virkjun Fjarðarár.  Þær framkvæmdir halda áfram af fullum krafti á næsta ári og er gaman að fylgjast með því hvernig þessu verki miðar nú fram.  Virkjunin er  stórt hagsmunamál fyrir okkur Seyðfirðinga og mín trú er sú að við eigum eftir að hafa mikinn hag af þessari virkjun þegar fram líða stundir

Sem sagt. Eftir kosningar varð svo virkjunin bara hið besta mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 134022

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband